Mig vantar basic upplýsingar um hvernig á að hugsa um gullfisk, ég er að fara að passa einn í 3 mánuði og kann ekki á þá
Passa allir gullfiskar saman? Sá sem ég er að fara að passa er einn og ég vildi gjarnan bæta við félagsskap fyrir hann
Það eina sem þú þarft að gera er að gefa honum að borða bara lítið einu sinni á dag (það gerði ég við mína) en ég er ekki að fatta við hvað þú átt með hvort allir gullfiskar passi saman
En ég var með 3 gullfiska (1 slæðusporð og 2 venjulega) og bardagafisk í sama búri (10L) og það gekk bara mjög vel en ég myndi ekki þora að gera það aftur við hættu á að bardagafiskurinn ráðist á hina en ertu s.s. að meina hvort það sé í lagi að hafa slæðusporð og venjulegan saman??
en ég myndi ekki þora að gera það aftur við hættu á að bardagafiskurinn ráðist á hina
hvaðan fá allir þessar upplýsingar um það að bardagafiskar séu árásagjarnir ??
Þeir eru aðalega árásagjarnir á sína eigin tegund, þeir eru það hægir að þeir eiga ekki auðvelt með að ná hvaða fisk sem er
Það er þá helst að þeir reyni að narta í sporða, t.d. hjá gubbyköllum
Ég var nú með bardagakarl í búri með öðrum fiskum, og einn daginn þegar ég kom heim vantaði í sporðinn á flestum. En bardagafiskurinn var í lagi.. Einn fiskurinn er með sporð sem er svona > í laginu núna.. með gati í miðjunni
En annars held ég að ég sé búin að ná því hvernig gullfiskar virka, ekki of heitt vatn, gefa að borða.. Ekki flókið
Nei þetta er nefninlega ekkert flókið með gullfiskana
En eru bardagafiskarnir ekki svona árásargjarnir??
Hélt það alltaf en þá er það bara vitleysa í mér
Er sko að pæla í að fá kannski tvo gullfiska og bardagafisk aftur
Kaja wrote:Ok en hvaða fiska er hægt að hafa með bardagafisk??
Eins og ég sagði var ég með bardagakall og 3 gullfiska í 10L búri og það gekk bara mjög vel
En er 10 L búr ekki alltof lítið fyrir þennan fjölda af fiskum?
Systir mín er með 2 gullfiska og eina ryksugu í um 30 L búri og finnst mér fiskarnir ekki mega vera fleiri.
Ég var að fá mér bardaga fisk um dagin og það gengur allt vel.. ekkert vesen svo það getur varla verið að þetta séu brjálaðir fiskar... mjög rólegir og slakir
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr