Þeir nýjustu hjá mér

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Þeir nýjustu hjá mér

Post by Ólafur »

Jæja ég kyldi bara á þetta og verslaði mér tvo snakehead 8)
Skelti þeim i búriðalveg svellkaldur og nú er liðin vika og allt i góðu enn.


Image
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

flottur :)
Þetta eru frábærir fiskar, hvað eru þeir stórir hjá þér?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Takk fyrir Guðjón
Annar er um 23 cm stór og hinn eilitið minni.

Þeir virðast vera ósköp rólegir og háma i sig rækju tvisvar á sólarhring.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hérn koma þær allra nýjustu :)
Image
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Stórglæsilegir ! :shock:
Mér sýnist þetta nú reyndar ekki vera eiginlegur snakehead (Channa) heldur frekar einhver týpa af Polypterus.
Hvar fékkstu þessar gersemar ?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já mig minnir að á spjaldinu hafi staðið Polypterus eitthvað en ég verslaði þá i óvæntri ferð i Dýrarikið. :D
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það passar þá líklega, ég man að þeir voru til þar. Þetta eru stórskemtilegar skepnur, ég er eimitt líka með tvo.

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Til hamó með nýju fiskana þína :wink:
Verð að segja enn og aftur hvað búrið þitt er fallegt.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já þeir komu á óvart en ég ætlaði ekki að þora að slengja þeim inn i búrið,bjóst við að allt yrði étið ,en það kom annað á daginn :)
Þeir hanga i gróðrinum og undir dælunum salla rólegir og biða eftir rækjuni sem ég gef tvisvar á sólarhring. Synda um og skoða og i leit að æti byst ég við en láta alla aðra fiska i friði enn sem komið er.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

sliplips wrote:Til hamó með nýju fiskana þína :wink:
Verð að segja enn og aftur hvað búrið þitt er fallegt.
Takk fyrir hrósið sliplips.
Það er svona þegar maður á bara eitt búr :) þá fer allur timin i það eina.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessir eru ekkert grimmir og engir ránfiskar, þeir henta vel í flest búr.
Þeir éta aðallega hræ og krabba og smádýr osf og eru taldir frekar "slow". :lol:
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Mikið dj... er gott að fá þetta innlegg þvi ég er búin að telja innbúana alla daglega frá þvi að þeir komu inn :D

Takk vargur

Hætti að telja núna :D
Þetta passar alveg
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

rosalegt flott búr 8)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Takk fyrir það Stephan :)

Vitið þið nokkuð hvort þessi tegund hryggna eða fæða lifandi seiði?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég veit allavega að Channa hrignir og það koma nokkur hundruð egg í hverri hrigningu

edit
Ég var að lesa að Polypterus tegundirnar hrigni líka, oft í plöntum, 100-300 hrogn
Last edited by Gudjon on 28 Dec 2006, 17:29, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir hrygna en það er víst ekkert algengt að það heppnist að koma upp seyðum hjá þeim.
Kynin þekkjast á því að karlinn á að vera með mun stærri gotraufarugga en kerlingin
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já ég spurði bara vegna þess að á öðrum þeirra er kviðurinn að þenjast út en það er örugglega bara rækjan sem þeir háma i sig :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég skellti mér í Dýraríkið og keypti tvo líka. :)

Þetta eru: Ornate Bichir (Polypterus ornatipinnis) og þeir geta orðið allt að 60cm en verða oftast ekki stærri en 35-38cm. Vargur þú ert sennilega með aðra týpu: Cuvier's Bichir (Polypterus senegalus).

Það er ágæt lesning um Ornatipinnis hérna:

http://www.practicalfishkeeping.co.uk/p ... icle_id=33

Hérna eru fleiri tegundir:

http://www.polypterus.info/

Sambandi við fóðrun þá skilst mér að það þurfi ekki að gefa þeim að éta oftar en 2 - 3 í viku, vegna þess að þeir eru ekkert svakalega aktívir.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, ég er eimitt með senegaus og líka delhezi ef ég man nafnið rétt.
Það er eimitt fínt að gefa þeim ekki daglega, þá verða þeir líka mun fjörugri og synda meira um búrið.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Gilmore wrote:Ég skellti mér í Dýraríkið og keypti tvo líka. :)

Þetta eru: Ornate Bichir (Polypterus ornatipinnis) og þeir geta orðið allt að 60cm en verða oftast ekki stærri en 35-38cm. Vargur þú ert sennilega með aðra týpu: Cuvier's Bichir (Polypterus senegalus).

Það er ágæt lesning um Ornatipinnis hérna:

http://www.practicalfishkeeping.co.uk/p ... icle_id=33

Hérna eru fleiri tegundir:

http://www.polypterus.info/

Sambandi við fóðrun þá skilst mér að það þurfi ekki að gefa þeim að éta oftar en 2 - 3 í viku, vegna þess að þeir eru ekkert svakalega aktívir.
Til hamingju með þá,já þeir eru ekkert sérstaklega activir og passa þvi vel i búrið hjá mér þvi það er frekar rólegt nema þegar salvini byrjar að hrygna :lol: Þeir éta rækju hjá mér daglega og þeim þykir hún lostæti :)
Set nokkra bita i búrið lika eftir að ég slekk ljósið þvi ég hef lesið að þeir borði aðalega á nóttuni en ég hef samt séð til þeirra éta á daginn lika svo þykir þeim agalega gaman að hanga i gróðrinum eins og frændur þeirra Roapfish en ég er með tvo svoleiðis lika.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jæja þá er ég kominn með ornatipinnis líka.
Fékk einn félaga í heimsókn áðan og hann kom færandi hendi með hann "pinna" og færði mér að gjöf þar sem "pinni" greyið var grunaður um að eiga einhvern þátt í hrognahvarfi hjá honum.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég gat ekki horft á ykkur alla fá ykkur Polypterus ornatipinnis án mín svo ég fékk mér 1 stk í dag

Image
Last edited by Gudjon on 07 Jan 2007, 12:19, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ha ha, eru ekki einhverjir fleiri að fara að fá sér ?
Svo vil ég góðfúslega benda á að í Fiskabur.is eru til nokkur stk af senegalus í viðráðanlegri stærð, ca 8-10 cm.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Til hamingju Guðjón er þá búið að tæma búrið i Dyrarikinu :lol:
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Takk Ólafur. nei það er einn eftir
Ólafur, það má segja að þú hafir byrjað á Polypterus ornatipinnis byltingu hér á spjallinu
Last edited by Gudjon on 07 Jan 2007, 17:10, edited 1 time in total.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

:lol: :lol: Gott mál
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hér eru nýjustu myndir
Image
Image
Óscarin vildi endilega vera með á mynd :)
Image
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Vargur, eru þetta þeir sem þú varst að segja að réðust oft á stærri fiska en þeir sjálfir?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég efa að þetta séu þeir enda er minn eins rólegur og hugsast gæti
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

mér langar í svona! :) hvar fenguð þið ykkar svona?


og Vargur, hvað þurfa snakehead - channa hjá þér stórt búr? því þessi stóri í búðini hjá þér er í bara smá búri..
Post Reply