Jæja ætla aðeins að spyrja hérna að einu
En svo er mál með vexti að tengdó á fiskabúr sem ég held að sé um 70 L eða eitthvað álíka. Þau eru með tvær ryksugur og einn frosk í því. Sem sé ekki mikið líf En þannig er að önnur ryksugan er alveg gríðarlega stór og hin er stór en ekki nærrum því jafn stór. Veit ekki hvaða tegundir þessar sugur eru en þessi minni er farin að fá stærðar horn á hausinn og verður alltaf verr og verr útlítandi En já þessi stóra er held ég bara þessi venjulega (brúsknefur held að hann heiti ) en er bara svo stór, er líka svo svakalega feimin að ég hef bara séð hana einu sinni eða eitthvað hehe
En já spurningin er þessi hvort að þessar stóru sugur ráðist á fiska sem myndu koma í búrið, erum nefnilega orðin svolítið þreytt á svona líflausu búri mánuð eftir mánuð og langar að gera eitthvað í þessu en erum hrædd um að sugurnar munu bara éta allt sem kemur þangað. Þau voru með neon tetrur, þegar sugurnar voru mikið minni en þær eru núna, en þær dóu eða voru étnar. Voru með tvo froska en annar hvarf sporlaust eftir stuttan tíma, en hinn lifir fínu lífi. Hafa ekki verið með fleiri fiska heldur en þetta held ég
Hef nefnilega ekki hugmynd um hvernig þessar sugur haga sér þegar þær eru orðnar svona rosalega stórar eins og þessar eru og hvort að þær séu ekki bara vaxnar upp úr þessu búri sem þær eru í.
Vona að einhver skilji eitthvað í þessu röfli mínu hehe
Stórir ryksugufiskar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ef þessar ryksugur eru fiskar sem soga sig fastar þá er lítil hætta að þær ráðist á aðra fiska.
Ástæðan fyrir því að fiskar og froskar hverfa í búrinu er sennilega sú að þeir hafa drepist og sugurnar éta hræin.
Í þetta búr væri sennilega málið að prófa einhverja harða fiska, td. nokkra barba, ef ryksugurnar eru mjög stórar þá er þó ekki víst að búrið beri mikið fleiri fiska.
Ástæðan fyrir því að fiskar og froskar hverfa í búrinu er sennilega sú að þeir hafa drepist og sugurnar éta hræin.
Í þetta búr væri sennilega málið að prófa einhverja harða fiska, td. nokkra barba, ef ryksugurnar eru mjög stórar þá er þó ekki víst að búrið beri mikið fleiri fiska.