Óska eftir litlu búri ætlað fyrir salamöndrur (vatna)

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sje
Posts: 2
Joined: 10 Oct 2007, 19:19

Óska eftir litlu búri ætlað fyrir salamöndrur (vatna)

Post by sje »

Ég er að leita mér að mjög litlu búri fyrri Salamöndrur.
Þarf að geta staðið á litlu skrifborði.

Skilst að það þurfi smá landfyllingu fyrir þær þannig að það væri frábært ef eitthvað þess háttar gæti fylgt með.

Erum algjörir byrjendur með gæludýr og salamöndrur urðu fyrir valinu þar sem að fiður og háraofnæmi er á heimilinu.


Kveðja,
Siggi - 663-4321
lydde
Posts: 20
Joined: 11 Oct 2007, 14:05

Post by lydde »

Þú getur keypt úti í dýrabúð lítið plastbúr sem er sérstaklega fyrir svona dýr og það kostar ekki nema 1500-2000 kr. Líka mjög létt og meðfærilegt. Allavega til í dýraríkinu veit ég.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég var með eitt 10L búr fyrir salamöndru sem ég keypti í Tokyo í Hafnarfirði og þau eru undir 1000kr svo eru líka til minni stærðir og kannski stærri :D
sje
Posts: 2
Joined: 10 Oct 2007, 19:19

Post by sje »

Keypti eitt sæmilegt plast búr á um 4.000 kr í búðinni á grensásvegi.

Drengurinn braut það strax á 4ja degi og var þá brunað út í fiskó rétt fyrir 7 og keypt 30L gler búr með dælu, ljósi og fl. á 10.000 kr.

Plast búrið var svo sem ok en það var alltaf soldið gruggugt og dimmt.

Því líkur munur að hafa 30l búrið allt svo tært og fínt og gerðarlegra.
Post Reply