Sull frammundan
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Sull frammundan
Jæja ég er svona að undirbúa mig undir að koma níu dælunni fyrir og ætla að láta hana keira svona sólahring eða svo síðan er meininginn að taka 1140 l búrið í smá klössun og hugmyndin er sú að tæma það algerlega bæði af fiskum sem og gróðri og jafnvel möl og koma fyrir mó eða mold undir sandinum þar sem plönturnar mínar eru ekki að þrífast, ég ætla að nota tækifærið og keira salt kúr á diskusana mína svona þeim til gleði og ánægju ef um einhver sníkjudýr væri að ræða í þeim og þeir hafa bara gott af svona hreinsun, ég er búin að tæma 2 búr í rekkanum (samtals 400 l) fyrir fiskana annað fyrir diskusana og hitt fyrir hina fiskana sem ekki þola eins mikið salt.
Re: Sull frammundan
Er ekki hætta á því að moldin blæði upp úr mölinni/sandinum og liti vatnið?Svavar wrote:Jæja ég er svona að undirbúa mig undir að koma níu dælunni fyrir og ætla að láta hana keira svona sólahring eða svo síðan er meininginn að taka 1140 l búrið í smá klössun og hugmyndin er sú að tæma það algerlega bæði af fiskum sem og gróðri og jafnvel möl og koma fyrir mó eða mold undir sandinum þar sem plönturnar mínar eru ekki að þrífast, ég ætla að nota tækifærið og keira salt kúr á diskusana mína svona þeim til gleði og ánægju ef um einhver sníkjudýr væri að ræða í þeim og þeir hafa bara gott af svona hreinsun, ég er búin að tæma 2 búr í rekkanum (samtals 400 l) fyrir fiskana annað fyrir diskusana og hitt fyrir hina fiskana sem ekki þola eins mikið salt.
Nei það er ekki mín reynsla, kanski svona fyrstu vikuna er búrið pínu skíað en samt á að vera hægt að gera þetta án vandræða. Likilinn af því að þetta gangi vel er að tæma búrið vel og nær þurka það upp setja síðan moldina eða mólagið sem er þunt kanski 0,5 -1 cm og setja svo pínu vatn og mynda svona einskonar drullu köku bara ekki of þunna svona leir í rauninni. síðan er sandurinn settur yfir og vatnið varlega í búrið dælt í skál eða fötu og látið flæða þannig í búrið, það verður fyrst bras ef maður seinna meir ætlað að færa plöntur þá er hætta á drullu sprenigingu en þá er betra að lifta plöntunni aðeins upp úr saninum og einfaldlega klippa hana lausa úr mölinni. þetta hefur sína kosti og ókosti eins og flest ekki satt
Ég er að keira á um 28°C það hefur vissulega áhrif en þetta er þriðja búrið sem ég er með diskusa í og þetta hitastig en fyrsta sem ekki er með neinni mold í botninum og í hinum búrunum var ég einfaldlega í vandræðum því þau sukku í gróðri en þær einfaldlega þrífast ekki í þessu búri. það er ástæðan fyrir því að mig lagnar að prufa að fara í þetta sull þar að segja ef lægir um helgina og það verður veður til að fara og ná í mold ég nenni því varla í þessu roki.
Mór varð fyrir valinu í botninn, það var hafist handa í gær við að ná fiskum uppúr, diskusarnir voru einfalt mál og eru nú á saltkúr svona til að nota ferðina, ég tæmdi svo búrið og kom ullunni fyrir undir sandinum með því að moka saninum í annan enda búrsins og koma mónum fyir og moka svo öllu í þann helminginn og síðan að gera eins hinsmegins. það var svo plantað upp á nítt og búrið hefur svo verið keirt fiskalaust í nótt og verður í dag en í kvöld reykna ég með að sleppa einhverjum fiskum í það þó ekki diskusunum þar sem ég klára kúrinn á þeim og þeir fara ekki í búrið fyrr en í næstu viku. Ég er svo að fá karinála torfu í búrið ef ekkert klikkar á sunnudaginn svona til að punta uppá fiskaflóruna í búrinu.
