Fiskarnir að étast upp!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sporðlaus
Posts: 4
Joined: 19 Oct 2007, 19:09

Fiskarnir að étast upp!

Post by sporðlaus »

Komið þið sæl,

Ég hef grun um að sporðáta sé að skjóta sér niður í búrinu hjá mér. Ég á formalín en veit ekki hvað ég á að setja mikið í búrið en þetta er 180 lítra búr. Getið þið hjálpað mér???

Kveðja,
Sporðlaus :shock:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Persónulega myndi ég sleppa formalíninu og nota frekar salt. Hvaða fiskar eru í búrinu ?
Sporðátan kemur yfirleitt vegna slæmra skilyrða í búrinu, ertu búinn að komast fyrir orsökina ?
sporðlaus
Posts: 4
Joined: 19 Oct 2007, 19:09

Post by sporðlaus »

Hvað myndi ég setja mikið salt og hvernig kemst ég fyrir þetta???

Þetta kom með fiskum sem að ég var að taka úr tjörninni og inn. Þeir voru með blettaveiki og fékk ég lyf með því en þá fengu þeir bara sporðátu þegar þeir löguðust af blettaveikinni. Þetta er allt í tómu tjóni hjá mér og er ég búin að gromsa allskyns ólyfjan í búrið. Það væri hálf hallærislegt ef gamla góða borðsaltið væri bara lausnin.

kveðja,
sporðlaus :oops:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Spurning um að skipta um hluta af vatninu til að ná lyfjasullinu í burtu og setja svo 100-150 grömm af salti í búrið, passa upp á vatnsgæðin og sýna þolinmæði í nokkra daga.
sporðlaus
Posts: 4
Joined: 19 Oct 2007, 19:09

Post by sporðlaus »

Ég er búin að salta þá með ca 150 gr af salti og skipti um 10% af vatninu. Hvenær myndir þú mæla með því að ég skipti næst og hversu miklu. Hvernig get ég fylgst með gæðum vatnsins???

Ég vona bara að þetta stoppi sem fyrst. Ömurlegt að horfa á greyin svona sporðlaus.

Takk allavega kærlega fyrir hjálpina.

Sporðlaus
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ath, það er víst betra að nota sjávarsalt þar sem að borðsalt er joðbætt, og joð á víst ekki að fara vel í fiska hef ég heyrt.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

venjulega kötlusaltið er ekki með joði :)
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

10% vatnsskipti eru nú engin svakavatnsskipti. :wink:
Best er þegar eitthvað svona vesen er að fóðra fiskana lítið sem ekkert þangað til hlutirnir fara að skána.
Það er hægt að kaupa nitrit og nitrat test í flestum gæludýraverslunum til að fylgjast með vatninu.
Hvað eru margir fiskar í búrinu og hvaða hreinsibúnað ertu með ?
sporðlaus
Posts: 4
Joined: 19 Oct 2007, 19:09

Post by sporðlaus »

Ég er að færa fiskana sem voru í tjörninni hjá mér í fiskabúrið svo að þeir séu ekki úti yfir vetrartímann en það vill frjósa þar sem ég er þá verð ég að koma þeim inn. Þeir hinsvegar komu fiskarnir fársjúkir upp úr tjörninni sem ég er ekki alveg að skilja. Í sumar voru bara 4 gullfiskar í búrinu en núna eru þeir töluvert fleiri og auk þess er ég með 2 stóra koi. Ég hugsa að ef ég ætla að gera þetta af einhverri alvöru þá þurfi ég fljótlega að fjárfesta í stærra búri.

Það er tunnudæla sem hreinsar staðsett fyrir utan búrið.

Annars sé ég ekki betur en þetta með saltið sé að virka því að þessi sem var veikastur er bara nokkuð brattur að sjá og það hefur ekki étist meira upp af honum.

Hvenær ráðleggur þú mér að hafa næstu vatnsskipti og hversu miklu á ég að skipta út?

Ég er búsett langt frá öllum gæludýraverslunum þannig að ég kemst ekki auðveldlega í nitrit og nitrat test dæmi. Ætli sé ekki best að ég fái einhvern til þess að senda mér svoleiðis.

Með kærri kveðju,

Ennþá sporðlaus en þetta er allt í áttina!

:roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef það eru margir og stórir fiskar í búrinu þá myndi ég skipta um ca. 50% af vatninu eftir 4-6 daga og skipta svo um 30-50% vikulega.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Farðu í Fiskó og fáðu lyf sem heitir Medifin að mig minnir, sambland af formalíni og malakít grænu drepur nánast allt, hefur reynst mér vel í gegnum tíðina.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

animal wrote:sambland af formalíni og malakít grænu drepur nánast allt, hefur reynst mér vel í gegnum tíðina.
Áttu þá nokkra fiska eftir :?: :roll:
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ég er pínu sammála bæði Vargi og Animal , þó svo að ég noti reyndar eins og vargur helst bara salt, það sem mig hinsvegar grunar er að það gæti eitthvað verið að bögga tálknin í fiskunum hjá þér´og þá annað hvort costía eða það sem mig frekar gruna að það séu tálknormar, það hefur einmitt valdið því að sporðar fara að étast upp en þá vegna þess að fiskunum vantar súrefnisflæði í blóðið vegna lélegrar upptöku á súrefni, þetta er frekar lúmskur skratti þegar að hann fer á stað, það slæma er að ég er ekki viss.... Það er til líka Sera lif sem er sérstaklega ætlað til að losa okkur við þennan fjanda en ég man ekki hvað það heitir en á það heima og ég get tjekkað á því og komið því hingað inn. það er hinsvegar frekar dírt lif en ef þú ert ekki viss þá er oft saltið best.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Nánast :shock: , einsog ég sagði fiskarnir lifa nú yfirleitt, það þarf að mæla rétt, lítið mál að kála öllu :oops:
Ace Ventura Islandicus
Post Reply