Rót Rodors og ribbaldarnir

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Rót Rodors og ribbaldarnir

Post by Rodor »

Hér er mynd af rótinni minni og tveimur síkliðum. Sá stærri er Cyphotilapia Frontosa úr Tanganyika vatni og sá minni er Melanochromis auratus úr Malawi vatni. Inni í rótinni liggur 17 sentimetra pleggi í felum.

Image
Last edited by Rodor on 29 Oct 2007, 17:56, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað er búrið stórt?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Mig minnir 210 lítra frekar en 200 lítra.
Svo er líklega einn humar einhvers staðar inni í henni, ég hef ekki séð hann lengi svo hann getur verið dauður.
Last edited by Rodor on 27 Oct 2007, 21:41, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er frekar flott rót, er hún keypt eða sagaðir þú hana sjálfur?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég keypti hana um leið og búrið í búðinni á móti Kringlunni, man ekki hvað hún heitir, ábyggilega dýra- eitthvað.
Þessi rót hefur aldrei litað neitt út frá sér.
Það er fullt af holum í henni og einhverju sinni tók ég hana upp úr og var búinn að vera með hana í nokkrar sekúndur þegar bótían lætur sig loksins detta úr henni. Bótían treður sér bara inn í holur sem rétt rúma hana og þarf svo að bakka út!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gullfalleg frontosa, hvar náðir þú í hana ?
Þurfum við ekki að fá heildarmynd af búrinu ?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég fékk hana í Fiskó.
Heildarmynd já, ég er ekkert ánægður með heildarmyndina og þess vegna er hún ekki komin. Ég fékk mér fullt af plöntum í byrjun sumars og plantaði þeim aftast í búrið, sem lifandi bakgrunn, þær uxu vel og voru fljótar að ná yfirborði. Meðan ég var í sumarfríi þá höfðu síkliðurnar gengið verulega á þær og nú er eftir smá rótarskot.
Kannski ég svari bara eins gamall kall í verslun á Laugaveginum svaraði mér einu sinni. Ég ætlaði að kaupa af honum snuff, neftóbaksduft, það var þá nýbúið að banna sölu á því hérlendis.
Ég spyr því kallinn hvar snuffið sé. Og svarið var. "Það er á sínum stað"! Heildarmyndin er líka á sínum stað :)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

:?:
Last edited by Rodor on 09 Feb 2008, 23:59, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott drungamyndin.
Guttormur greyið hefur nú einhverntíman verið í slæmum höndum að mér sýnist, þú hefur sennilega (vonandi) fengið hann "notaðan".
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

HITH?
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Rodor wrote:Mig minnir 210 lítra frekar en 200 lítra.
Svo er líklega einn humar einhvers staðar inni í henni, ég hef ekki séð hann lengi svo hann getur verið dauður.
Humarinn gæti verið með egg undir sér, minn humar lét sig hverfa í langann tíma og áður en ég vissi af var allt morandi af smáhumrum.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Vargur wrote: Guttormur greyið hefur nú einhverntíman verið í slæmum höndum að mér sýnist, þú hefur sennilega (vonandi) fengið hann "notaðan".
Hann varð svona hjá mér. Hann hefur fengið HITH og svo er þetta svo vitlaust og gráðugt kvikyndi að honum er alveg sama þó hann tálgi á sér hausinn.
Ég var með sjálfvirkan matara meðan ég var í fríi sem gaf mat í gegnum lúgu. Hann varð var við það þegar matarinn fór í gang og stökk alltaf upp í lúguna og tálgaði á sér hausinn. Þannig að hann getur sjálfum sér um kennt.
Það eru nú margir kallar með skurði á hausnum eftir fjöruga æskudaga. Þetta sést vel þegar við látum raka á okkur hausinn. Þú hlýtur að hafa fengið HITH í þinn haus Vargur :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já þeir eru alræmdir með þessi hopp sín óskararnir, þegar þeir fatta að maturinn kemur að ofan þá stökkva þeir eins og bjálfar, alþekkt er að þeir meiði sig á ljósum og búnaði í lokinu.
Einn óskarinn í fiskabur.is var svo gráðugur að leið og maður opnaði lokið þá stökk hann upp úr og ofan í fötu ef maður hélt henni fyrir neðan.
Í eitt skiptið var Guðmundur að sýna fólki hvernig lokið virkaði á búrinu og um leið og hann opnaði stökk óskarinn í fangið á honum.

Ég verð merkilega lítið var við Hith á mínum haus enda passa ég oftast hausinn, reyndar hafa farið nokkur spor í hann en allt náð að gróa vel. :-)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ein spurning: Hvað er hith? :oops: hole in the head?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Það er sjúkdómur. Hole in the head.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

:?:
Last edited by Rodor on 09 Feb 2008, 23:59, edited 1 time in total.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

vá flottar myndir!! :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fyndin þessi í miðjunni og allar eru þær flottar.
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Brilliant myndir Rodor :!: :!: Þessi af fisknum með opna munnin er náttúrlega hrein snilld :D

Rosalega flott rótin þarna í upphafs innlegginu ..ég væri til í svona rót sem litar ekki. Ég fékk í upphafi með búrinu mínu rót og vatnið var eins og te á litinn í langan langan tíma svo ég gafst upp og henti henni :evil:
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

:?:
Last edited by Rodor on 10 Feb 2008, 00:00, edited 1 time in total.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

:?:
Last edited by Rodor on 10 Feb 2008, 00:00, edited 1 time in total.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

:?:
Last edited by Rodor on 10 Feb 2008, 00:00, edited 1 time in total.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Mjög skemmtilega myndir hjá þér, hvaða fiska ertu annars með í búrinu? Er frontosan ein?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég er með Frontosu par.
Nei, nei, hvaða vitleysa er þetta í mér Frontosan er ein :shock: Ég var að hugsa um Fangaparið,
Last edited by Rodor on 03 Nov 2007, 15:46, edited 1 time in total.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

:?:
Last edited by Rodor on 10 Feb 2008, 00:01, edited 1 time in total.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Sven wrote:Mjög skemmtilega myndir hjá þér, hvaða fiska ertu annars með í búrinu? Er frontosan ein?
Oscar, Frontosa, Convict, Auratus, bótíur, plegga, Estherea, Borleyi og yellow lab.
Þá held ég að það sé upptalið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Seinasta mynd er eins og steingerfingur.
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Mjög flott :!:
Jóa Rut
Posts: 71
Joined: 10 Apr 2007, 21:43

Post by Jóa Rut »

vá flott :shock: :D
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

:?:
Last edited by Rodor on 10 Feb 2008, 00:01, edited 1 time in total.
Post Reply