240L Gróðurbúr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

240L Gróðurbúr

Post by Tommi »

Hér eru nokkrar myndir af gróðurbúrinu mínu. Þetta er 240L Juwel búr sem ég keypti 2001. Planið er að botninn verði þakinn lávöxtnu grasi (Echinodorus tenellus), þannig að það sjáist næstum ekkert í mölina. Svo ætla ég að reyna að þekja ræturnar með Riccia fluitans.

Ég nota einungis tvær 38 W T8 perur, en planið er skipta út gömlu ballestinni og fá nýja með T5 perum.

Image
Svona lítur búrið út í heild sinni.

Image
Hér er horft inn um hliðina.


Image
Apistogramma agassizi


Image
Blue diamond


Image
Veit einhver hvaða plöntutegund þetta er?


Image
Riccia fluitans og Java mosi
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mjög fallegt búr !
hvað ertu með langan ljósatíma á búrinu og ertu að nota næringu?
-Andri
695-4495

Image
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

mjög flott búr ,er sérstakt hrifinn á stórum rotum :) . Með hvað margum diskum ertu i búrið ? Eru T5 perur með fleiri wött ?
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Takk fyrir,
Venjulega er ég með ljósið kveikt í 14-15 tíma á sólarhring, en ég lenti í vandræðum með blágrænþörung (Cyanobacteria) um daginn, svo að ég minnkaði ljósatímann niður í 10-11 tíma á dag.
Næringin sem ég nota heitir tropica master grow og svo nota ég líka DIY CO2.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Stephan wrote:mjög flott búr ,er sérstakt hrifinn á stórum rotum :) . Með hvað margum diskum ertu i búrið ? Eru T5 perur með fleiri wött ?
Já, T5 perurnar eru 54W, en T8 eru bara 38W. Það eru fjórir diskusar í þessu búri.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fallegt búr. Ég er mjög ánægður með að það virðast bara vera fiskabækur í hillunni á skápnum.
Hvað ertu með marga fiska í búrinu ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flott búrið hjá þér Tommi.
Ég hef alltaf verið hrifin af miklum gróðri en hef verið klaufaleg hingað til að halda honum fallegum/lifandi.
En þessi planta sem þú veist ekki hvað er, getur verið að þetta sé Cryptocoryne albida eða einhver Echinodorus tegund?

Sé þú ert með fallegan lótus þarna, hefur þú verið með hann lengi?
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Vargur wrote:Fallegt búr. Ég er mjög ánægður með að það virðast bara vera fiskabækur í hillunni á skápnum.
Hvað ertu með marga fiska í búrinu ?
Já, þetta eru bara fiska og plöntubækur :) Það eru diskusar, ancistra, rasborur, kuhli áll, eldsporður, SAE og dvergsíkliðu par í búrinu. Þetta eru u.þ.b. 30 fiskar samtals.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Ásta wrote:Flott búrið hjá þér Tommi.
Ég hef alltaf verið hrifin af miklum gróðri en hef verið klaufaleg hingað til að halda honum fallegum/lifandi.
En þessi planta sem þú veist ekki hvað er, getur verið að þetta sé Cryptocoryne albida eða einhver Echinodorus tegund?

Sé þú ert með fallegan lótus þarna, hefur þú verið með hann lengi?
Takk fyrir,
Þetta er hvorki Cryptocorine né Echinodorus tegund. Plantan er með stilk og laufblöð (Stem plant), en Cryptocorine og Echinodorus eru ekki með stilk.
Ég bara búinn að vera með þennan lótus í nokkra mánuði. Ég fékk hann á góðum afslætti vegna þess að hann var illa farinn. Núna er hann hinsvegar orðinn mjög fínn og ég gæti lent í vandræðum með hann þegar hann verður stærri.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þá er ég alveg lens með þessa plöntu þína, a.m.k. í bili ..

Ég fékk mér lótus um daginn, vona að hann lifi alla vega til jóla :P
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég á einmitt þessa sömu plöntu og hef ekki hugmynd um hvað hún heitir.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Mjög flott búr hjá þér Tommi að vanda, sérstaklega hrifinn af öllum þessum rótum.
Áttu ricciu? Ég hef aldrei lagt í að vera með ricciu eftir það sem maður hefur heyrt með að það sé svo erfitt að halda henni á sínum stað. En þolinmæðin ætti að vera þess virði, gullfalleg planta.

