Froskar og fiskar?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Froskar og fiskar?

Post by Mr. Skúli »

Geta litlir albínó froskar og fiskar verið saman?..
Mér langar nefnilega svo að hafa mikla fjölbreytni í búrinu mínu þegar ég verð búinn að stækka það.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það gengur yfirleitt ekki til lengdar, froskurinn étur fiska sem komast upp í hann og margir fiska narta í froska þannig það vantar alltaf á þá tær og lappir.
Froskinn er hinsvegar hægt að hafa í sér búri og það þarf ekki að vera merkilegt þar sem þeir gera litlar kröfur.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég var einu sinni með froska í búri með Pictusum og þeim var kálað. Gott ef Tígrisbarbarnir voru einnig að gera þeim lífið leitt.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hvað varstu með stórann pictus?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Mr. Skúli wrote:hvað varstu með stórann pictus?
nei. þeir voru í yngri kantinum. það eru grimmir fiskar. eða m.ö.o. þeir láta engan þvælast fyrir sér.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég er með einn 10 - 12 cm sem er alveg vitlaus hjá mér!.. var að fá mér rauðugga hákarl og ef hann fer of nálæegt þá bara hjólar pictusinn í hann!..
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Mr. Skúli wrote:ég er með einn 10 - 12 cm sem er alveg vitlaus hjá mér!.. var að fá mér rauðugga hákarl og ef hann fer of nálæegt þá bara hjólar pictusinn í hann!..
Froskurinn verður Pictusafóður félagi.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hehe okey.. :)

en í sambandi við skordýr sem fóður, ef ég gef þeim ánamaðk, hvernig gef ég hann og hvaða skordýr eru góð í búrin?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Menn skola yfirleitt ánamaðka og búta niður ef þeir eru stórir. Öll önnur skordýr ættu að ganga en ég nenni nú ekki að vera að eltast við einhverjar pöddur til þess að vera að henda þeim ofan í fiskabúrið hjá mér.
Mjölormar ættu að vera ágætir, það er auðvelt að rækta þá sjálfur.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ef ég mindi setja heilann ánamaðk í búrið yrði þá ráðist á hann?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sennilega.
Bara prófa.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ahm:P en eitt enn.. hehe, rækjur? ganga þær í svona búri?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, þú getur alveg sett rækju og það er líka á lagi að setja venjulegan fiskbita, t.d. ýsu eða þorsk. Passa uppá að fiskurinn sé ekki of feitur því það getur megnað búrið og taka svo afganginn úr daginn eftir ef hann verður ekki búinn.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

ánamaðkar eru alveg snilldar fóður,
Ef þú ert með góða loftdælu í búrinu þá lifa þeir í vatninu nánast
þar til þeir verða étnir :D

Hef þó lengst prufað í 3 vikur sjálf svo ef til vill lifa þeir ekki endalaust
en svona ,,in theory" ættu þeir að gera það þar sem þeir anda með húðinni
en ekki lungum né tálknum, þannig að þeir drukkna ekki, ástæða þess að
þeir flýja upp á yfirborð í rigningu er afþví að í rigningu verður moldin frekar
súrenfis snauð og erfitt að anda....

Svo reynirðu bara að velja litla ánamaðka fyrir litla froska,
mér klígjar alla vegna voðalega við að saxa þá eitthvað niður persónulega,
fannst það ekkert spes þegar ég prófaði en eins og Vargur segir þá
er það samt algengasta leiðin :D

Forðastu að gefa eins og Slipslips segir of feitt því það er ekki bara slæmt
fyrir vatnsskilyrðin heldur líka heilsu frosksins, sama á við
nautshjartarmix, mjög algengt er að salamöndrum og froskum sé gefið það
og vaxa þau upp úr öllu valdi af þessu en líftíminn er heldur styttri í staðin,
fer eitthvað ílla í kerfið hjá þeim.

Blah skulda þér kuðunga :P
Sendu mér ps þegar þig er farið að skorta þá :mrgreen:
Image
Post Reply