Discus - LOKSINS :)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Discus - LOKSINS :)

Post by Kristín F. »

Hef undanfarna 5 daga unnið að því að lækka sýrustigið í búrinu og gera það klárt fyrir Eðal Fiskana fínu.

Það hefur verið draumurinn hjá mér í mörg ár að halda Discus í fallegu búri - nú hefur draunurinn loksins ræst hjá mér!
-þökk sé Guðmundi Discus-ræktanda þá eru nú komnir 8 gullfallegir Blue Diamond í Juwel hornið ;) (TAKK Guðmundur!)

Síkliðurnar hafa það fínt í 80 Lítra búri og bíða þess að verða sóttar af Malawi aðdáanda - kannski þú?? :)
Tók þær úr búrinu á mánudaginn og skipti um sand, tók skeljasandinn því að hann hækkar víst sýrustigið (PH) og setti "perlumöl" frá Björgun í staðinn .. þurfti að skola mölina mjög vel áður en ég gat sett hana í búrið.

Hef síðan skipt um vatn 3svar og sett upphitað kalt vatn í staðinn, og ph hefur lækkað í u.þ.b. 7, ætla að lækka það niður í 6.5 smám saman, en vil ekki skipta of ört í búrinu núna til að tapa ekki bakteríu flórunni í dælunum.
Fyrir vatnaskipti hef ég 70 lítra ílát sem ég fylli með köldu vatni og læt standa þar til næstu vatnaskipti eiga sér stað.
-70 lítrar eru ca. 25-30% af vatninu í búrinu (350 lítrar mínus grjót, möl, rætur osfrv..) og mun ég skipta 2svar í viku um þessa 70 lítra.
-hef hitara og litla dælu í "vatnsforðabúrinu" til að hita það í 28°C og losna við "lofttegundirnar" áður en vatnið fer í fiskabúrið ..
..endilega segið mér ef ég er að gera þetta rétt EÐA ef betur má fara!! (ALLAR ábendingar & ráðleggingar VEL þegnar!!)

Fiskarnir voru eðlilega mjög hlédrægir í gærkvöldi og átti ég von á því að þeir væru í felum í dag líka - en nú eru þeir að skoða búrið og hafa tekið mat nú þegar! Jahérna, greinilega mjög ánægðir með nýju vistarverurnar.

Búrið er semsagt Juwel Trigon 350 lítra.
Dælurnar eru tvær, innbyggða dælan 1000 lítra og síðan Eheim Wet & Dry tunnudæla (TAKK Ásta :) )

Hér eru myndir sem ég tók í gærkvöldi - afsakið myndgæðin :roll:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Heildarmynd af búrinu kemur seinna :)

P.S. WHISH ME LUCK!!
Last edited by Kristín F. on 27 Oct 2007, 17:33, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vá hvað ég get ímyndað mér að þú sért spennt núna :D

Þessir fiskar geisla af heilbrigði, til hamingju.
Þeir eiga líklegast eftir á fá meiri lit í sig nema hann komi ekki fram á myndinni.

Hlakka til að fylgjast með þessu í framtíðinni.
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Takk Ásta :)
-gleymdi að nefna, að fiskarnir eru aðeins 4ra mánaða gamlir.
eiga eftir að fá "fullorðnis" liti :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ansi laglegt. Fallegir og heilbrigðir fiskar enda ekki við öðru að búast frá Guðmundi.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hamingju með að vera kominn í hóp Discusa eigenda ;), þetta eru snilldar fiskar og virkilega róandi :)

Gangi þér vel
Kv. Jökull
Dyralif.is
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Til hamingju með Discusa , þetta litur flott út. :D
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Já, til hamingju, þetta gerir flott búr örugglega enn flottara.

Nokkrar spurningar.
Er þetta ekki búrið sem þú breyttir?
Verða fiskarnir allir með sama litatón þegar þeir fullorðnast?
Er það ekki rétt munað hjá mér að Diskusar séu síkliður?
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Vá, hrikalega flott. Til lukku með þetta, ég vona að þetta gangi vel :)

Hafa discusar svona svakalegar sérþarfir varðandi vatn? Ætlaðir þú að hafa þá alla eins á litinn? Verða þeir fleiri í búrinu?
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Rodor wrote:Já, til hamingju, þetta gerir flott búr örugglega enn flottara.

