Ég fór með walking catfish í sumarbúðir í Fiskabur.is í vor og líklega mun hann hafa vetursetu þar líka. Ástæðan var sú að honum og Red-tail kom ekki vel saman, walking cat réðist á red-tail við öll tækifæri og gjörsamlega lagði í einelti.
Mig langar hins vegar mikið til að vera með þessa fiska saman og ákvað að prófa að taka walking catfishinn sem Andri var að selja.
Sá er mun minni en minn og er ég að vonast til að hann láti red-tail í friði, smellti kappanum í búrið og viti menn red-tail sturlaðist og hafði ég mestar áhyggjur af því að hann æti walking cat enda er red-tail orðinn talsvert lengri og miklu breiðari.
Í morgun virtist red-tail búinn að missa áhugan en walking cat heldur sér til hlés og passar sig á þeim stóra.
Þeim köppum virðist koma fínt saman, reyndar eru báðir lítið á ferðinni, Rtc er óvanalega rólegur, kannski vegna þess að hann fékk vel að éta áður en Walk. cat fór í búrið. W. cat er líka frekar rólegur, mun rólegur en sá stærri sem ég var með, sennilega á hann eftir að vera meira á ferðinni þegar hann venst búrinu betur.
Shovelnose er flottur, hann er ca. 25 cm og stækkar miklu hægar en hinir durgarnir, hann verður líka hálfpartinn útundan þegar ég gef, Rtc og óskararnir eru svo gráðugir að ég þarf oftast að handmata skófla. Hann fær að éta hjá mér 2-3 sinnum í viku.
Ég held að shovelnose yrði síðasti fiskurinn sem ég léti frá mér.
Segi það sama með minn shovelnose, hann er ennþá lítill og ég er farinn að hafa smá áhyggjur af því að hann verði étinn af síkliðunum ef hann fer ekki að taka smá vaxtarkipp.
Ég reyni að gefa honum daglega, þarf venjulega að passa sérstaklega uppá það að hann éti eitthvað.
Skemmtilegur fiskur samt og mjög fallegur... Kemur þó aðallega fram þegar maður gefur mat
Þeir eru frekar léttir í fóðrun, þeir fá bara fiskamat annan hvern dag og svo rækjur og fiskbita 1-2x í viku, annað slagið eitthvað lifandi, humra, gurama eða eitthvað álíka.
Í sumar fór ég nokkrum sinnum niður á bryggju og dorgaði ufsa og lýsu sem ég skar svo í 3-4 bita fyrir þá.