Nýtt búr
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
jæja smá update, plönturnar taka mis vel við sér,
miðað við nýja vöxtinn á þessari plöntu, þá er þetta alls ekki Ludwigia repens eins og ég hélt í fyrstu, mögulega einhver Hygrophila tegund.
óþekkta plantan vinstra megin hefur ekki mikið breyst, nema e.t.v. safnað smá þörungi, þessi hægra megin er ný, en líka óþekkt.
Svo nældi ég mér í 2 zebra nerite snigla, til að auka nú smá við fánuna í búrinu. Spurning hvað væntanlegar YoYo bótíur gera við þá? Ætli þær éti þá?
miðað við nýja vöxtinn á þessari plöntu, þá er þetta alls ekki Ludwigia repens eins og ég hélt í fyrstu, mögulega einhver Hygrophila tegund.
óþekkta plantan vinstra megin hefur ekki mikið breyst, nema e.t.v. safnað smá þörungi, þessi hægra megin er ný, en líka óþekkt.
Svo nældi ég mér í 2 zebra nerite snigla, til að auka nú smá við fánuna í búrinu. Spurning hvað væntanlegar YoYo bótíur gera við þá? Ætli þær éti þá?
Jæja, það hlaut að koma að því, orðinn var við þörung, ekki skrýtið með rúmlega 100W lýsingu í gangi yfir búrinu, og alls ekki nóg ag plöntum til að halda í við þörunginn. Er þó lítið farinn að setja næringu í búrið, aðallega smá kalk, matarsóta og epsom salt til að reyna að ná hörkunni eitthvað smá upp í vatninu og hækka sýrustigið eitthvað smá, sem er 5,9 núna, aðeins of lágt.
Ég flýtti því kaupunum á SAE og náði í 5 slíka, pínulitla og fjöruga.
tók í leiðinni eitt búnt af Egeriu densu, sem ég ætla þó ekki að hafa í búrinu nema þangað til að allur þörungavandi verður úr sögunnu.
SAE-arnir sjást þarna á litlu rótinnu, vel hreyfðir eins og alltaf.
Á sama tíma var ég svo heppinn að finna Ceratophyllum demersum sem er hin besta planta til að berjast við þörung og með fallegri plöntum til þess brúks, hún fær örugglega að lifa lengur í búrinu en egerian.
Setti svo þettar merkilegu spírur í mölina hjá mér sem hafði sprottið upp út mölinni eftir að hún var í geymslu á meðan ég flutti, þegar ég opnaði balann sem sandurinn var í, og skildi hann eftir opinn í smá tíma, þá komu þessar spírur upp úr. Ég setti þær í vatn og leyfði þeim að teygja aðiens úr sér, og skellti þeim í búrið núna til að sjá hvað þær gera. Hef ekki hugmynd um hvað þetta er. Áður en ég tók búrið niður var ég samt með mikið af glossostigmu sem er ekki ólík þessum gaurum, mér þykir þó ólíklegt að þetta sé glossostigma, þar sem að það er einstaklega viðkvæm planta, en það væri þó óvæntur glaðningur.
Munduð þið halda að YoYo bótíur muni éta zebra neríturnar? Höndla þeir svo stóra snigla?
Ég flýtti því kaupunum á SAE og náði í 5 slíka, pínulitla og fjöruga.
tók í leiðinni eitt búnt af Egeriu densu, sem ég ætla þó ekki að hafa í búrinu nema þangað til að allur þörungavandi verður úr sögunnu.
SAE-arnir sjást þarna á litlu rótinnu, vel hreyfðir eins og alltaf.
Á sama tíma var ég svo heppinn að finna Ceratophyllum demersum sem er hin besta planta til að berjast við þörung og með fallegri plöntum til þess brúks, hún fær örugglega að lifa lengur í búrinu en egerian.
Setti svo þettar merkilegu spírur í mölina hjá mér sem hafði sprottið upp út mölinni eftir að hún var í geymslu á meðan ég flutti, þegar ég opnaði balann sem sandurinn var í, og skildi hann eftir opinn í smá tíma, þá komu þessar spírur upp úr. Ég setti þær í vatn og leyfði þeim að teygja aðiens úr sér, og skellti þeim í búrið núna til að sjá hvað þær gera. Hef ekki hugmynd um hvað þetta er. Áður en ég tók búrið niður var ég samt með mikið af glossostigmu sem er ekki ólík þessum gaurum, mér þykir þó ólíklegt að þetta sé glossostigma, þar sem að það er einstaklega viðkvæm planta, en það væri þó óvæntur glaðningur.
Munduð þið halda að YoYo bótíur muni éta zebra neríturnar? Höndla þeir svo stóra snigla?
Mér finnst það afar líklegt, jáSven wrote:Munduð þið halda að YoYo bótíur muni éta zebra neríturnar? Höndla þeir svo stóra snigla?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Þetta lítur nú bara út fyrir að vera venjulegur arfi þetta dæmi sem kom upp úr balanum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Sæll Stephan, ég hef pantað þetta að utan, epsom salt er í raun bara magnesíum súlfat (MgSO4)
til að hækka hörkuna, þarf að bæta við alla þá þætti sem byggja upp hörku, líka gott að bæta við smá kalki (sem er nær ekkert af í vatni á Íslandi) og líka matarsóta.
Í 210 búrið mitt nota ég (þegar það er fullplantað) á viku hverri við 50% vatnsskipti til að hækka hörkuna á vatninu.
