Hjálp Með Hitara

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Hjálp Með Hitara

Post by einar24 »

hey ég þarfnast hjálpar ég er með juwel 200w hitara í 160 lítra búri þegar ég tek hann upp úr búrinu byrjar hann að hitna og verður sjóðandi en þegar hann er búinn að vera oní í svona 10 mínútur verður hann kaldur búrið vill ekki fara fyrir ofan stofuhita eða eitthvað er einhver með einhverja hugmynd um þetta ??????
Einar24
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er skrýtið. Hvað er hitastigið í búrinu samkvæmt mælinum og hvað er hitarinn stilltur á ?
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Hitari

Post by einar24 »

hann er stilltur á 32 stiga heitt en vill ekki fara ofar en 25 gráður og stofu hitinn er 24 gráður dáldið skrýtið er ég kannski að setja hann of langt oní búrið
Einar24
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Voðalega er stofuhitinn hár hjá þér. Villtu hafa vatnið heitara en 25° ?
Ef hitarinn er 200w og í efstu stöðu en hitar ekki meira en þetta þá er hann sennilega bara ónýtur.
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

ok

Post by einar24 »

ókey takk fyrir en ég er að fara koma í búðinna til þín og kíkja á þennan steina bakgrunn hvað kostar hann hjá þér búrði mitt er 160 lítrar ég vi lhafa marga liti í því svo hvaða fiska mæliru með handa mér vil helst sjá einhver seyði en vil ekki vera bara með eina tegund og endilega koma þá með verðið á fiskunum hjá þér
Einar24
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mættu bara og kíktu á þetta. :wink:
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

ok

Post by einar24 »

ok geri það bara takk
Einar24
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Getu verið að hitarinn skemmist þegar hann er tekinn upp úr búrinu og hafður í sambandi?
Ég er búin að heyra alls kyns sögur varðandi hitara sem springa og skemmast við vatnsskipti (ef þeir eru hafðir í sambó)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ha ha, sambó :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Alveg rétt sem Ásta er að tala um, lenti í þessu þegar ég var með skjaldbökur í 600L búrinu mínu, var að gera vatn skipti og hitarinn á blússandi hitun og ekki ofan í vatninu, síðan heyrði ég bara sjóða á vatninu þegar ég byrjaði að fylla aftur :D, eftir það hætti hitarinn ekki að hita, hann bara hitaði endalaust langt upp fyrir 30°C þannig að ég lagði honum bara

Þannig að í stuttu máli, vatnskipti + hitari í sambó = slæm skita :lol:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

hahaha
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Já svona er þetta. Þið vitið núna að vatnið kælir hitarann og heldur honum langt fyrir neðan suðumark að utanverðu.
Við erum nefnilega með kælivatn í búrunum :D
Post Reply