Var að setja upp búr , hef ekki skolað sandinn nógu vel, smá drulla úr honum skýjar búrið, eins er rótin að lita hressilega. Þýðir þetta bara að það þarf að skipta um vatn aftur og aftur og aftur og aftur.... og róta nóg í sandinum?
Hvenær er kominn tími fyrir ancistru í búrið? Eftir mánuð eða bara strax?
Allur venjulegur gróður á að þola salt en ég veit ekki með eplasnigilinn, þekki þær skepnur lítið.
Ég hef lent í því oftar en einu sinni að skola mölina ekki nógu vel og í þeim tilfellum tók ég allt upp og skolaði aftur VEL. Nennti ekki að vera sífellt að skipta um vatn. Ræturnar lita alltaf vatnið, mismikið þó eftir því hvernig rót þetta er.
mæli ekki með því að nota salt með plöntum. Sumar plöntur þola vissulega smá salt, en það virðast flestir plöntunördar sammála um að salt sé ekki af hinu góða fyrir plöntur, það væri þó helst fyrir afrískar plöntur og vatnaplöntur. En flestar plöntur koma úr lygnum ám í S-Ameríku og Asíu þar sem vatnið er nánast alveg laust við seltu, slíkar plöntur koma ekki vel út úr söltun.
Ja, ég var bara að spá hvort það borgi sig að salta þegar ég set nýju fiskana útí, búrið fór upp í gær en ég tók slatta af vatni úr búrinu og kreisti vel úr svampinum í dælunni í nýja búrið svona til að koma flórunni af stað - og svo núna svamla 2 gullfiskar og 1 skali í búrinu.
Planið er að setja nýja fiska nk mánudag (er að fara í útilegu um helgina), þá verður búrið búið að keyra í viku með gullfiskunum í.
En til að reyna að hindra hvítblettaveiki þá var ég að spá í að salta líka... Saltið færi svo bara með hefðbundum vantsskiptum.
Inga Þóran wrote:sniglarnir þola ekki saltið vel..
Já, mig minnti að ég hafði heyrt það einhversstaðar. þannig að ef ég þarf að salta búr krakkanna þá þarf snigillinn að fara í annað búr á meðan. Vildi bara vera viss, því ekki vil ég drepa Ella eplasnigil með söltun