Það sem er að fiskum í búrinu eða verður það eru mínar 8 bodiru eða 4 stórar trúða bodiur og svo 4 tígris bodiur, ég sleppti svo 10 brúskum úr ræktinni minni sem eru svona hálf vaxnir í búrið og svo fékk ég karidilála tetrur í gær og svona til að geta kallað þetta torfu þá fékk ég 100 stk. og demit það tekur sig flott út, síðan fara diskusarnir mínir í búrið eftir svona viku tíma og þá fer að verða komin tími á að reyna að taka einhverjar myndir af ruglinu, ég fékk svo Agassi par í gær og Cacado dverg síkliður sem eru í sótthví hjá mér og spurning um fiðrilda síkliður sem ég líka á. ég er svona að færa mig yfir í dverg síkliður sem svona meðfiska með diskusunum sem henta vel. Við Jónbi eða réttara sagt Jónbi er svo búin að pípa að vatnskipti búnaðinum mínum uppí skúr fyrir ræktina, en ég lofta (sprengi upp með loftara kubbum) allt vatn sem kémur í ræktina mína uppí skúr og nota svo fallið niður á neðri hæðina til að láta vatnið renna til mín, við loftarann er svo varmaskiptir þannig að ég nota eingöngu kaldavatnið en fæ það 28°C niður til mín. þetta geri ég til að losna við heitavatnið sem hefur pH 9,3 hérna í skagafirði og er full hátt fyrir diskusana mína, en kaldavatnið er á milli 7,1-7,3 sem hentar mér betur og þá er líka kostur að fá vatnið uppsprengt en það þíðir að ég get skipt út öllu vatni án þess að fá þessar leiðindar loftbólur út um allt búr sem er ekki bara súrefni eins og margir halda heldur allur andskotin sem kalla má loft tegundir, bæði góðar og slæmar.
Last edited by Svavar on 02 Oct 2007, 05:11, edited 1 time in total.
Já við erum nær dauða en lífi af niðurgangi af kaffidrikkju, ég vona svo að kardinálarnir hafi lent sæmilega hjá mér það verður spennandi að sjá þá í dag en þeir eru frekar smáir og ég er feigin því að diskusarnir eru ekki í búrinu með þeim því þá hefðu þeirr sennilega verið í kvöldmatinn. Ég reyni að manna mig í að taka einhverjar myndir af þessu í kvöld.
Annars er eitthvað gallerí á þessu spjalli ?
Annars er eitthvað gallerí á þessu spjalli ?
Það er því miður ekkert gallerí en það er hægt að vista á http://www.fishfiles.net fyrir þetta spjall.
Já við erum nær dauða en lífi af niðurgangi af kaffidrikkju
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ég er alveg himinlifandi yfir dælunni hún nær að snúa þessum vatnsmagni með léttum leik og ég tók niður powerhed sem ég hafði annars notað með hinum dælunum, Önnur Marathon 1500 dælan mín sem var við búrið er enþá með og sér um að dæla í gegnum UW ljósið hjá mér. Gróðurinn á svo vonandi eftir að þrífast betur eftir að mórinn kom undir sandinn ég kém með fleirri myndir af því sulli síðar í dag eða á morgun og eins nokkrar myndir úr ræktinni.
Flott búrið hjá þér gamli og diskusarnir dásamlegir.
Mér brá nú aðeins þegar ég las:
Mér brá nú aðeins þegar ég las:
Datt fyrst í hug líkamsrækt og fannst það freka óskilt fiskunum en svo kveiknaði á fattaranum í mérSvavar wrote: og eins nokkrar myndir úr ræktinni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Vaaaaaahhh??!!!
ÓmæGod!
Gvöðmundur minn hvað þetta er GLÆSILEGT!!
Ég fæ hreinlega gæsahúð af hrifningu..
Svavar: ok, þér hefur tekist að sannfæra mig - Discus eru hreinlega fallegustu, glæsilegustu, virðulegustu fiskar sem hægt er að hafa!!
Ekki hvarflaði að mér að búrið þitt væri svona glæsilegt - og íbúarnir!!
TAKK fyrir að sýna okkur - enn og aftur GLÆSILEGT hjá þér
ÓmæGod!
Gvöðmundur minn hvað þetta er GLÆSILEGT!!
Ég fæ hreinlega gæsahúð af hrifningu..
Svavar: ok, þér hefur tekist að sannfæra mig - Discus eru hreinlega fallegustu, glæsilegustu, virðulegustu fiskar sem hægt er að hafa!!
Ekki hvarflaði að mér að búrið þitt væri svona glæsilegt - og íbúarnir!!
TAKK fyrir að sýna okkur - enn og aftur GLÆSILEGT hjá þér
Leifi 2 gömlum myndum að fljóta með sem eru fyrir breitingar bæði af 1140 l búrinu og eins af ræktinni en þar hefur margt breist.
Það er sér í lagi litli (járn rekkinn) sem hefur breist hann er komin með önnur smá búr eða 10 stk 20 l búrum og allt komið á sumpinn (þetta hvíta neðst) þannig að nú skipti ég út vatni í 20 búrum samtímis sem sparar heil mikla vinnu. myndir síðar af því.
Það er sér í lagi litli (járn rekkinn) sem hefur breist hann er komin með önnur smá búr eða 10 stk 20 l búrum og allt komið á sumpinn (þetta hvíta neðst) þannig að nú skipti ég út vatni í 20 búrum samtímis sem sparar heil mikla vinnu. myndir síðar af því.