Nýtt búr
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Nýtt búr
Jæja, þá er komið að því að setja búrið upp á nýtt eftir flutninga. Ég velti eitthvað vöngum yfir því að fara í eitthvað annað í plöntur, en eftir að hafa velt fyrir mér öðrum möguleikum þá kom ekkert annað til greina á endanum.
Búrið er 210 lítrar og þetta verður vel plantað community búr, ákvað að prófa þá leið að vera með nokkuð mikið af grjóti, er samt ekki viss með þessa uppsetningu, fer kanski alveg 360 gráður á þessu eftir einhvern tíma.
Var reyndar nokkurn tíma að breyta fram og til baka,
Endaði svo á þessari uppsetningu.
vinstri hliðin
hægri hliðin
Ég ætla svo að skella 3 39W T5 perum og 2 30W T8 perum yfir búrið, verð svo með CO2 á kút og á svo eftir að finna út hvernig planið verðuð með næringuna, en mun nota EI, fyrir þá sem þekkja það.
Hvað fiska varðar, þá var ég að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að prófa að fá mér nokkra rama, microgapheogus ramirezi, heita þeir það ekki?
Verð svo náttúrulega að fá mér svona 4-5 SAE, kanski nokkra Otoa, 2-3 ancistrur og svo hrúgu af einhverri tetrutegund, e.t.v. rummy nose, demanta tetru eða álíka. Hugmyndir og uppástungur vel þegnar. Geri svo ráð fyrir að fá mér 3-4 YoYo bótíur.
Ég ætla svo að reyna að pósta inn með framgangi verksins
Búrið er 210 lítrar og þetta verður vel plantað community búr, ákvað að prófa þá leið að vera með nokkuð mikið af grjóti, er samt ekki viss með þessa uppsetningu, fer kanski alveg 360 gráður á þessu eftir einhvern tíma.
Var reyndar nokkurn tíma að breyta fram og til baka,
Endaði svo á þessari uppsetningu.
vinstri hliðin
hægri hliðin
Ég ætla svo að skella 3 39W T5 perum og 2 30W T8 perum yfir búrið, verð svo með CO2 á kút og á svo eftir að finna út hvernig planið verðuð með næringuna, en mun nota EI, fyrir þá sem þekkja það.
Hvað fiska varðar, þá var ég að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að prófa að fá mér nokkra rama, microgapheogus ramirezi, heita þeir það ekki?
Verð svo náttúrulega að fá mér svona 4-5 SAE, kanski nokkra Otoa, 2-3 ancistrur og svo hrúgu af einhverri tetrutegund, e.t.v. rummy nose, demanta tetru eða álíka. Hugmyndir og uppástungur vel þegnar. Geri svo ráð fyrir að fá mér 3-4 YoYo bótíur.
Ég ætla svo að reyna að pósta inn með framgangi verksins
-
- Posts: 1482
- Joined: 20 May 2007, 01:16
- Location: rvk
Hehe, Vargur, ég var að ganga framhjá búrinu fyrir svona 5 mínútum og færði þennan stein, alveg sammála þér
Annars er ég með Eheim 2206 held ég að númerið sé.
Sandurinn er Flouride red, það eru í honum einhver steinefni og drasl sem hentar vel fyrir plöntur, rándýrt helvíti.
Vonandi að vatnið fari í á næstu dögum, þarf samt að redda nokkrum atriðum fyrst, þarf að tengja öll ljósin, og svo CO2 systemið við vatnsdæluna og kútinn, nokkur handavinna í kring um það, þetta ætti samt að fara að smella í vikunni.
Annars er ég með Eheim 2206 held ég að númerið sé.
Sandurinn er Flouride red, það eru í honum einhver steinefni og drasl sem hentar vel fyrir plöntur, rándýrt helvíti.
Vonandi að vatnið fari í á næstu dögum, þarf samt að redda nokkrum atriðum fyrst, þarf að tengja öll ljósin, og svo CO2 systemið við vatnsdæluna og kútinn, nokkur handavinna í kring um það, þetta ætti samt að fara að smella í vikunni.
Lýst vel á þessa uppsetningu , verður gaman að sjá þegar plönturnar verða setta í
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Helv*** vesen, það tefst væntanlega eitthvað að það fari vatn í búrið, ég þarf nýjar slöngur á dæluna 16/22mm og þær eru víst bara ekki til á landinu í augnablikinu.
Ef einhver veit um búð sem á svona slöngur, þá má endilega láta mig vita af því. Annars verður maður víst bara að leita út fyrir landssteinana.
