325 ltr. búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er þetta ekki bara loftsteinn. :P
Mig rámar í að hafa lesið einhverstaðar um þörung sem getur gefið frá sér gastegund sem er skaðleg fiskunum og lýsir sér eimmitt svona, þe það sjást loftbólur, er þetta nýtilkomið ?
Ég mundi ekki taka neinn séns og bara fjarlægja steininn.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er nýtilkomið og er brot úr langri steinplötu sem ég braut niður og er með um allt búr. Eini steinninn sem lætur svona.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég fékk nýjan Convict í gærkvöldi hjá Vargi, aðeins eldri en sá sem fyrir var og svo ég fékk einn lítinn hvítan.
Það varð eiginlega allt vitlaust í búrinu þegar ég sleppti. Fyrir utan það að búrið er orðið þéttskipað vissu þessir nýju greinilega ekki af því að Brikkarnir voru með afkvæmi svo það var frekar hart tekist á á öllum vígstöðvum.
En þeir náðu vel saman Conv. og dönsuðu fyrir mig fagran dans.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það verður fjör þegar Convictarnir verða komnir með seyði á móti Bricardi. þá held ég að búrfélagarnir þurfi að fara í frí. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já nú er gaman að lifa.

Convict parið er gengið í eina sæng og það slitnar ekki slefan á milli þeirra. Þau hafa fundið sér stað og eru þar að byggja sér ból. Fundu fína hornlóð en verst er að næstu nágrannar þeirra eru Brichardi og ekki nema ca. 10 cm. á milli.
Parið er að grafa sér holu og það er einstaklega skemmtilegt að sjá hvernig þeir taka upp í sig steinana og færa þá til.
Það eru endalausir árekstrar á milli nágrannanna og liggur við að maður heyri hvæs en allir þenja sig eins og þeir best geta.

Spurning hvort ég ætti að setja einhverja steinflögu á milli ef allt fer í bál og brand?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Furðulegt að velja sér skika við hliðana á bricardi, mætti halda að þau séu að leita að vandræðum.
Ég held að steinflís dugi skammt þegar allt fer af stað, þetta eru nú ekki umburðalyndustu pörin. Ég hef á tilfinningunni að önnur hjónin flytjist búferlum fljótlega.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

já, það verður fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu.

En er í lagi fyrir mig að gefa mínum síkliðum blóðorma og annað frosið fæði?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Blóðormar ættu að vera í lagi. það eru einna helst johannii sem gætu verið viðkvæmir fyrir svoleiðis fóðri en mér hefur sýnst að þeir þoli það ágætlega.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fjári lítið að myndum hér inni, set inn eitthvað óreiðukennt. Er með myndirnar mínar á 2 tölvum og ekki nógu dugleg að hreinsa ruslið út.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Alltaf gaman að sjá myndir ! :)

Eru kuðungasikliðurnar ekkert að hrygna hjá þér ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nei, það eru engar hrygningar þar á bæ.
En ég held að náttúran sé að kvikna í búrinu og þá ætla ég líka að vera stand by með seyðabúr. Mér sýnist bara 1 brikkaseyði vera eftir.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Á morgun ætla ég að reyna að vakan fyrir hádegi og taka aðeins til í búrinu. Eitthvað af dauðu laufi sem þarf að fjarlæga, svo ætla ég að skipta um vatn, hreinsa dæluna og skipta um perur hjá mér, mér finnst koma allt of mikill þörungur í búrið og vill kenna þar um lélegu ljósi því ég gef ekki mikið og er þokkalega dugleg að skipta um vatn.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mission complete!

Samkvæmt mínum mælikvarða byrjar hádegi ekki fyrr en 12 svo ég gat a.m.k byrjað fyrir hádegi.
Byrjaði á að dæla vatni úr búrinu og á meðan skóf ég glerið að innan, bæði með rakvélablaði og svampi.
Brikkarnir voru fljótir að láta sig hverfa og ég tel mig vera búna aðafsanna þá kenningu að þeir verji sín afkvæmi af hörku, aðra eins aumingja hef ég ekki séð. Convict notaði tækifærið og át að ég tel seinasta seyðið, það gæti þó hafa verið í felum þegar ég leitaði.
Fyllti svo búrið á ný og tók þá eftir að Convict er með hrogn í horninu sínu. Ég tók ekkert eftir því þegar ég var að skafa og nudda en slapp þó við að fara í hrúguna.
Svo skipti ég um perur en lenti í þvílíkum vandræðum með aðra peruna og ætlaði aldrei að ná henni úr og það tók mig klukkutíma að brasa í þessu. Það getur komið sér vel fyrir "dömur" að eiga verkfærakassa og borvél :D
Lýsingin í búrinu hefur tekið þvílíkum breytingum og vonast ég nú til að losna við þörungavesinið. Annars eru brikkarnir duglegir við að spæna í sig þörunginn.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er að spá í kyngreiningu á johannii. Er með 4 unga og 3 þeirra eru komnir með mjög dökka liti í sig, merkir það að það eru kk?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Á unglingsaldri geta bæði kynin verið dökkleit, karlarnir eru þó yfirleitt með dökkt í uggum en ekki kerlingarnar.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nú er kominn hellingur af Concict seyðum.
Mamman passar mjög vel uppá þau en karlinn tekur þessu aðeins léttar.
What´s new??
Ég ætla ekki að taka þau frá heldur aðeins að fá að fylgjast með hvernig þau fara að því að halda óvinaliðinu í burtu. Það er svo alveg ljóst að ég þarf að fara að koma upp seyðabúri ef það er allt að detta í barneignir hér.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Gleymdi að segja frá því að ég var að skoða skeljasíkliðurnar áðan, Lamprologus multifasciatus og það er ferlega flottur gulur litur í uggunum á þeim, þ.e. á bakinu (verð að viðurkenna að ég er búin að gleyma hvað þessir uggar heita, einhverntímann kunni ég þau fræði)
Það er ekki ólíklegt að nýju perurnar dragi fram aðra liti í fiskunum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er vægast sagt skemmtilegt að sjá hvernig Convict vinnur.
Parið byrjaði í horninu og gróf sér smá hreiður. Smátt og smátt hafa þeir verið að stækka við sig og eru sífellt að grafa og færa til steina, er orðið nokkurð stórt hjá þeim og nú held ég að það fari að verða alvarlegir árekstrar við Brikkana.
Seyðin eru að taka á sig mynd, ég sé augu og m.a.s. eina rönd á sumum.

Litla hvíta Convict er sennilega kella því ég sé svipaða liti í henni og hinni kvk og svo hefur hún eitthvað verið að hrista sig framan við kk.

Eru Convict fjöllyndir eða halda þeir sig við sama makann?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Stakar convict kerlingar geta verið skelfilegir hjónadjöflar, karlinn reynir að hafa þær báðar góðar en oft fer allt í háaloft milli kerlinganna með tilheyrandi leiðindum. Sennilega væri best að önnur kerlingin færi eða þá að hún fengi karl út af fyrir sig.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kannski ég reyni þá að fá fyrir hana sér karl, hún er svo falleg að ég vil helst ekki láta hana fara.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Gaf ýsu í búrið áðan og það var vægast sagt skemmtilegt að horfa á, johannii voru sérlega áhugsamir og það endaði með að ég tók restina upp úr því fiskarnir voru orðnir anski vel kýldir á kviðinn.
Tók eftirfarandi myndir:



Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er einhver sem getur sagt mér hvað 1 gallon er mikið?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

1 US gallon = 3.7854118 liters
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

txs
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gudjon wrote:1 US gallon = 3.7854118 liters
... ég sem reiknaði alltaf með 3.8 lítrum, þvílík skekkja. :wink:
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

maður verður að hafa þetta á hreinu :D annað gengur ekki
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég sé að ég er rammsek um að segja seyði í staðinn fyrir seiði.
Það var bent á þetta í öðrum link og með réttu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sýna kk convict einhverntímann grænt í uggum eins og kvk?
Hef grun um að ég hafi fengið úlf í sauðagæru??
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er glás af Convict seyðum og skemmtilegt að sjá hvað er vel passað upp á þau, mamman fer og sækir þau ef þau fara of langt.. tekur þau bara upp í sig og fer með heim.
Pabbinn er meira í að verja svæðið sem veitir ekki af því skammt undan liggur Brichardi og slefar yfir matseðlinum.
Post Reply