Vantar hjálp :(

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Vantar hjálp :(

Post by Kristel »

Við erum með afrískar síklíður í 165l búri. Í fyrradag dóu 3 fiskar hjá okkur (allir af sömu tegund) úr einhverju sem við vitum ekki hvað er!
Þetta er eins og sveppa eða bakteríusýking. Við söltuðum vatnið og hækkuðum hitann í 27 gráður til að reyna að bjarga hinum. Svo í dag og gær tökum við eftir að næsta tegund sem eru einnig 3 stk af er komin með þetta líka :( Það er eins og hreistrið sé að detta af þeim! Byrjar sem gegnsæ slikja einhvers staðar á búknum og svo er það byrjað að detta af. Einn er sérstaklega slæmur.

Restin er ekki með þetta, en er ekki bara spurning hvenær þeir fá þetta? :( Skrítið líka að þetta leggst á eina tegund í einu.
Við fóðrum nú ekki of mikið og höfum verið að passa það vel seinustu daga. Það er ekki langt síðan við höfðum góð vatnaskipti 40-50%.

Hvað gæti þetta verið og hvað getum við gert?

Takk fyrir að lesa

kv. Kristel
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hljómar eins og costia en hún leggst reyndar sjaldan á Malawi sikliður.

http://www.acuaristas.cl/album_pic.php?pic_id=2274

Salt og hár hiti (28-30°) ætti að drepa þetta niður, lyf eru einnig fáanleg.
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Post by Kristel »

Ég set hér inn nokkrar myndir, afsaka gæðin.

Image


Image

Image

Þetta er sá sem er verst farinn núna. Við hækkuðum hitastigið þegar
fyrstu veiktust og söltuðum en honum versnaði. Þarna er hreistrið dottið af.

Og við erum farin að sjá þessa slikju á tveim öðrum af sömu tegund.

Ætti ég að skipta um vatn líka eða sjá bara hvað skeður?

Hitastigið er 28 gráður og búið að vera það í nokkra daga.
Hvaða lyf er þetta sem við gætum þá prufað?

takktakk
kv. Kristel
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti eru sennilega kostur.
Ég veit ekki með lyfin, þetta virðist ekki vera costía.
Hvað fór mikið salt í búrið ?
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Post by Kristel »

Það var um 120gr. Við settum það 2-3 dögum áður en fyrstu dóu og svo settum við aftur í gær þegar við sáum að þessi var orðin slappur. Líka um 120gr. (ofsöltun?) Þannig það virðist allavega ekki ennþá hafa áhrif :(

Ættum við kannski þá að skipta um vatn núna? Hversu mikið þá?
Og salta svo aftur eftir það? :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta saltmagn hljómar ágætlega. Ef þetta er ekkert að lagast þá er spurning um að skipta út hluta af vatninu og salta aftur.
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Post by Kristel »

Ok við sjáum hvernig hann verður á morgun og hinir. Ef það er búið að versna þá prufum við að skipta um vatn og salta svo.

Vonum bara að þeir fari ekki allir :(

Við sáum mikið eftir einum sem dó, hann var stærstur og flottastur :cry:

takk fyrir aðstoðina!
Post Reply