Ef einhver veit um búð sem á svona slöngur, þá má endilega láta mig vita af því. Annars verður maður víst bara að leita út fyrir landssteinana.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Ég er með svona slöngur á mínu 170L búri, það þarf bara að hita þær með heitu vatni úr krananum og síðan bara að Beygja þær og halda þeim í þeirri stellingu sem maður vill hafa þær, þá festast þær í þeirri stöðu þegar þær kólna
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Ekkert mál, bara hita þær mikið alveg þangað til þær verða alveg linar og síðan að halda þeim í þeirri stöðu sem þú vilt hafa þær í, mjög gott að nota einhverja góða uppþvottar hanska eða einhverja sem verja mann við hitanum á slöngunum meðan maður hitar þær
Ég gerði þetta t.d. svona með mitt búr
Ég gerði þetta t.d. svona með mitt búr
- 1. náði mér í 10L fötu (Hægt að nota hvaða fat sem er svo lengi sem slöngurnar passa alveg ofan í það en samt helst með loki)
2. byrjaði á því að fara í bílskúrinn þar sem það er stór vaskur þar með rugl heitu vatni þar byrjaði ég á því að hita slöngurnar þangað til þær urðu virkilega mjúkar
3. síðan setti ég heita vatnið í fötuna og slöngurnar líka og setti lokið á
4. fór með fötuna að búrinu og náði mér í einangraða/fóðraða vinnu hanska
5. opnaði fötuna og tók eina slönguna úr heita vatninu og setti lokið aftur á
6. kom slöngunni fyrir eins og ég vildi hafa hana og stytti eftir þörf, hélt síðan við slönguna (og aðalega þá þar sem hún lagðist saman eins og hún var í pakkningunni) þangað til þetta kólnaði og varð hart aftur
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Jæja, verkefnið heldur áfram,
ljósaunitið sett upp, gekk snyrtilega frá þessu í þetta skiptið, var allt í hrúgu í skápnum síðast.
Allt logaði
Nennti ekki að þrífa speglana að ofan, en þeir voru orðnir vel skítugir að innan og hafa örugglega ekki gert mikið gagn undir það síðasta í búrinu áður en ég tók það niður.
Svo réðst ég í að ganga frá CO2 unittinu, hér er kúturinn og reactorinn sem verður tengdur við útganginn á dælunni þannig að CO2 leysist upp í vatnið áður en því er skilað í búrið úr hreinsidælunni.
Hér er svo tímarofinn á kolsýruflæðið og loftbóluteljarinn til að fylgjast með flæðinu, sem ætti að verða um 1 - 1,5 loftbóla (kolsýrubóla?) á sekúndu.
Svo var komið að því að fylla búrið, fingur krossaðir í von um að ekkert grjót mundi velta á hliðina.
Ekkert hrundi
vinstri
hægri
Fann svo þessa laumufarþega sem hafa væntanlega smyglað sér ofaní ílátin sem notaði undir sandinn á fiskadraslið var í geymslu þegar ég flutti, vona að kvikyndin hafi ekki smyglað sér inn í þvottahúsið hér, sem ætti að vera rakt og fínt fyrir helvítin.
Hér er svo sönnun á því að Malaysian trumet sniglar eru harðgerð kvikyndi, sá þennan eftir að sandurinn hafi verið í geymslu í um 3 mánuði án nokkurs vatns, bara raka, og ég hafði skolað allan sandinn með ísköldu vatni, annars er mér nokkuð sama, þeir gera svosem sitt gagn og ég ætla hvort sem er að fá mér 3-4 YoYo botíur.
Svo er bara að fara að spýta í lófana og tengja dæluna með þessum rándýru slöngum, 600 kall fyrir 1 meter af plastslöngu...... detti nú af mér allar.....
ljósaunitið sett upp, gekk snyrtilega frá þessu í þetta skiptið, var allt í hrúgu í skápnum síðast.
Allt logaði
Nennti ekki að þrífa speglana að ofan, en þeir voru orðnir vel skítugir að innan og hafa örugglega ekki gert mikið gagn undir það síðasta í búrinu áður en ég tók það niður.
Svo réðst ég í að ganga frá CO2 unittinu, hér er kúturinn og reactorinn sem verður tengdur við útganginn á dælunni þannig að CO2 leysist upp í vatnið áður en því er skilað í búrið úr hreinsidælunni.
