Mannúðlegar leiðir til að deyða veikan fisk?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Mannúðlegar leiðir til að deyða veikan fisk?

Post by Gunnsa »

Getur einhver sagt mér mannúðlegar leiðir til að deyða veikan fisk? Ég er með platy fisk sem er með dropsy, er alls ekkert að lagast. Og ég ætla ekki að setja hann aftur í stóra búrið heldur losa mig við hann. ég kann bara ekki við að hella honum í klósettið og sturta lifandi
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég held að það sé ekki hægt að tala um mannúðlegan dauða, nema þú sért að meina sem kvalaminnstan fyrir fiskinn. Ég held að þegar fólk talar um mannúðlegt í sambandi við að deyða dýr, þá sé maður frekar að hugsa um hvernig maður upplifir verknaðinn sjálfur. Í því sambandi bendi ég á að einhvern tíma var gerð tilraun með spendýr, mig minnir kindur. Og þá hafi kvalaminnsti dauðdaginn átt að vera sá sem slökkti fyrst á heilastarfseminni. Það reyndist vera að skera dýrið á háls og láta því blæða út.
Ég er ekki viss um gæludýraeigendum geðjaðist að því.
Ég veit svo sem ekki um neitt sérstakt. Dettur samt í hug að skella fiskinum í jökulkalt vatn, þá fengi hann kuldasjokk og dræpist.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Setja hann í poka með smá vatni (úr búrinu er fínt) binda fyrir og setja inn í frysti.
Sjálf sturta ég þeim niður.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er hingað til notað tvær aðferður. Aðferð eins er úr bók um fiskar, þar er ráðlegt með mjög brýnt hnif að skera fyrir aftan haus i gegn, bara vera snöggar. Svo var mér ráðlaggt einu sinni að notað sjoðandi vatn og henta fiskur i það, það gengur mjög snökkt - hann fengur bara sjokk.
Mér finnst engin laust að henta fisk i klosett.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Svo er hægt að henda fisk í spritt, hann drepst undir eins í því. Og eyðir síðustu sekúndunni í vímu :)


Ég blóðga þá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Var að gúggla henntugum leiðum til að lóga vatnaskjaldböku
kemur í ljós að rannsóknir sýna að þegar dýr/menn eru fryst þá
springa frumur líkamans og þannig deyr maður/dýr,
við það sýndu tilraunadýrin roof top merki um sársauka þrátt fyrir
að vera alveg sofandi og með últra hæga starfsemi,
er því hætt að frysta pinkies :shock:

Hinsvegar var ég búin að finna út að sársauka lítil leið til að lóga músum væri með CO2
Skrifaði grein um það sem má lesa hér

Þá kem ég að heila málinu, ég var í sumarnámskeiði hjá HÍ í sumar
og raf veiddi slatta af hornsílum, urriða og fleira í þeim dúr, sýnin
voru flutt í labba í fötum þar sem sódavatni var helt í (fljótandi CO)
vola allir fiskar dauðir nokkuð hratt, en fiskar eru ekki spendýr
eins og mýs, hef engar heimildir fyrir því að þetta sé eins sársaukalítill dauðdagi fyrir þá og mýslur...
En alla vegna hugmynd sem má velta fram...
Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

held að það sé best að setja fiska í frysti í vatni úr búrinu, þar sem fiskar eru með kalt blóð, þá hægir á líkamsstarfsseminni hjá þeim þangað til hún stoppar. Þetta er sagt vera sársaukalaust fyrir þá, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Annars efast ég um að aðferðir sem henti spendýrum eða skriðdýrum henti endilega fiskum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég aðhyllist eimitt þessa frystinga aðferð, önnur er eimitt að setja fiskinn í sjóðandi vatn, það tekur mjög fljótt af en virkar kannski óhugnanlegt þó það sé það sennilega ekki.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Sjóðandi heitt vatn tekur fljótt af, nokkrar sekúndur
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég mundi nú halda að við getum treyst sjómönnunum okkar og bara gera það sama og þeir hafa gert frá örófi aldar og skorið af þeim hausinn,hljóta nú að drepast fljótt við það,( segi nú bara svona sem gamall sjóhundur )
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ég kann bara því miður ekki við að skera höfuðið af gæludýrunum mínum, né að hella þeim í sjóðandi vatn.. Það væri helst að ég geti sett fiskinn í frysti og ekki þurft að horfa á hann deyja.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ég nota nú sömu aðferðina og ég notaði sem krakki niður í fjöru, ég set fiskinn í háf og ef hann er stór þá slæ ég honum við og dauðrota, ef um smáan fisk er að ræða þá "klemmi" ég háfin utan um hann og gef honum selbit og málið og fiskurinn er dautt.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