Nokkrar spurningar.
Er þetta ekki búrið sem þú breyttir?
Verða fiskarnir allir með sama litatón þegar þeir fullorðnast?
Er það ekki rétt munað hjá mér að Diskusar séu síkliður?
Takk Rodor - jú, þetta er búrið sem ég breytti :)
Fiskarnir verða með svipaðan litatón þegar þeir verða fullorðnir, en ef ég hef skilið Guðmund rétt þá eru nokkrir þeirra blandaðir "Pigeon Blood" og "Blue Diamond" (vona að ég sé að fara rétt með)

Discus eru Síkliður, upprunnir í Amazon fljótinu ... þeir halda til á djúpum lygnum svæðum.

Gaman að segja frá því að Guðmundur umgengst fiskana sína af mikilli virðingu.
-hann gefur þeim sérfóður sem hann útbýr sjálfur (nautahjörtu, hvítlaukur, ýsa, rækjur..)
-hann hefur gert þá mjög gæfa, þegar ég var hjá honum tók hann bita af fóðrinu og hélt því á milli fingranna, setti hendina ofan í búrið og fiskarnir hreinlega lögðust í lófann á honum!
-ef einn fiskurinn var of lengi í lófanum þá kom næsti og "ýtti" hinum frá til að komast sjálfur í lófann og mændi kærleiksfullum augum á Guðmund... hreinlega stórkostlegt að fylgjast með

Þannig að það má segja að ég hafi eignast "handmataða" fiska :)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Heyrðu, þessi Guðmundur, er það sá sami og í fiskabur.is?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Umræddur Guðmundur er ekki Guðmundur í Fiskabur.is,
Hér er hægt að kynnast kappanum aðeins.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=536
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Anna wrote:Vá, hrikalega flott. Til lukku með þetta, ég vona að þetta gangi vel :)

Hafa discusar svona svakalegar sérþarfir varðandi vatn? Ætlaðir þú að hafa þá alla eins á litinn? Verða þeir fleiri í búrinu?
Takk Anna :)
Þeir þurfa vatn úr kalda krananum því að ph-gildi heita vatnsins er alltof hátt fyrir þá. Ég læt kalda vatnið standa í íláti og hitna í 2-3 daga áður en ég set það í búrið í vatnaskiptum.
-og já, Discus hafa sérþarfir; topp vatnsgæði, hitastig lágmark 28°C, fóðrun a.m.k. 3svar á dag á meðan þeir eru svona litlir ..
-og ég hef 80 lítra búr tilbúið til að nota ef þeir veikjastl, þá get ég sett þá í tómt aukabúrið og saltað vatnið, notað lyf eða hvað sem hentar hverju sinni .. aukabúrið geymi ég svo bara tómt í geymslunni þegar það verður ekki í notkun -vonandi þarf ég aldrei að nota það ;)

-þess vegna er ég að selja Malawi síkliðurnar því að þær eru í aukabúrinu núna ;)

Þú getur fundið mikið af upplýsingum um Discus fiska á netinu - til dæmis er endalaust hægt að lesa á þessum hér:

http://www.dph.nl/

http://www.discusmadness.com/

http://www.discuspro.com/

http://www.macsdiscus.com/
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Til lukku með þetta.
Flottir fiskar og eiga bara eftir að verða flottari :wink:
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Til hamingju með diskusana :D Vonandi gengur þetta allt vel hjá þér, og leifðu okkur að fylgjast með þér :wink:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Glæsilegt búr og gullfallegir fiskar til hamingju með þetta allt saman :D Þetta er sko engin smá vinna sem þú ert að leggja í þetta en þú átt væntanlega eftir að uppskera eftir því ...snilld :!:
azsteve905
Posts: 2
Joined: 30 Oct 2007, 16:33
Location: Mississippi, USA

Sweetie Darling

Post by azsteve905 »

Love your FISH. :evil: I hate you for being able to raise such beautiful animals. LOVE YA YA YA YA YA YA
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

hva! Fiskaspjallið bara orðið international :) Til lukku með diskana :D :P
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jæja Kristín, er ekki komið að update?
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Ásta wrote:Jæja Kristín, er ekki komið að update?
Takk Ásta, þetta gengur svona lika rosafínt bara :)

..ég var megastressuð til að byrja með og nánast læddist í nálægð við búrið :lol:
Fiskarnir þrífast mjög vel og eru búnir að mynda "goggunarröð", éta ágætlega en það er nú ekkert að marka enn .. vona að þeir fitni svolítið hjá mér, en ég er að gefa þeim "Tetra Discus" fóður sem aðalfóður, stundum fá þeir svo Síkliðufóður og Bloodworm.

