Nú fer að koma að því að ég fari að setja plöntubúrið upp hjá mér aftur eftir flutninga. Þegar ég flutti ákvað ég að taka búrið alveg niður á meðan við kæmum okkur fyrir á nýjum stað.
Stærsti gallinn við þetta er sá að ég varð að losa mig við glossostigmuna sem ég var með, og hafði fundið eftir um tveggja ára leit. Þannig að ef einhver á glossostigmu eða veit um búð sem á slíka plöntu, þá má hinn sami endilega láta mig vita.
Ef einhver er að grysja, þá væri gríðarlega vel þegið að fá að líta við:)
Glossostigma
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
- Hrannar E.
- Posts: 98
- Joined: 18 Jan 2007, 06:27
- Location: Grindavík