Hér er svo tímarofinn á kolsýruflæðið og loftbóluteljarinn til að fylgjast með flæðinu, sem ætti að verða um 1 - 1,5 loftbóla (kolsýrubóla?) á sekúndu.
Svo var komið að því að fylla búrið, fingur krossaðir í von um að ekkert grjót mundi velta á hliðina.
Ekkert hrundi
vinstri
hægri
Fann svo þessa laumufarþega sem hafa væntanlega smyglað sér ofaní ílátin sem notaði undir sandinn á fiskadraslið var í geymslu þegar ég flutti, vona að kvikyndin hafi ekki smyglað sér inn í þvottahúsið hér, sem ætti að vera rakt og fínt fyrir helvítin.
Hér er svo sönnun á því að Malaysian trumet sniglar eru harðgerð kvikyndi, sá þennan eftir að sandurinn hafi verið í geymslu í um 3 mánuði án nokkurs vatns, bara raka, og ég hafði skolað allan sandinn með ísköldu vatni, annars er mér nokkuð sama, þeir gera svosem sitt gagn og ég ætla hvort sem er að fá mér 3-4 YoYo botíur.
Svo er bara að fara að spýta í lófana og tengja dæluna með þessum rándýru slöngum, 600 kall fyrir 1 meter af plastslöngu...... detti nú af mér allar.....
Jæja, þá er loks komið eitthvað líf í búrið, skellti mér í fiskabur.is í dag og fékk mér 7 demantatetrur til að starta búrinu og tók nokkrar vesælar plöntur með í leiðinni.
Alternanthera rubra
Ludwigia repens
Óþekkt planta sem ég er ekki einu sinni viss um að sé á lífi, fékk hana gratís og svo er bara að sjá hvort hún taki við sér.
Hydrocotyle leucocephala
Demantatetrurnar eru þarna hægra megin, sjást þó varla. Eru hvort sem er ekki mikið fyrir augað rétt eftir flutninga, næ vonandi betri myndum af þeim í nánustu framtíð.
Svo er á döfunni að fá í búrið 16 rummy nose tetrur, jafnvel fleiri, 4 SAE, 3 YoYo botíur og kanski nokkra demanta í viðbót.
Svo er að sjá til hverju maður getur sankað að sér að plöntum. Þeir sem gætu séð af afleggjurum mega gjarnan bjóða sig fram, ég skal glaður launa greiðann þegar það er komin einhver spretta í búrið hjá mér.
Alternanthera rubra
Ludwigia repens
Óþekkt planta sem ég er ekki einu sinni viss um að sé á lífi, fékk hana gratís og svo er bara að sjá hvort hún taki við sér.
Hydrocotyle leucocephala
Demantatetrurnar eru þarna hægra megin, sjást þó varla. Eru hvort sem er ekki mikið fyrir augað rétt eftir flutninga, næ vonandi betri myndum af þeim í nánustu framtíð.
Svo er á döfunni að fá í búrið 16 rummy nose tetrur, jafnvel fleiri, 4 SAE, 3 YoYo botíur og kanski nokkra demanta í viðbót.
Svo er að sjá til hverju maður getur sankað að sér að plöntum. Þeir sem gætu séð af afleggjurum mega gjarnan bjóða sig fram, ég skal glaður launa greiðann þegar það er komin einhver spretta í búrið hjá mér.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Takk fyrir það Andri, viltu ekki sjá hvort að plantan taki við sér hjá þér? Ég gæti e.t.v. fengið að bjalla á þig þegar ég á næst leið í Hfj, og fengið bara afleggjara, get þá látið þig hafa afleggjara af einhverjum af þessum plöntum sem ég er kominn með í staðinn. Eða ert þú e.t.v. ekki með svo gróðurvæna fiska?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
neinei hún fær alveg að vera í búrinu en mér fannst hún ekki passa vel inní hjá mér, ég var kannski bara líka orðinn pirraður þarna um daginn þegar ég tók hana úr búrinu því walking catfish var að róta öllu upp.
Ég er með gróðurvæna fiska, ég er bara ekki alveg búinn að ákveða hvort ég fari að þyngja niður plönturnar með einhverju móti eða bara hreinlega losa mig við kattfiskinn. Hann er orðinn svo sterkur að hann nær að róta öllu til.
Ég er með gróðurvæna fiska, ég er bara ekki alveg búinn að ákveða hvort ég fari að þyngja niður plönturnar með einhverju móti eða bara hreinlega losa mig við kattfiskinn. Hann er orðinn svo sterkur að hann nær að róta öllu til.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: