Altolamprologus compressiceps " Gold Face " er flottur og hvaða búð gæti mögulega átt hann jú það væri þá fiskabur.is he he
ég fékk nokkra A. compressiceps " Gold head " sem eru litlir ennþá en lofa góðu
Tanganyika vatn er með mikið af flottum fiskum samanber þessa tvo hér fyrr á mynd
þeir fiskar hafa þó ekki verið mikið í búrum landsmanna sökum lítils úrvals af tegundum en það er verið að vinna í því
ég er eflaust með besta úrval af Tanganyika í dag og ég tek nýjar tegundir með hverri sendingu
Nei, ég fann myndina á netinu. Þetta er sitthvort lita afbrigðið, "Gold head" og "Gold face", þessi neðri er eins og þeir eru í Fiskabur.is.
Hér er mynd af einum af fiskunum í fiskabur.is tekin af heimasíðunni.
Fiskarnir eru reyndar mun fallegri í dag, miklu skýrari litir og líkari þeim neðri sem er hér að ofan.
Guðmundur taka nýja mynd !
Best að halda áfram með þennan þráð og vinna áfram í því að æsa Sliplips í calvus áhuganum fyrst ég rakst á nokkrar flottar calvus og gold head myndir.
Gudjon wrote:Ef að þú keypti hann í fiskabúr.is þá held ég að það sé gold head jú, ég er með eitt stykki af þeim líka, aldrei verið með fisk sem vex svona hægt
Jú, keypti hann þar og þeir eru víst ekkert að flýta sér að taka út vöxtinn.
Ég verð að segja að ég er spenntari fyrir Gold face, en var alveg orðin rugluð í öllu þessu Gold hitt og þetta er samt ekkert óánægð með mína.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
þetta eru æðislegir fiskar! Átti einu sinni black calvus og ég sé mikið eftir því að hafa þurft að láta hann frá mér!
Reyndar þá finnst mér allir tanganyiku fiskarnir brill, þeir eru ekki endilega þeir litríkustu en samt alveg svakalega fallegir!