Jæja maður er búin að setja búrið upp og lítur það nokkuð vel út
En spurningin er sú, að ég keypti voða fína kommóðu í IKEA undir búrið og svo þegar það er fullt þá er eins og kommóðan svigni aðeins undan þunganum Á ég að hafa miklar áhyggjur og taka vatnið úr búrinu eða gerist þetta almennt hehe sem ég hef ekki mikla trú á því að þetta lítur frekar illa út að sjá hana svona smá bogna.
já ég myndi nú gera eitthvað í þessu
ég var með kommóðu undir 180l búrinu og bætti við undirstöðum í miðjuna til að koma í veg fyrir að hún svigni í miðjunni
Ég ákvað bara að taka meira en helminginn af vatninu úr því En annars er þetta 60 L búr svo að ég hélt að kommóðan myndi ekki finna svona rosalega fyrir þessu Var ekki alveg að þora að hafa þetta yfir nóttina, örugglega ekki gott að vakna við flóð í íbúðinni og bæði kommóðan og fiskabúrið ónýtt hehe
Ég er með 54 lítra búr á svona kommóðu, sem er heldur hærri. Platan svignar vissulega, en þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af vegna búrsins. Það sem er leiðinlegt við þetta er það, að maður er kannski búinn að beygja kommóðuplötuna varanlega.
Best væri að fá sér þykkari plötu eins og Vargur bendir á. Ég hef hugsað út í það, en ekki komið því í framkvæmd. Þegar ég geri það þá ætla setja renninga úr td. gúmmí undir endana á henni, svo að þyngd búrsins komi beint niður á hliðar kommóðunnar.
ég hef séð 110L búr á svona kommóðu og það svignar ekkert, en það búr er líka 80cm langt einsog kommóðan.
54 lítra búrið er styttra og þyngdin á því fer ekki úti hliðarnar á kommóðunni. Einsog aðrir hafa sagt, prófaðu að skella plötu undir búrið.
Jæja ég fór og keypti plötu undir búrið , hún er reyndar ekki svo þykk og svignar líka smá en mér líður einhvern vegin betur að vita af annarri spýtu þarna undir hehe
Ég hef slæma reinslu af svona svignuðum plötum undir fiskabúri.
Hef lent í því tvisvar að búrin hafa gefið sig, fyrra skiptið var nú bara óvitaskapur í mér því það var fyrsta búrið mitt og ég pældi nú ekki mikið í því að botninn gæti gefið sig útaf smá svignun. Það búr sprakk einmitt um miðja nótt
Hitt búrið sprakk þó ég héldi nú að ég væri aldeilis með góða spítu undir því.
Svo ég myndi mæla með að hafa frauðplast undir búrinu líka bara til að vera öruggur, það þarf ekkert að vera svaka þykkt bara cm eða svo