Fékk mér Tetra Cichlid Granules frá Tetra.
Þetta eru harðar kúlur sem sökkva rólega ofan í búrið. Flestir fiskanna minna eru ungir og þeir taka þetta upp í sig og spíta þessu út jafn óðum. Er það eðlilegt?
Á ég að kaupa mér annan mat svo stubbarnir svelti ekki?
Þú getur notað skeið og mulið það ofan á diski eða bara geymt það aðeins og keypt eitthvað annað á meðan. Stubbarnir eiga ekki eftir að vera lengi að fara í gegnum fóðurbaukana.