Hvað er að þessum ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Hvað er að þessum ?

Post by Andri Pogo »

Vitiði hvað er að angra þennan?

Fyrsta myndin er tekin þegar hann er nýkominn í búrið, sú seinni nokkrum klst síðar.

Image

Image

svona fór fyrir félaga hans.
Image

Svo rétt meðan ég var að ná í háf til að ná hinum uppúr var búið að éta úr honum annað augað. :?
Hann er núna í litlu búri með smá salti.
Ég tók hann upp og það gapir bara þar sem tálknin eiga að vera og er eldrautt.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er en í guðanna bænum fylgstu með hinum ef þetta er eitthvað sem er smitandi.
Varstu að kaupa hann í dag?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já keypti mér tvo í dag, þeir eru bara rétt 3-4cm.
ég var bara svo heillaður að þeim, sá svona albinoa á spáni í sumar og hef langað í svona síðan
Það var nú svosem bara vitleysa að taka þá því ég hafði ekki beint búr fyrir þá.
þeir yrðu étnir strax í mínu búri þannig ég ákvað að láta reyna á þá með sikliðunum hennar ingu, leyfa þeim að stækka aðeins og prófa svo með mitt búr.
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Andri Pogo wrote:já keypti mér tvo í dag, þeir eru bara rétt 3-4cm.
ég var bara svo heillaður að þeim, sá svona albinoa á spáni í sumar og hef langað í svona síðan
Það var nú svosem bara vitleysa að taka þá því ég hafði ekki beint búr fyrir þá.
þeir yrðu étnir strax í mínu búri þannig ég ákvað að láta reyna á þá með sikliðunum hennar ingu, leyfa þeim að stækka aðeins og prófa svo með mitt búr.
takk fyrir takk fyrir :) alltaf að hlusta á konuna :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Inga Þóran wrote:
Andri Pogo wrote:já keypti mér tvo í dag, þeir eru bara rétt 3-4cm.
ég var bara svo heillaður að þeim, sá svona albinoa á spáni í sumar og hef langað í svona síðan
Það var nú svosem bara vitleysa að taka þá því ég hafði ekki beint búr fyrir þá.
þeir yrðu étnir strax í mínu búri þannig ég ákvað að láta reyna á þá með sikliðunum hennar ingu, leyfa þeim að stækka aðeins og prófa svo með mitt búr.
takk fyrir takk fyrir :) alltaf að hlusta á konuna :D
eina ástæðan fyrir að þú samþykktir að fá þá í þitt búr var svo ég myndi ekki koma með annað búr á heimilið undir þá :-)
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er sennilega einhver baktería í talknunum sem margfaldar sig hratt þegar fiskurinn verður fyrir auknu álagi, talknin geta líka verið rauðari þegar fiskurinn stressast og notar meira súrefni.

Mér dettur þetta sníkjudýr í hug, Gyrodactylus
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það væri nú líka eitthvað, vera nýbúinn að fá rúmlega 700 lítra búr og fá sér svo annað! :P
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ættir að prufa svona þrepa kerfi eins og ég nota, notaði það seinast á WC ana mína, fékk þá sem 4 - 5 cm og setti þá í 54L búr, síðan um 10 cm yfir í 170L búrið mitt, síðan frá 17 - 20cm yfir í 600L og ekkert vandamál :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Vargur wrote:Þetta er sennilega einhver baktería í talknunum sem margfaldar sig hratt þegar fiskurinn verður fyrir auknu álagi, talknin geta líka verið rauðari þegar fiskurinn stressast og notar meira súrefni.

Mér dettur þetta sníkjudýr í hug, Gyrodactylus
Er þetta smitandi í aðra fiska? Ætti ég að gera einhverjar ráðstafanir með malawi búrið ?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er smitandi en ég get ekki fullyrt um að þetta sé málið, þetta sníkjudýr getur fundist í köldu vatni og getur því væntanlega borist með kranavatni. Ef fiskarnir eru sterkir fyrir þola þeir það sennilega.
Post Reply