kanina_90 wrote:Ég kann bara því miður ekki við að skera höfuðið af gæludýrunum mínum, né að hella þeim í sjóðandi vatn.. Það væri helst að ég geti sett fiskinn í frysti og ekki þurft að horfa á hann deyja.
Ég á bara fiska og mér finnst ekkert mál að henda þeim í salernið, ég geri það þegar þeir eru dauðir. Ef ég væri með veikan fisk sem gæti smitað myndi ég óhikað henda honum í salernið. Fiskar ná ekki sama sambandi við mig og dýr með heitt blóð.
Með önnur gæludýr eins og fugla og spendýr, þá myndi ég fara með þau til einhvers sem tæki að sér að deyða þau.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ég á bara fiska og mér finnst ekkert mál að henda þeim í salernið, ég geri það þegar þeir eru dauðir. Ef ég væri með veikan fisk sem gæti smitað myndi ég óhikað henda honum í salernið. Fiskar ná ekki sama sambandi við mig og dýr með heitt blóð.
Ég veit hvað þú meinar, en ég fæ bara svo hræðilega mikið samviskubit.. Mér er nokkurn vegin sama ef einn og einn fiskur veikist og deyr, það er aðallega bömmer.
Ég var með fullt af seiðum og einu sinni þegar ég skipti á búrinu þeirra þá setti ég ögn of heitt vatn í búrið þeirra og helmingurinn sauð, ég fékk í magann og mér leið geðveikt illa :/ Ég get ekki bara DREPIÐ þau.. (ég er písl, I know :P)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Held að þetta sé svona með flest alla í byrjun, svo þegar maður er búinn að lenda í þessum nokkrum sinnum venst maður þessu og þetta hefur ekkert á mann að fá

En fyrir þá sem vilja gera þetta eitthvað pent þá myndi ég halda að Co2 eða frystirinn væri bara besta aðferðin
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Hvað er co2? hvernig myndi ég nota það?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Co2 er það sem þú andar frá þér þegar líkaminn þinn er búinn að nýta O2 sem er súrefni, Co2 er s.s. koltvísýringur,

Þessi aðferð er samt vesen, hana er hægt að framkvæma með því að setja bolla af sykri í 1L flösku, vatn og Ger í líka og leift að malla ´svona klukkutíma, síðan setur þú fiskinn í poka með litlu vatni í, kanski svona 1 bolla

Tengir síðan ventil og loftstein við flöskuna, setur loftsteinin ofan í pokan og opnar fyrir ventilinn sem er á flöskunni, þetta er bara svona gróf útskýring þar sem ég er latur og nenni ekki að fara út í öll smáatriðin :P plús það að það mun enginn nenna að framkvæma þetta hehe :)

Plast poki + frysti er auðveldara
Kv. Jökull
Dyralif.is
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

er sammála Squinchy.

Kanina, ég var einmitt í þínum sporum þegar ég þurfti að lóga fiski úr garðtjörninni sem var með Dropsy & fin rot (sporðáta á íslensku??)

Ég einmitt spurði eins og þú og þá var útskýrt fyrir mér að fiskar hreinlega "sofna" þegar þeir eru settir með vatni í plastpoka beint í frysti.
Vegna þess að þeir hafa kallt blóð þá þjást þeir ekkert - er mér sagt.

Og eins og þú, þá átti ég mjög erfitt með sjálfa mig þegar kom að því að lóga þessum litríku dúllum .. eftir að hafa fóðrað þetta í 2 ár og gert fiskinn gæfann og allt, mjög sérstakt að þurfa síðan að framkvæma líknardráp á honum - en því miður er þetta stundum óhjákvæmilegt eins og þú er nú að upplifa ;)

Ég er þeirrar skoðunar að það sé mannúðlegasta aðferðin til að lina þjáningar dýra með kallt blóð
Hinsvegar er greinilega rétt það sem Vigdis bendir á að þegar SPENDÝRUM og öðrum dýrum með heitt blóð er lógað með því að frysta þau, þá er það bara skelfilegt.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég hef sem betur fer aldrei þurft að drepa eigin fisk en ætli ég myndi ekki frysta hann.
Það væri ekki mikil lausn og frekar grimmdarlega gert að sturta niður fisk heima hjá mér, það er brunndæla hjá okkur og fiskurinn myndi fá að liggja í... ógeði þar til hann yrði hakkaður af dælunni :shock:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Benzmann
Posts: 63
Joined: 20 Aug 2007, 22:39
Location: Reykjavik , Iceland

Post by Benzmann »

ég væri nú ekkert á móti að fá frítt fæði handa piranha fiskunum mínum :P
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það er oft einfaldast að kveðja vini vora í fallegum fossi þegar sturtað er niður
og ef maður fellir tár á slíkri stundu þá fara þau með vini vorum alla leið til sólarstranda en ekki á parketið

miðað við magn af monsterum á landinu núna þá gætu komið uppgrip hjá píparastéttinni eftir nokkur ár ef monster eigendur reyna þessa aðferð
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply