Hvað skiptir máli við val á fiskaverslun?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Hvað skiptir máli við val á fiskaverslun?

Post by Ásta »

Ég fór að velta fyrir mér af hverju fólk verslar meira á sumum stöðum og stundum bara í einni búð?
Hvað finnst ykkur skipta máli þegar þið eruð að fara að kaupa fiska?
Er það verðið, úrvalið, viðmótið o.s.fr?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

1. Viðmótið
2. Úrvalið
3. Verðið


Ekki spurning þessi röð.
Maður nennir ekki að versla þar sem viðmót og þjónustulund er lélegt.

Og afgreiðslufólk þarf að geta lesið í kúnnann og heillað uppúr skónnum helst.
Það er oft hægt að ráða alveg hvað kúnninn verslar.

Hef prófað þetta og það er alveg magnað hvað maður getur snúið fólki :lol:
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

aðallega er það viðmótið, ég held að það skiptir mestu máli, ef maður fær góðan viðmót þá langar manni alltaf að koma aftur, og svo hreinlæti, ég lendi einmitt fyrir nokkru síðan að ég og kona minn var á leiðinni inn í gæludýrabúð til versla en á leiðinni inn tók ámóti okkur mjög sterkan lykt, að hún bakkaði og ældi, meira að segja ég sem þolir mikinn lykt gat ekki versla allt sem mér vantar bara útaf lyktin... ég held að verðið skiptir ekki miklu máli ef varan sem þú ert að versla er þess verði... en þetta er bara minn skoðun

1. viðmótið
2. hreinlæti
3. gæði
4. verð
5. úrval
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skemmtilegt að thunderwolf nefni hreinlæti því mér finnst það skipta mjög miklu máli.
Í sumum búðum er svona nagdýraóhreinlætisfýla, það virðist ekki vera þrifið nóg undan þeim. Svo eru aðrir sem passa vel upp á þetta.
Svo er auðvitað viðmótið og þjónustan, ástand búranna og þekking starfsfólks á fiskunum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

viðmótið ég þoli ég ekki þegar afgreiðslu fólk er að trufla mig ef eg er að skoða,þar eð að það sé alveg limnt við mann.vill fá að skoða í friði og ef ég ákveð hvað ég vill er erfit áð fá mig ofan af því,það er ég er þrjóskari en djöfullin :lol: .annars ef mér vantar uplisingar vil ég getað labað að sölumanni og spurt.finst í sumum búðum þarf maður að biða i ár og aldir.tld dyrarikinu.finst best að versla í nyja fisko núnna.hef ekkert út á þá að setja.hef aldrei komið í fiskabúr :oops: .anars er vatnaveröld með besta viðmótið að minu mati en því miður ekkert úrval lika ódyr.held að þaug séu að selja núna


1. viðmót
2. viðmót
3. úrval
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég er alveg sammála Ulla, ég vil fá að skoða í friði og fá svo aðstoð ef ég þarf.
1.-2. Úrval
1.-2. Viðmót
3. Vöruþekking starfsfólks
4. Verð

Þetta með hreinlætið, þrifnaðarstuðull kvenna er yfirleitt hærri, heldur en hjá körlum. Nagdýrafýlan er mínus. En það þarf náttúrlega að halda búrunum hreinum, að minnsta kosti þarf að vera hægt að sjá inn í þau :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hehehe, ég er nú ekki að tala um að ég þoli ekki smá vatn á gólfum eða ryk hér og þar.
Það er helst lyktin, hún getur komið bæði af nagdýrum og illa hirtum búrum.
Það skiptir máli að búrin séu hrein, gler og vatn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Auðvitað þarf þrifnaður að vera í lagi.
Ef búrin eru illa þrifin hlítur að vera varhugavert að versla dýr sem eru í slíkum búrum? Ekki satt?
Já og þetta með óþefinn. Loftræstikerfin eru ekki alltaf gerð fyrir dýrahýbýli.
Ulli og Rodor, þetta er nákvæmlega það sem ég sagði.
Sumir vita hvað þeir vilja og vilja skoða og spekúlera en aðrir vita kannski minna og eru ekki með allt á hreinu hvað varða fiskana.
Svo er eitt sem er alveg óþolandi. Það eru merkingar á innihaldi búranna ásamt verði.
Iðulega illa jafnvel ómerkt.
Ef maður er ekki profesional með þetta all á hreinu þá nennir maður ekki alltaf að spyrja.
En ég tek það fram að ég hef ekki komið inn í margar gæludýrabúðir.
Þær eru vissulega misjafnar :wink:
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Já ég tek undir með jeg um merkingarnar, þar mættu sumar búðir vera betri.
Mér finnst Fiskó vera með bestu merkingarnar.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Já, ég tek undir margt af því sem þið eruð að segja. Ég ætla ekki að tilnefna neina verslun frekar en aðra en mér finnst þær búiðir sem ég versla við stada sig vel að verki með alla þessa þætti sem um er rætt.

