Árás

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Árás

Post by helgihs »

Jæja, þannig er það að ég er með tjörn í garðinum hjá mér og var með 8 koiur í henni. þeir eru svona um 10-20cm stórir. þegar ég kom heim var mér sagt að það gæti verið að fiskunum hafi verið stolið eða eitthvað. Og í dag (milli 4 og 6) komu einhverjir krakkaandskotar og voru eitthvað að fikta í fiskunum. Ég sá í fyrstu aðeins 1 fisk og svo núna sé ég bara 5 (það eru steinar í tjörninni og byrjað að myrkra úti) þannig að það gæti verið að það vannti 3. Hvað á ég að gera ef einhver þeirra drepst( einn er frekar veiklulegur)eða það vantar 3? hringja á lögregluna eða hvað?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ef þú nærð krökkunum vera að fikta í tjörninni já þá hiklaust ná þaim og hringja á lögguna eða þá bara beint í foreldrana og biðja þá um að koma og sækja þá og tala við þá og gera þeim grein fyrir því að þessir fiskar séu að kosta þig peninga og þú kærir þig ekki um að einhverjir krakkar séu að stela þeim
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lögreglar gerir lítið í þessu nema einhver vitni séu sem þekki prakkarana, ef svo er er væntanlega hægt að ganga á foreldrana og fá tjónið bætt.

Getur ekki bara verið að restin af fiskunum sé í felum eftir hamaganginn ?
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

já.. það á bara að kenna þessum krakkaskítum að það eigi ekki að gera svona lagað.. það voru tveir boltar í garðinum og þeir fá þá ekki aftur..
mig grunar að þeir hafi tekið spítu sem var í garðinum og potað í einn fiskinn
fiskarnir eru allir í tjörninni (þeir koma alltaf og narta í puttann á manni þegar maður gefur þeim, en núna földu þeir sig bara) og nágranninn sá einhverja krakka í garðinum
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Maður hefur heyrt hrikalegar sögur af svona krakkavitleysingum sem hafa drepið fiska og gatað tjarnardúka osf. Það þarf að passa að tjarnir séu ekki auðsjáanlegar úr nærliggjandi görðum og leiksvæðum.
Kannski er bara málið að fá sér krókódíl. :evil:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er reyndar rétt með lögguna, það eina sem hún kann er að gefa sekt fyrir hrað akstur :lol:, Kúbein hefur verið að gera sig ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Sorry Helgi - ég veit af eigin raun hvernig þér líður ... "been there - done that".

Það eina sem þú getur gert er að setja háa girðingu í kringum garðinn þinn, girðingu sem ekki er hægt að sjá í gegnum.
-ég lenti í þessu þar sem ég bjó áður, "blessuð börnin" óðu inn í garð þegar ég var ekki heima og henti garðbekknum ofan í tjörnina .. og já, það kom gat á dúkinn.

Börnum er ekki kennd sama virðing og okkur var kennd hérna í den (ég er sjálf 207 ára held ég :roll: )

-þegar ég segi við börn að það sé ókurteisi og ekki leyfilegt að fara inn á einkalóð - þá hreinlega góna þau á mig og vita ekki hvað ég er að tala um, greyin verða að fletta upp orðinu "einkalóð" í orðabók .. því svo mikið er víst að foreldrar (flestir) leggja ekki áherslu á að kenna þeim hvers vegna þau geta ekki farið inn í garðinn þinn.

Há girðing er eina lausnin - ef þau sjá ekki inn, þá hafa þau ekki áhuga.

Svo er annað - ég athugaði með mína ábyrgð í sambandi við garðtjörn áður en ég gerði mína ... það eru einfaldlega ekki til reglugerðir um tjarnir í görðum, bara heita potta og sundlaugar.

EN það er á þína og mína ábyrgð ef slys verður í tjörninni, barn drukknar eða þess háttar.


Þannig að það er best að halda gríslingunum fyrir utan girðingu ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hundleiðinlegt svona vesen.. En fylgir þessu víst.. maður verður að gera ráð fyrir svona rugli.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

djöfull held ég að ég færi bara í fangelsi eða eitthvað ef svona mindi gerast fyrir mig!..

á ekki gott með að stjórna skapi þegar eitthva er gert á minn hlut!.. :roll: :oops:
Post Reply