Puffer búrið.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Puffer búrið.

Post by Hólmfríður »

Ég keypti mér um daginn 2 Green spotted puffers í Fiskabur.is og ætlaði að hafa þá saman í 54l búri sem að ég átti laust. Svo lét ég þá í það og ekkert mál, en svo daginn eftir þá var hin dauður. Hinn pufferin hafði þá líklegast drepið hann, þar sem að hann var allur tættur. Núna er ég bara með einn puffer og ég held að það sé bara lang sniðugast að hafa bara þennan eina fisk í búrinu.

Þessi fiskur þarfnast saltvatns þegar að hann er orðin stærri og er ég búin að finna það út að þessi fiskur þarfnast "Brackis water" sem sagt bara helmingur saltmagnsins í sjónum, sem sagt í venjulegt saltvatns búr eru 2 kíló af salti i hverja 60l og þessi fiskur þarf bara helming þess saltmagns þá þarf ég bara að hafa 1 kíló af salti í búrinu þegar að hann stækkar, vildi bara skjóta þessu hérna inní ^^,

Hérna er semsagt mynd af búrinu mínu, ég hef bara gerviplöntur í búrinu, vegna þess að þegar að ég bæti salti út í þá er ekkert vesen með plönturnar

ps. myndin er mjög óskýr,vegna þess að myndavélin var allveg að verða batteríslaus.

Image

og svo hérna er mynd af puffer, allveg eins og mínum.
Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég var einmitt í fiskabúr.is áðan og var það heppinn að fá að sjá þessa puffer fiska rífa í sig lítinn humar, mögnuð sjón
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

Voru þetta bara svona litlir bláhumrar eða ? ...ég þarf einmitt að kaupa eitthvað spes fæði fyrir fiskinn, snigla, blóðorma og fleira.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér sýndust þeir eimmitt nokkuð sólgnir í snigla líka, er ekki bara málið að rækta eplasnigla fyrir þá ? Svo er ég viss um að þeir hefðu ekkert á móti nokkrum Convict seyðum.
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

ég er einmitt að spá í að gera það. hehe, já það er spurning hvort að maður fórni nokkrum seiðum í þennan fisk :lol:
Post Reply