Vatnsgæði og mælingar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Vatnsgæði og mælingar

Post by Atli »

Mig hefur alltaf langað að vita hvort að fólk sé mikið að mæla hjá sér vatnið með svona 'testum' ss. ammonia, nitrit og nitrat o.s.frv. ? Og hversu margir sem eru ekki að mæla hjá sér vatnsgæði, myndu vilja geta gert meira af því?

Ég svara hér með fyrir sjálfan mig; ég mæli ekki hjá mér en væri allveg til í að eiga svona mælistrimla eða einstök test til að fylgjast með búrunum mínum betur!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég mæli yfirleitt ekki nema ég taki eftir því að það sé eitthvað furðulegt að ske í búrinu.

Maður hættir venjulega að þurfa að mæla þegar maður er kominn með góða tilfinningu fyrir því hvernig fiskarnir eiga að haga sér, því fiskarnir láta mann vita undir eins ef það er eitthvað að :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég mæli reglulega ph, kh og gh, til að fylgjast með co2 innihaldi vatnsins, að öðru leyti mæli ég ekki.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég mæli aldrei nema mikill dauði hrjái búrið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mælingar eru fínar til að gefa manni hugmynd um td. hvenær vatnsskipti eru nauðsynleg osf.
Annars er ég alveg hættur að mæla.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Maður þorir ekki annað en að mæla þegar maður er með nýuppsett búr og er að passa að ekkert sé að fara í vitleysu.
Verður þetta svo ekki bara eins og með annað maður fer að hafa tilfinningu fyrir þessu.
Kannski maður fái blauta fingur :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

:ekkert:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ha ha.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég smakka reyndar vatnið stundum ef ég nenni ekki að mæla og þykist geta sagt til um ýmis skilyrði búrsins með því :P
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Blautir fingur, blautir hausar. Menn geta fengið rosalega mikla reynslu af þessu tilraunum með bleytuna. Eftir mikla reynslu verða þetta reynsluboltar :roll:
Post Reply