Stórglæsilegir !
Mér sýnist þetta nú reyndar ekki vera eiginlegur snakehead (Channa) heldur frekar einhver týpa af Polypterus.
Hvar fékkstu þessar gersemar ?
Já þeir komu á óvart en ég ætlaði ekki að þora að slengja þeim inn i búrið,bjóst við að allt yrði étið ,en það kom annað á daginn
Þeir hanga i gróðrinum og undir dælunum salla rólegir og biða eftir rækjuni sem ég gef tvisvar á sólarhring. Synda um og skoða og i leit að æti byst ég við en láta alla aðra fiska i friði enn sem komið er.
Þeir hrygna en það er víst ekkert algengt að það heppnist að koma upp seyðum hjá þeim.
Kynin þekkjast á því að karlinn á að vera með mun stærri gotraufarugga en kerlingin
Þetta eru: Ornate Bichir (Polypterus ornatipinnis) og þeir geta orðið allt að 60cm en verða oftast ekki stærri en 35-38cm. Vargur þú ert sennilega með aðra týpu: Cuvier's Bichir (Polypterus senegalus).
Já, ég er eimitt með senegaus og líka delhezi ef ég man nafnið rétt.
Það er eimitt fínt að gefa þeim ekki daglega, þá verða þeir líka mun fjörugri og synda meira um búrið.
Gilmore wrote:Ég skellti mér í Dýraríkið og keypti tvo líka.
Þetta eru: Ornate Bichir (Polypterus ornatipinnis) og þeir geta orðið allt að 60cm en verða oftast ekki stærri en 35-38cm. Vargur þú ert sennilega með aðra týpu: Cuvier's Bichir (Polypterus senegalus).
Sambandi við fóðrun þá skilst mér að það þurfi ekki að gefa þeim að éta oftar en 2 - 3 í viku, vegna þess að þeir eru ekkert svakalega aktívir.
Til hamingju með þá,já þeir eru ekkert sérstaklega activir og passa þvi vel i búrið hjá mér þvi það er frekar rólegt nema þegar salvini byrjar að hrygna Þeir éta rækju hjá mér daglega og þeim þykir hún lostæti
Set nokkra bita i búrið lika eftir að ég slekk ljósið þvi ég hef lesið að þeir borði aðalega á nóttuni en ég hef samt séð til þeirra éta á daginn lika svo þykir þeim agalega gaman að hanga i gróðrinum eins og frændur þeirra Roapfish en ég er með tvo svoleiðis lika.
Jæja þá er ég kominn með ornatipinnis líka.
Fékk einn félaga í heimsókn áðan og hann kom færandi hendi með hann "pinna" og færði mér að gjöf þar sem "pinni" greyið var grunaður um að eiga einhvern þátt í hrognahvarfi hjá honum.
Ha ha, eru ekki einhverjir fleiri að fara að fá sér ?
Svo vil ég góðfúslega benda á að í Fiskabur.is eru til nokkur stk af senegalus í viðráðanlegri stærð, ca 8-10 cm.