Virkar þetta?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Virkar þetta?

Post by Ísarr »

Ég er að fara að rækta gúbba og er að hugsa um að reyna að rækta Yellow Snake Skinn afbrigði en mundi það virka að reyna að blanda Yellow Snake Skinn karli sem ég fann í gæludýrabúð með venjulegri gulri kvk. gúbba? Ef ekki á einhver til trío handa mér? Eða komið með dæmi um öðruvísi trío sem þið eruð til í að selja mér? :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú fengir líklega eitthvað af snakeskin gúbbum.... Fer samt eftir dominant genum og fleiru sem ég hef ekki reiðu á.

Gætir líklega komið upp ágætum snakeskin stofni með fallegum karli til að byrja með og góðu vali á afkvæmum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hreinsaðu kerlinguna bara í 2-3 mánuði áður en karlinn fær hana og veldu svo bestu kerlingarnar undan þeim til áframhaldandi undaneldis með karlinum, þetta gæti tekið smá tíma en ætti alveg að ganga.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

ég reyna það 8)
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

En eir einhver að rækta einhverjar gúbbí-línur sem hann er til í að selja mér? :P
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Humm.. hvernig væri það ef ég reyndi að
rækta eina línu?
Hvað mörg búr er gott að hafa og hversu stór þurfa þau að vera?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fjöldin á búrunum fer eftir því hversu metnaðargjarn þú ætlar að vera, ég segi að lágmarki 3 búr, eitt fyrir karlinn og undaneldiskerlingarnar og tvö búr fyrir sitthvort kynið af seiðunum. Svo er auðvitað betra að setja ekki yngri seiði með þeim eldri þannig að fleiri búr eru kostur.

Sjálfur geri ég þetta nokkurn vegin svona, er með karlinn og bestu kerlurnar í 60 lítra búri og síðan yngstu seiðin í 100 lítra búri og ungfiskana í sitthvoru 130 lítra búrinu. Það má auðvitað vel komast af með minni búr en þó myndi ég telja að ekki sé vænlegt að vera með minni búr en 40 lítra.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

iceguppy.tripod.com
Post Reply