Þetta er svona hjá mér:

1. hreinlæti
2. úrval
3. gæði

(ástæðan fyrir þessum 3 atriðum er einfaldlega sú að ef ekkert af þessu er í lagi þá versla ég til dæmis ekki hjá viðkomandi aðila) - en ef að þetta er í góðu ástandi þá gæti maður nýtt sér aðstoð frá starfsfólki og farið að versla svo hérna kemur restinn.

4. viðmótið
5. verð

Ps. smá pæling með þessa lykt sem allir eru að tala um, það er tildæmis allveg eðlilegt að finna einhverja lykt af dýrum, ss. nagdýrum og fuglum í verslunum. hversu mikil lyktinn er skiptir mig í raun ekki máli þar sem lyktinn er til staðar hvort eð er. Fólk sem á dýr af hvað sort sem er, hvort eð er hestar, hundar, fulgar eða kettir þá vitum við öll að það er lykt af dýrunm. Rétt alveg eins og af okkur fólkinu. - Þess vegna ættum við að sætta okkur við þetta en ég er sammála því samt sem áður að OF mikil lykt er ekki gott fyrir nýja viðskiptavini.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held að of mikil lykt stafi af óhreinlæti og því mun ég ekki sætta mig það.
Ég hef komið í verslanir og á heimili þar sem mikið er um nagdýr og enginn óþefur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er nokkurt samála hvað kom hér fyrir ofan.
Mér er helst röðinn þannig;
1 Viðmót
2 hreinlæti
3 Þekking starfsfolks
4 Úrval
5 Verð

Ég er alveg til að borga meira þegar á móti kemur gott þjonustu og hjalp til að ráðleggja eða velja. Viðmót skipta mikið mál , hverning verður ég tekinn á móti. Hreinlæti er bara sjalfsagt mál, án hreinlæti er ekki trýggð um heilsa gæludyra ! Þekking starfsfolks er lika stórt þáttur, enn ekki bara það þau vitað hlutir - lika vera hreinskilun þegar þau vitað það ekki. (ekki eins og mér var einu sinni sagt "þú þarft það ekki !!!!" )
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Hjá mér fer mikið eftir því hvað það er sem mig vantar hvert ég fer að versla.
En það sem skiptir mig máli í gæludýrabúðum er :

1. Heilsufar dýranna t.d. ef maður kemur ítrekað að veikum nagdýrum eða fuglum og hálfdauðum eða dauðum fiskum í búrunum hætti ég að fara inn í viðkomandi búðir.
2. Viðmót starfsmanna og þekking ( Finnst alveg óþolandi þegar hangið er yfir mér. Ég verslað t.d. bara helming af því sem ég ætlaði í Fiskó um daginn því starfsmaðurinn stóð nánast ofan á mér á meðan ég var að skoða og spekúlera ég veit að þetta var vel meint en samt æi pirr)
3. Verð
4.Úrval
5. Hreinlæti og þægilegt umhverfi
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Mér finnst hreinlætið skipta mjög miklu máli, labbaði inní ónefnda dýrabúð í 101 og á móti tók svakaleg nagdýrabræla og fiskabúrin voru svo full af þörungum að ég sá ekki innihaldið.. Í nagdýra og fugla horninu voru öll búr skítug og sumir fuglarnir höfðu ekkert nema gólfið til að sitja á..

Annars myndi ég setja mikilvægið í þessa röð:
1. Hreinlæti
2-3. Verð
2-3. Úrval
4. Viðmót
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ég hef nú svarað þessari spurningu annarstaðar á öðrum tíma en ætla að gera það eins hér. Ég nota sama ráð og gamal kénnari í mjólkurfræði hér á árum áður, hann sagði mér að þegar að hann færi með konu sinni á nían veitingastað þá byrjaði hann á að panta sér bjór og ekkert annað og skrapp svo á klósettið, ef það leit vel út þá pantaði hann mat ef það var subbulegt þá reyknaði hann með að eldhúsið sem ekki sést væri svipað, kláraði bjórinn og borgaði og fór.

það sama geri ég þegar að ég kém í fiskabúð ég rölti svona um hana og skoða, eru búrin hreinleg, er ástand fiska gott, eru veikir/dauðir fiskar í búrum. út frá þessu tek ég ákvörðun um það hvort ég telji óhætt að versla fiska í viðkomandi verslun. Ég geri ekki þá kröfu að öll gler séu´ní pússuð og varla sjáist þörungur í búri, þau geta verið hreinleg þrátt fyrir það og í heilbrigðu ástandi.

Mér fynst ekkert að því að mér sé boðin aðstoð og eins og ég oft svara "ég er bara að kíkja" og þá fái ég svarið þú hóar bar ef ég get hjálpað þér eitthvað. Það dugar mér fínt sem viðmót.

það fer í taugarnar á mér ef ég sé engar verðmerkingar á fiskum og ég þarf stöðugt að spyrja eins og smákrakki hvað kostar þetta og hvað kostar hitt.

Ef ég sé að það er lifjameðferð í gangi á einhverju búri þá er ég sáttur (þá er alla vega verið að hugsa um þá) sér í lagi ef ég sé að einhver pest er í gangi, enn betra ef það er miði sem stenur á að viðkomani fiskar séu ekki í sölu í dag. En ef það stendur að þeir séu á tilboði í dag þá er fjandinn laus í mínum huga.

Ég geri ekki þá kröfu til afgreiðslu fólk að það viti alla skapaða hluti um fiska, en mér þikir vænt um ef fólk getur alla vega ráðlagt hvaða fiskar gangi saman, svo ekki lendi gullfiskur, Óskar og diskus í sama búri með pírena. Hinsvegar virði ég það þegar að viðkondi segir mér " Ég einfaldlega þekki ekki atferli þessara tegundar" og þá er valið mitt og undir mér komið hvort ég afla mér hennar, alla vega hefur mér ekki verið sagt neitt ragnt.

Jæja ef einhver er sofnaður þá biðst ég afsökunar á orðaflóðinu. En þetta eru svona mínar skoðanir á þessum hlutum.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

1.Hreinlæti
2.viðmót
3.úrval
4.verð
:)
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Svavar wrote: Mér fynst ekkert að því að mér sé boðin aðstoð og eins og ég oft svara "ég er bara að kíkja" og þá fái ég svarið þú hóar bar ef ég get hjálpað þér eitthvað. Það dugar mér fínt sem viðmót.
Ég hef verið að bíða eftir þessu. Takk.
Ef að þú ert starfsmaður í búð þá áttu að bjóða fólki aðstoð!


ég þoli ég ekki þegar afgreiðslufólk er að trufla mig ef ég er að skoða............annars ef mér vantar upplýsingar vil ég getað labbað að sölumanni og spurt, finnst í sumum búðum að maður þurfi að bíða i ár og aldir
dude, wtf, þú villt ekki aðstoð en ert ekki sáttur ef þú færð hana ekki strax þegar að þér henntar
Oftar en ekki er mikið að gera í dýrabúðum og starfsmenn uppteknir við að aðstoða fólk sem þiggur aðstoð
Þetta segi ég sem starfsmaður í búð
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

ég þoli ég ekki þegar afgreiðslufólk er að trufla mig ef ég er að skoða............annars ef mér vantar upplýsingar vil ég getað labbað að sölumanni og spurt, finnst í sumum búðum að maður þurfi að bíða i ár og aldir
dude, wtf, þú villt ekki aðstoð en ert ekki sáttur ef þú færð hana ekki strax þegar að þér henntar
Oftar en ekki er mikið að gera í dýrabúðum og starfsmenn uppteknir við að aðstoða fólk sem þiggur aðstoð
Þetta segi ég sem starfsmaður í búð
Þetta fyrsta samband milli viðskiptavina og starfsfólks er oft svolítið sérstakt. Ég held að það þyrfti að hafa kennslu fyrir báða aðila um hvernig þetta á að vera svo báðum líki.
Hér áður fyrr fór þetta voðalega í taugarnar á mér og var ég jafnvel fyrtinn við starfsfólkið, en það var bara bölvaður dónaskapur af minni hálfu. Núna þakka ég bara pent fyrir og segist ætla að skoða.
Manni finnst í stærri verslunum þar sem margt starfsfólk er, þá lendir starfsfólkið í hálfgerðum vandræðum þegar lítið er að gera og gengur á milli viðskiptavina að bjóða aðstoð. Ég hef lent í því að það komu þrír til fjórir með stuttu millibili og buðu mér aðstoð.
Ég vil meina að afgreiðslufólk eigi að vera sýnilegt og reiðubúið, ef það er ekki að sinna öðrum viðskiptavinum.
Það er eitt sem er óþolandi, þegar það er á kjaftatörn við vini eða kunningja fyrir framan viðskiptavini og jafnvel sitjandi upp á borðum. Ég hef séð afgreiðslufólk sitjandi uppi á veitingaborði, kannski til að hita það fyrir næsta viðskiptavin?
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Rodor wrote:
ég þoli ég ekki þegar afgreiðslufólk er að trufla mig ef ég er að skoða............annars ef mér vantar upplýsingar vil ég getað labbað að sölumanni og spurt, finnst í sumum búðum að maður þurfi að bíða i ár og aldir
dude, wtf, þú villt ekki aðstoð en ert ekki sáttur ef þú færð hana ekki strax þegar að þér henntar
Oftar en ekki er mikið að gera í dýrabúðum og starfsmenn uppteknir við að aðstoða fólk sem þiggur aðstoð
Þetta segi ég sem starfsmaður í búð
Þetta fyrsta samband milli viðskiptavina og starfsfólks er oft svolítið sérstakt. Ég held að það þyrfti að hafa kennslu fyrir báða aðila um hvernig þetta á að vera svo báðum líki.
Hér áður fyrr fór þetta voðalega í taugarnar á mér og var ég jafnvel fyrtinn við starfsfólkið, en það var bara bölvaður dónaskapur af minni hálfu. Núna þakka ég bara pent fyrir og segist ætla að skoða.
Manni finnst í stærri verslunum þar sem margt starfsfólk er, þá lendir starfsfólkið í hálfgerðum vandræðum þegar lítið er að gera og gengur á milli viðskiptavina að bjóða aðstoð. Ég hef lent í því að það komu þrír til fjórir með stuttu millibili og buðu mér aðstoð.
Ég vil meina að afgreiðslufólk eigi að vera sýnilegt og reiðubúið, ef það er ekki að sinna öðrum viðskiptavinum.
Það er eitt sem er óþolandi, þegar það er á kjaftatörn við vini eða kunningja fyrir framan viðskiptavini og jafnvel sitjandi upp á borðum. Ég hef séð afgreiðslufólk sitjandi uppi á veitingaborði, kannski til að hita það fyrir næsta viðskiptavin?
Ég er mjög sátt við það þegar ég er spurð hvort það geti aðstoðað mann það finnst mér bara æði því ef mig vantar aðstoð þá er þar komið fínt tækifæri til að fá hana. En ef maður svarar þessari fínu spurningu með Nei takk ég hóa bara ef mig vantar aðstoð eða nei takk ég er bara að skoða en starfsmaðurinn stendur samt aðeins 35 cm frá manni og andar ofan í hálsmálið á manni meðan maður skoðar þá verð ég pínku pirruð gríp það sem mig vantar nauðsynlega of hef mig á brott. Að sama skapi dettur mér ekki í hug að pirrast ef ég hef afþakkað aðstoð ef ég þarf svo að bíða eftir henni meðan verið er að aðstoða aðra :)
En svo er ergilegt í hina áttina þar sem ég kom inní gæludýrabúð hér á Reykjavík og vantaði aðstoð, leitaði búiðina á enda en enginn fannst starfsmaðurinn og þó ég kallaði halló oftar en einu sinni dúkkaði ekki upp nokkur lifandi sála eftir 15 mínútna bið (var búin þá búin að vera inni í c.a. 10 min þar á undan) gafst ég upp og fór og hef ekki farið þarna aftur og hef ekki hugsað mér að gera það í framtíðinni.

Hann er vandrataður þessi gullni meðalvegur :roll:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kitty wrote:en starfsmaðurinn stendur samt aðeins 35 cm frá manni og andar ofan í hálsmálið á manni
Bara muna að koma ekki í svona flegnu næst :takkfyrir:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Ásta wrote:
Kitty wrote:en starfsmaðurinn stendur samt aðeins 35 cm frá manni og andar ofan í hálsmálið á manni
Bara muna að koma ekki í svona flegnu næst :takkfyrir:

hahahahha :lol: neinei það er best að vera í flegnu þá fær maður alltaf aðstoð strax :lol: muhahahhaha
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Ég er sammála svarinu hjá Svavari og auðvita skiftir svo verðið máli nokkuð ljóst að flestir eru hættir að versla í einni ákveðinni verslun á Grensásveginum vegna verðsinns (allavega þeir sem eru búnir að vera í fiskunum í einhvern tíma),
svo finnst mér líka úrvalið skifta máli ég kom inn í verslun um daginn þar sem alltaf hefur verið gott úrval og vel hugsað um fiskafíkla en ég var snöggur út þegar ég sá ástandið á búrunum og einsleitt úrval af fiskum.
Lífið er ekki bara salltfiskur
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Af því að ég var að hrósa Fiskó fyrir flottar merkingar, þá verð ég að bæta því við að fiskabur.is er með langflottustu sýningarbúrin sem ég hef séð. Þeir sem hafa ekki komið þangað ættu að skoða.
Guðmundur þú ættir að setja upp kaffihús í sýningarsalnum. Það væri ekki dónalegt að sitja þar og drekka kaffi og borða brauð með rækjum eða síkliðum :D Nei ég sleppi síkliðunum. :roll:

Já og svo er Dýragarðurinn flott verslun.

Vöruþekking starfsmanna í þessum verslunum er í toppklassa.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

biggihb wrote:Ég er sammála svarinu hjá Svavari og auðvita skiftir svo verðið máli nokkuð ljóst að flestir eru hættir að versla í einni ákveðinni verslun á Grensásveginum vegna verðsinns (allavega þeir sem eru búnir að vera í fiskunum í einhvern tíma),
svo finnst mér líka úrvalið skifta máli ég kom inn í verslun um daginn þar sem alltaf hefur verið gott úrval og vel hugsað um fiskafíkla en ég var snöggur út þegar ég sá ástandið á búrunum og einsleitt úrval af fiskum.
Verðið hefur lækkað verulega í þessari verslun og er orðið svipað og á öðrum stöðum, trúðu mér
En ég man eftir gömul verðunum... úff
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Menn meiga nú ekki gleyma því að eina ástæðan fyrir verðlækkunum í Dýraríkinu er að Dýragarðurinn opnaði í nágrenninu. :?
...mynnir á lyfsölumálið. :)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég skil nú ekki þegar verið er að tala um góðar merkingar á búrunum í Fiskó,ég fer nú venjulega svona fiskabúðarúnt á helgum og á síðustu helgi var nú allt í tómu tjóni með merkingar á búrunum þar,annars er mjög gaman að fara þar inn eftir að hún flutti þangað,þeir eiga hrós skilið hvernig þetta er uppsett hjá þeim.Annars finnst mér persónulega hreinlæti búrunum vera númer eitt tvo og þrjú þegar maður kemur í þessar verslanir,og svo er nauðsynlegt að afgreiðslu fólkið viti hvað það er að selja(þoli ekki að fá svarið ég veit ekki) sérstaklega þegar maður veit að viðkomandi manneskja hefur unnið lengi í versluninni og ætti að vita eitthvað um vöruna.Já og rétt hjá þér vargur með verðlagið,það lækkaði eftir opnun Dýragarsinns,bara skítalykt af málinu :wink:
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Mér finnst grunnþekkingu , þarf bara vera til staðir. Og hreinskilnið þegar aðspurðir starfsmaður veit það ekki. Ég fekk einusini svarið eftir fyrirspurningu um einfalt Co2 kolsýrakerfi svarið frá starfsmann" þú þarft þetta ekki !!!!!" (viðkomandi áttu engin hugmynd um hvað ég var að tala um.)
Svo for ég á sunnudaginn var i einu verslu og hjón undan mér keypti sér ýmislegt, þar að auki eitt fisk og 2 vatnsplöntur i fiskabúr. Starfsmaður pakkadi plöntunar með hitt dotið i inkaupspoka, til að skilja mig rétt vatsplöntunar voru hvergi i poka eða slikt- bara ber !!!!!
Það þarft maður ekki vera garðyrkjufræðingur, eins og ég , til þetta að vitað þetta er bara skelfingu. Vatnsplanta án rakið frá 20 stig heitta vatnið i opið plastpoka út i 5 graður kulda i íslensku veður , já takk!! Ég er ekki einu sinni skama starfsmaður , allir voru við einu sinni að birja með eitthvað,enn hvar er starfsmaður til að sýna þessum nýliði rétta handtök ?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég þoli ég ekki þegar afgreiðslufólk er að trufla mig ef ég er að skoða............annars ef mér vantar upplýsingar vil ég getað labbað að sölumanni og spurt, finnst í sumum búðum að maður þurfi að bíða i ár og aldir
dude, wtf, þú villt ekki aðstoð en ert ekki sáttur ef þú færð hana ekki strax þegar að þér henntar
Oftar en ekki er mikið að gera í dýrabúðum og starfsmenn uppteknir við að aðstoða fólk sem þiggur aðstoð
Þetta segi ég sem starfsmaður í búð
var nú frekar að meina þetta
Ég er mjög sátt við það þegar ég er spurð hvort það geti aðstoðað mann það finnst mér bara æði því ef mig vantar aðstoð þá er þar komið fínt tækifæri til að fá hana. En ef maður svarar þessari fínu spurningu með Nei takk ég hóa bara ef mig vantar aðstoð eða nei takk ég er bara að skoða en starfsmaðurinn stendur samt aðeins 35 cm frá manni og andar ofan í hálsmálið á manni meðan maður skoðar þá verð ég pínku pirruð gríp það sem mig vantar nauðsynlega of hef mig á brott. Að sama skapi dettur mér ekki í hug að pirrast ef ég hef afþakkað aðstoð ef ég þarf svo að bíða eftir henni meðan verið er að aðstoða aðra
.annars ef mér vantar uplisingar vil ég getað labað að sölumanni og spurt.finst í sumum búðum þarf maður að biða i ár og aldir.tld dyrarikinu

Fynst þér eðlilegt að þurfa að biða i hálftima bara til þess að fá verð?
þetta er alltaf sona á þessum stað,væri ekki betra bara að ráða fleira starfsfólk?

Ég var sjálfur sölumaður í dyrabúð í kef fyrir nokrum árum.og veit nokurn
meigin hvernig það er.það koma alltaf svona spreingjur af kúnum.en þetta er alltaf svona í dyrarikinnu
mundivalur
Posts: 58
Joined: 20 Sep 2006, 17:06

Post by mundivalur »

Mig langaði bara bæta við 1nu því ég bí nú í sveit þá finnst mér líka gott að hafa góða heimasíðu og helst að geta verslað í gegnum hana(ekki fiska 8)
því oft er erfitt að ná í fólk í síma og standa í pönntunum skiluru ha :roll:
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Inga Þóran wrote:
Ásta wrote:
Kitty wrote:en starfsmaðurinn stendur samt aðeins 35 cm frá manni og andar ofan í hálsmálið á manni
Bara muna að koma ekki í svona flegnu næst :takkfyrir:

hahahahha :lol: neinei það er best að vera í flegnu þá fær maður alltaf aðstoð strax :lol: muhahahhaha
:lol: :lol: Auðvitað stupid me að fatta ekki að þarna lágu mistök mín ....man að vera í dúnúlpunni utan yfir næst svo ég geti vippað mér úr og í eftir því hversu mikið mig vantar aðstoð :P :lol:
Post Reply