Sull frammundan

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei er ekki mikið sog hljóð í þessu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Þetta er eins og að sjá inn í fiskabúð :!:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já vantar ekki einmitt svoleiðis hér á norðurlandinu? :roll:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott hjá þér Svavar og snyrtilegt.
Hrifnust er ég af stofustássinu.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já það hlítur að vera gaman að hafa svona mörg búr heima hjá sér :P
hver eru málin á stóra búrinu ?
-Andri
695-4495

Image
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

squinchy það er nú eitthað sötur og alla vegana sull hljóð þarna í gangi en ég reyknaði nú aldrey með að þetta yrði hljóðlátt með 20 búr á hringrás í þessu herbergi ásamt hinum 8 eða 9 sem ekki eru á kervinu og eru flest á loftdælum. en mér þvottavélinni og fínkunum þykir þetta bara notalegt :P Svo segir konan að ég sé hálf heyrnalaus, hver lendir ekki í því ??? :pot:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei :) en hefur þú prufað Stand pipe á yfirfallið ?, hef heyrt margt gott um það og það er alveg hljóðlaust :), spurning hvort það sé pláss fyrir pípuna bakvið glerið

Image, síðan er sett lítið gat ofan á tappan sem er ofan á T-inu

Síðan er líka oft henntugt að vera "Heyrnalaus" þegar það henntar manni hehehe ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ég nota ekki óskilda útfærslu í stærri búrunum, en það er einskonar teleskope. þá eru rörin tvö, það mjórra sem festist í botninn er borað efst og svo kémur annað sverara utanum sem er haugborað með smáum götum efst og þá sogast drullan inn að neðan og upp í gegnum leggin og þá er sullhljóðið ekki svo mikið
hinsvegar er stofninn þar sem returinn er, opinn að ofan til að kérfið nái að soga eins mikið loft með sér niður stofninn eins og hægt er þannig byrjar sprenginginn á vatninu strax. ég hef reyndar ekki komið loftara fyrir á sumpinum og er svona að reyna að losna við það, þar sem háfaðinn af honum yrði töluverður.

Litlu búrin eru svo smá að það kémst ekki nein rör þar fyrir, þetta eru gömul ræktunarbúr úr Dropa í hafið og þar er eingöngu lítil slanga sem er kíttuð í gar í botninum, hinsverar er renslið svo lítið í svona smá búr að það er ekki neinn hávaði sem pirrar frá þessu, mesti hávaðinn er sennilega frá vatninu sem er að´koma í búrin en ég læt bununa koma aðeins ofan við yfirborðið svona til að berja pínu loft niður með vatninu.

En eins og ég sagði þá er þetta í sér herbergi ásamt þvottavélinni þannig að það má heyrast í þessu þarna, eins eru dælurnar fyrir 1140 l búrið líka í þessu herbergi þannig að það heyrist því sem næst ekkert í því búri í dagstofuni minni, sem er hinumegin við vegginn við fiskaherbergið, ég var svo heppin að það liggja klóaklagnir í veggnum og þegar að ég klæddi veggin hinumegin gerði ég ráð fyrir götum fyrir lagnirnar í gegnum veggin, þannig losna ég við allt vatnssull í dagstofunni og get þjónustað dælurnar hinumegin þar sem er steingólf með niðurfalli og alles.

Púff þetta er nú að verða meiri lesninginn :oops: ég reyni að taka myndir til útskíringar.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Þetta er undir búrinu og í gegnum vegginn.

Image

Þarna sést það líka mér þykir þessi mynd alltaf góð :P
Image

Þetta er svo hinumegin við veggin í fiskaherberginu, þarna erum við Jónbi að ganga frá lögnunum að dælunum fyrir búrið .
Image
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta lýst mér á :D, frábærlega sett upp :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef sagt það áður og segi enn, "getur maður ekki fengið Jónba lánaðan í stórframkvæmdir ?"
Var ekki eitthvað í deiglunni um daginn að klóna karlinn, er ekkert að fara að koma út úr því ? :D
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Andri Pogo wrote:já það hlítur að vera gaman að hafa svona mörg búr heima hjá sér :P
hver eru málin á stóra búrinu ?
æí nú man ég ekki alveg akúrat tölur en ef mig mynnir rétt þá er búrið
ca 208 * 79 * 70 á hæð. það var alla vega heljarinnar bras að koma því inn á sínum tíma, og lán að hurðakarmurinn í herbergið var ekki kominn.

En ég sá nú á þessum þræði að einhver okkar var að koma búri uppí blokk með vöruliftu. það toppa ég ekki. en við skárum niður handrið og rifum niður hurð og svoleiðis annað ekki.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply