Meira ljós?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Meira ljós?

Post by Andri Pogo »

Getur einhver sagt mér kosti þess og/eða galla að bæta við lýsinguna í búrið mitt?

Ég er núna með 4x30W T8 perur, sem verða skipt út fyrir 4x39W T5 perur á næstunni.
Ég hef möguleika á að bæta við annari ljósastæðu þannig að perurnar yrðu 8.

Ég er aðallega að hugsa um hvort það hafi góð eða slæm áhrif á gróðurinn í búrinu.

Svo eru margir af fiskunum mínum meira næturdýr þannig það væri kannski ekki svo sniðugt að bæta við ljósin, nema ég stytti þá kannski ljósatímann á móti.

Annars langar mig líka að hafa næturljós, til að geta fylgst með næturhröfnunum, en það væri kannski óþarflega dýrt að kaupa aðra 4.peru ljósastæðu fyrir það. Kannski væri hægt að mixa 2 næturperur undir lokið.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Meira ljós er alltaf kostur fyrir plönturnar en kannski ekki jafn skemmtilegt fyrir fiskana. Ég mundi bara sjá aðeins til, T5 perurnar gefa mun betri lýsingu og þú gætir verið alsáttur við hana.
Ég hef heyrt af nokkrum með svona búr með allar perurnar sem láta ekki loga nema á helmingnum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hrappur er nú með 4x T5 í sínu 900L búri kanski að hann hafi einhverja djúsí reynslusögu um þetta :)

Sammála varg með að plöntur muna fíla það en fiskar not so :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

8 T5 perur mundi ég segja að væri of mikið fyrir þig nema að þú plantir að fara að bæta við mikið af gróðri. Það gæti þó verið mjög gott fyrir plönturnar að hafa td 4 T5 perur en kveikja svo á 2 í viðbót bara einhverja 3-4 tíma á dag eins og Vargur bendir á.
Ef þú ert síðan með mjög mikið af ljósi og ert ekki að bæta við co2, þá átt þú eftir að lenda í miklum þörungavandræðum. Ég mundi því frekar auka lýsinguna í skrefum og sjá bara hvað hentar fiskunum og plöntunum best.
Post Reply