Datt í hug að skella hérna inn grein sem ég skrifaði einhvertíman fyrir löngu.
Einhverjir hafa kannski séð þetta áður en ég setti þessa grein á eitthvað spjall en man bara ekkert hvaða spjall það var.
Red bellied piranha
Náttúruleg heimkynni: Amasonfljótið og nokkrar þverár þess
Um fiskinn: píranafiskar eru ekki þessar snargeðveiku mannætur eins og sumir virðast halda heldur eru þeir nokkurskonar hreinsidýr Amazon fljótsins sem éta upp hræ og veika fiska. En það er ekki þar með sagt að þeir séu hættulausir því á þurkatímabilinu það er þá sem þeir fara að verða hættulegir þegar þeir lokast kannski nokkur hundruð saman á littlu svæði, og matur er af skornum skamti þá ráðast þeir á allt sem kemur í vatnið einfaldlega bara af hungri. Þeir geta fundið blóðlykt í vatninu langar leiðir og ef þeir finna hana þá eru þeir fljótir á staðinn og rífa særða dýrið (eða hvað það er sem blæðir úr) í sig. Í Amazoninu þá eru þeir í stórum hópum jafnvel nokkur hundruð saman. Pírana fiskar eru rosalega stressaðir og þegar þeir eru í stórum hóp þá eru þeir alltfaf á varðbergi gagnvart þeim sem eru í kringum þá því þeir vita að þeir gætu rifið þá í sig á örskotsstundu
Pírana sem búrfiskur: Margir strákar (og örugglega einhverjar stelpur) hrífast mjög af þessari tegund og langar að fá sér nokkra píranafiska í búr. Svo þeir kannski redda sér einhverju smábúri 60L eða eikkvað og fara svo og kaupa sér nokkra píranafiska, allt gengur ágætlega í smá stund en svo tekur strákurinn eftir að það er einn fiskurinn horfinn, svo er hann voða hissa þegar hann fattar að það er bara einn fiskur eftir. Þessir fiskar geta ekki verið í 60 Lítra búri, þeir þurfa stórt búr til að þrífast vel og geta verið með öðrum af eigin tegund, þannig að ef þú ert að spá í að fá þér píranafiska þá skaltu fá þér að minnstakosti 400 Lítra búr og ekki mikið fleiri en fimm fiska í það. Að vera með 5 fullvaxna píranafiska er æðislegt þeir eru svo flottir og yfirvegaðir eikkvað samt svo mikil dulúð yfir þeim, þeir líta út eins og þeir vilji ekkert frekar en að rífa hendina á þér í sig þegar þú ert að horfa á þá.
Uppsetning búrs: Miðum við að þú hafir keypt þér 500 Lítra búr þá þarftu öfluga dælu sem dælir vatninu ca 3 sinnum í gegnum sig á klst eitt powerhead er gott að hafa með.
Hitara sem heldur vatninu stöðugt í 27° (mér persónulega fannst þeim líða best í 27°)
Mölina skaltu hafa svarta því í ljósri möl verða fiskarnir sjálfir ljósir og þá eru þeir ekki nærri eins flottir
2-3 stórar rætur til að mýkja vatnið eru alveg möst
Nokkrir steinar geta gert gæfumuninn og myndað eins og einn helli eða svo
Nokkrar harðgerðar plöntur geta virkað á þá eins og t.d. valisnera, risavalisnera eða sverðplanta,
flotgróður er líka fínn því pírenunum finnst ekkert varið í að hafa sterkt ljós hjá sér
Kynin: Ómögulegt er að kyngreina þá 100% nema með að sjá þá hrygna, þó er oft miðað við að kellingarnar séu breiðari
Fjölgun: Erfitt er að fá pírana til að hrygna í heimahúsum en til þess þarftu að hafa 6-8 fullvaxna fiska og 6-700 lítra búr, best er að fóðra þá vel á lifandi og próteinríku fæði og vera duglegur að skipta um vatn ört til að líkja við regntímabilið á amazonsvæðinu sem er náttúrulegi hrygningartíminn. Ef heppnin er með þér og þú færð hrygnandi par þá grafa þau sér holu í sandinn og hrygna í hana, eftir hrygningu rekur kallinn kellinguna í burtu og ver sjálfur eggin, þá ber að varast að koma nálægt kallinum. Best er að taka seyðin og setja í sér búr og fóðra á artemíu og öðrum próteinríkum mat.
Búrstærð: 500l
Hitastig: 27°C
Sýrustig (pH): 6-7
Harka (gH): 10
Fóður: Lifandi fóður, fóðurtöflur
Vona að ég hafi ekki gleymt neinu ég skrifaði þetta allt bara eftir höfðinu
Pírana
Moderators: Vargur, Andri Pogo