Gullfiskar + bardagafiskar?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Gullfiskar + bardagafiskar?

Post by Karen »

Er allt í lagi að hafa bardagafisk (KK) með gullfiskum?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta eru fiskar sem maður mælir ekki með að séu saman. Gullfiskarnir kroppa sjálfsagt í bardagafiskinn og hann gæti líka átt til að atast í þeim, sæérstaklega ef þeir eru hægfara eða með mikið slör.
Ýmislegt getur þó gengið í sæmilega stór búri.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok
En ég var að spá hvort það sé í lagi að hafa gullfisk með einhverjum öðrum fiskum sem geta verið í 28L búri?

Er sko að sá í eina tegund þetta eru s.s. hópfiskar og eru svartir og með rosalega flotar sporð að mínu mati en ég bara veit ekki hvað tegundin heitir :?
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

fann mynd af fiskinum
hún er á þessum link

http://www.akwar.net/glowna/szm/fory/black_molly.jpg

er hægt að hafa þennan fisk með gullfisk í 28L búri?

P.s. fann þetta á google en heitir þessi fiskur Black Molly?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Black molly og gullfiskar passa illa saman vegna þess að molly þarf helst háan hita (27-30°) en gullfiskurinn þolir þann hita illa.
Yfirleitt er best að hafa gullfiska bara með öðrum gullfiskum eða þá fiskum sem þola lægra hitastig nokkuð vel, td. platy.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok takk :D
Er líka bara að hugsa um að hafa bara gullfiska

en geturu kannski sagt mér hvað geta verið margir gullfiskar í 28L búri? :)

P.s. Takk fyrir svörin :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í 28 l búri geta verið 3-4 gullfiskar í minni kantinum, þá þarf að skipta út ca 50% af vatninu vikulega.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

En ef ég er með loftdælu þarf ég þá að skipta svona miklu vatni?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú þarft ekkert að skipta út vatni frekar ef þú villt, bara ef þú villt að fiskarnir lifi sæmilegu lífi.
Loftdæla er fínasta græja en kemur þó ekki í veg fyrir að fiskarnir kúki í vatnið. Ég held að 10-15 lítrar á viku teljist ekki mikil vatnsskipti.
Regluleg vatnsskipti eru grunnurinn að góðu fiskabúri.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok frábært takk fyrir :D
User avatar
Benzmann
Posts: 63
Joined: 20 Aug 2007, 22:39
Location: Reykjavik , Iceland

Post by Benzmann »

Vargur wrote: Loftdæla er fínasta græja en kemur þó ekki í veg fyrir að fiskarnir kúki í vatnið.

hahaha
borðar ísbirni í morgunmat !!!!
Post Reply