Það skrítna er að 15 Cardinal Tetra fiskar sem ég setti í búrið á sama tíma, drápust einn af öðrum á nokkrum dögum, nú er aðeins 1 eftir.
Einnig eru í búrinu 2 litlir Corydoras og brúnn áll (ca. 8-10cm) sem ég hef átt í mörg ár.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mikið er ég glöð að það gengur svona vel :D

Það er skrítið að kardinálarnir skuli hafa drepist en ekkert amað að diskusunum.
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Re: Sweetie Darling

Post by Kristín F. »

azsteve905 wrote:Love your FISH. :evil: I hate you for being able to raise such beautiful animals. LOVE YA YA YA YA YA YA
Ho ho, you found me :D
Billy, I didn't raise them, I just got them from a breeder .. so no need to hate me yet since I won't be raising Discus - at least not until these grow up, they're just 4 months old now.
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

já, ég skil ekkert í þessu með Cardinal fiskana .. kannski voru þeir "léleg" eintök eða sýktir .. drápust bara einn af öðrum, hafði varla við að veiða þá uppúr. :roll:
-en var mega stressuð yfir að eitthvað væri að og Discus'arnir myndu drepast líka :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Á sínum tíma hætti ég einmitt að vera með svona ódýrari fiska með diskusunum vegna svona smithættu.
Ég held það séu margir með auka fiska með og gengur vel en ég las þetta einhversstaðar eftir einhvern voða fínan útlenskan fiskakall (held það hafi verið Dr. Axelrod)
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Glæsilegt Krístin :D
Hjartanlega tilhamingju með þetta :mrgreen:
Image
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Síkliður malawi

Post by einar24 »

hvaða síkliður ertu með þarna til sölu og hvað er verðið ???

og til hamingju :D :D
Einar24
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Síkliður malawi

Post by keli »

einar24 wrote:hvaða síkliður ertu með þarna til sölu og hvað er verðið ???

og til hamingju :D :D
Hún er búin að selja þær.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Vá hvað þetta eru flottir fiskar.

En hvað kostuðu þeir eigilega?
Nefninlega ég var í dýrabúð og þá kostaði svona Discus 14.000 ég var bara að pæla hvort Discusar væru eitthvað ódýrari hjá öðrum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jæja Kristín, nú ertu búin að vera með discusana í mánuð, gengur allt vel?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, hvað er að frétta úr tebollanum. :)
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

ó, takk fyrir að spyrja ;)

Gengur fínt bara, einn framdi reyndar "sjálfsmorð" .. skyndilega sá ég hann fastan á bakvið stein, var dauður þegar ég tók eftir honum.
-synd, stærsti og fallegasti fiskurinn- týpískt ekki satt :?

Annars eru þeir 7 sem eftir eru heilbrigðir og kátir, en það er mikill þörungur í búrinu þrátt fyrir tvo "Corydoras" sem eru að verða spikfeitir af Discus-fóðri ;)
-er hugmynd að setja SAE með Discus'unum? Hef ekki fundið lestrarefni um hvort þeir passa með Discus ..??
-SAE myndi væntanlega eyða þörungum fljótt, þetta eru bæði hefðbundinn grænþörungur og "String Algae" - er það "þráðþörungar" á íslensku? :oops:

Og svo er mikið af sniglum í búrinu, litlir en fjölga sér ört og hafa verið í ca. 3 vikur .. gróðurinn virðist ekki taka skaða af, en þetta eru leiðinda kvikindi þessir sniglar, alls engin prýði.

Sorry, engar myndir í þetta skiptið...
Post Reply