Óþekkta plantan held ég að sé örugglega Hygrophila corymbosa siamensis.
Ertu annars með Hygrophilu difformis þarna rétt hægra megin við miðju?

Verst að þú búir á Akureyri, það væri mikill fengur í afleggjurum frá þér :)
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Já, ég á nóg af riccia fluitans. Það getur verið dálítið vesen að festa ricciuna við rætur og steina. Mér finnst best að nota javamosa sem undirlag og festa síðann ricciuna ofan á mosann. Það hefur virkað vel hjá mér. Ég er ekki með nógu mikið ljós til þess að riccian þrífist við botninn, þess vegna læt ég hana vaxa ofan á rótum nálægt yfirborðinu þar sem ljósið er nógu sterkt. Riccia er mjög auðveld planta, það eina sem hún þarf til að vaxa er nóg ljós. Það þarf hinsvegar ekki mikið ljós ef plantan er látin fljóta á yfirborðinu.

Jú það er rétt, plantan í miðju búrinu er Hyrgrophila difformis. Hún var mun stærri og flottari, en ég er nýbúinn að vera í baráttu við cyanobacteríu sem kæfði mikið af gróðrinum.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hehe, já missti alvega af henni þarna á neðstu myndinni.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Hér kemur smá myndasyrpa af búrinu. Ég hef ekki verið að breyta því mikið frá því síðast, en hef aðeins verið að færa gróðurinn til og svoleiðis.

Image
Næstum því heildarmynd

Image
Búrið séð frá hlið

Image
Skrautleg sverðplanta

Image
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Vá þetta er flott.
Langar í svona flottar plöntur í mitt búr :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er verðlaunabúr!
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sérlega glæsilegt!, veistu hvaða afbrigði þetta er af sverðplöntu sem þú ert með, þessi með brúnu flekkjunum?
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Takk fyrir,

Ég held að sverðplantan heiti Echinodorus ozelot. Að vísu fylgdi ekki miði með plöntunni með upplýsingum, en ég fann svipaða plöntu á tropica síðunni http://www.tropica.com/productcard_1_po ... mode=close
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Þetta er alveg svakalega flott búr 8)
Hverning heldur þú , plöntur með fint lauf i goða lagið ? Vandræði hjá mér er oftast það efstu 10 cm eru mjög flottur enn þar fyrir niðan .....
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

Veistu þetta er álveg HRIKALEGA FLOTT BÚR !!
hefði ekkert á móti að hafa svona heima
get ég fengið síman hjá þér þú mátt lendilega leika þér það búrinu mínu :lol:
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Takk fyrir,
Þetta er alveg svakalega flott búr
Hverning heldur þú , plöntur með fint lauf i goða lagið ? Vandræði hjá mér er oftast það efstu 10 cm eru mjög flottur enn þar fyrir niðan .....
Ég held að trikkið sé að nota plöntur sem eru ekki of kröfuharðar miðað við aðstæðurnar í búrinu. Allar plönturnar sem ég nota eru tiltölulega einfaldar og þurfa ekki mjög mikla lýsingu. Ég hef líka oft verið með plöntur þar sem einungis efstu 10cm eru í góðu lagi. Ég held að það sé oftast út af of lítilli lýsingu.

Ætli það séu ekki frekar fáir einstaklingar á Íslandi sem eru með nógu góðar aðstæður í fiskabúrinu hjá sér til að geta ræktað mjög erfiðar plöntur. Lang flest verksmiðjuframleidd búr hafa t.d. ekki nógu mikið ljósmagn fyrir erfiðustu plönturnar. Að vísu eru Juwel búrin farin að bjóða upp á betri lýsingu en áður (T-5 perur í staðinn fyrir T- 8). (get ekki skrifað átta það kemur alltaf broskall með sólgleraugu :? )
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

haha :8) sleppa sviganum fyrir aftan töluna 8, þá ættirðu að losna við svala broskallinn :D
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Ah já auðvitað. hehe
Post Reply