1 1/2 tsk Cacl2 (kalk)
1 tsk matarsóda
1 tsk epsom salt
Ég hef pantað allar næringarvörurnar sem ég nota af netinu þar sem öll þessi efnir eru margfalt dýrari hérlendis. T.d kostar 250gr af KNO3 1500 kall í skólavörubúðinni, efni sem kostar um 100 kall erlendis.
Hér er síðan sem ég hef pantað af
http://www.aquariumfertilizer.com/
Hér er linkur á síðu með upplýsingar um EI (estimative index) gróðurnæringarpælingar
http://www.barrreport.com/estimative-in ... -kits.html
Hér
til að hækka hörkuna, þarf að bæta við alla þá þætti sem byggja upp hörku, líka gott að bæta við smá kalki (sem er nær ekkert af í vatni á Íslandi) og líka matarsóta.
Í 210 búrið mitt nota ég (þegar það er fullplantað) á viku hverri við 50% vatnsskipti til að hækka hörkuna á vatninu.
1 1/2 tsk Cacl2 (kalk)
1 tsk matarsóda
1 tsk epsom salt
Ég hef pantað allar næringarvörurnar sem ég nota af netinu þar sem öll þessi efnir eru margfalt dýrari hérlendis. T.d kostar 250gr af KNO3 1500 kall í skólavörubúðinni, efni sem kostar um 100 kall erlendis.
Hér er síðan sem ég hef pantað af
http://www.aquariumfertilizer.com/
Hér er linkur á síðu með upplýsingar um EI (estimative index) gróðurnæringarpælingar
http://www.barrreport.com/estimative-in ... -kits.html
Hér
Epsom salt fæst í 250 gr staukum í apótekum og 25 kg pokum í Garðheimum, kílóverðið í Garðheimum er ansi mikið hagstæðara. Það er svo hægt að nota Epsom salt í ýmislegt annað en fiskabúr t.d. er Epsomsalt aðal undirstaðan í baðsöltum fyrir mannfólk og gerir húðinni virkilega gott.
Hér má lesa sér til um undraefnið Epsom salt:
http://en.wikipedia.org/wiki/Magnesium_sulfate
Hér má lesa sér til um undraefnið Epsom salt:
http://en.wikipedia.org/wiki/Magnesium_sulfate
Flott, ég vil samt leggja áherslu á að það er alls ekki sniðugt að nota bara epsom salt til að hækka hörkuna og sleppa kalki. Þetta verður að haldast nokkurnveginn í hendur þar sem að það er mjög lítið kalk í vatninu hérlendis, Gh er að mestu samansett úr kalki, magnesíum og natríum. Kalkið stendur fyrir rúmlega 50% af hörkunni en magnesíum fyrir um 25% Því er ekki gott að hafa of mikið magnesíum (úr epsom) og of lítið af kalki.
Jæja, ég hef lent í nokkru basli með að leysa kolsýruna nógu vel upp í vatnið og er ekki að ná nógu háu koslýrustigi í vatnið. Ég þarf því að breyta reactornum smá til að koma í veg fyrir að það byggist upp co2 efst í honum sem dregur úr virkni reactorsins.
Ég fer að fiffa þetta þegar ég fæ fiskadótsendinguna mína sem inniheldur m.a. slöngur á dæluna þannig að ég get tengt framhjá reactornum á meðan breytingum stendur.
Þangað til, nota ég krakkpípuna eins og ég kalla hana, hún leysir ágætlega upp co2 með því að brjóta loftbólurnar upp í ótal örfínar loftbólur sem leysast mun auðveldar upp í vatnið heldur en færri stærri loftbólur sem stíga mun hraðar til yfirborðsins.
Af plöntum er það að frétta að Ceratophyllum-in vex alveg fáránlega hratt, eins og má sjá.
Óþekktu plönturnar tvær eru farnar að taka við sér og vonandi styttist í að maður geti farið að sjá hvað þetta er. Sú sem er lengst til vinstri virðist hinsvegar vera dauð, allavegana hefur ekkert nýtt vaxið á henni.
Yfirlit yfir búrið í lokin. Svo get ég vonandi losað mig við Egeriuna þegar pðlöntusendingin mín kemur, þá ætti að fara komast eitthvað jafnvægi á þetta. Get ég farið að gefa eitthvað af næringu, aukið ljósið og svo vonandi kolsýrumálin komin á hreint á sviðupuðum tíma.
Ég fer að fiffa þetta þegar ég fæ fiskadótsendinguna mína sem inniheldur m.a. slöngur á dæluna þannig að ég get tengt framhjá reactornum á meðan breytingum stendur.
Þangað til, nota ég krakkpípuna eins og ég kalla hana, hún leysir ágætlega upp co2 með því að brjóta loftbólurnar upp í ótal örfínar loftbólur sem leysast mun auðveldar upp í vatnið heldur en færri stærri loftbólur sem stíga mun hraðar til yfirborðsins.
Af plöntum er það að frétta að Ceratophyllum-in vex alveg fáránlega hratt, eins og má sjá.
Óþekktu plönturnar tvær eru farnar að taka við sér og vonandi styttist í að maður geti farið að sjá hvað þetta er. Sú sem er lengst til vinstri virðist hinsvegar vera dauð, allavegana hefur ekkert nýtt vaxið á henni.
Yfirlit yfir búrið í lokin. Svo get ég vonandi losað mig við Egeriuna þegar pðlöntusendingin mín kemur, þá ætti að fara komast eitthvað jafnvægi á þetta. Get ég farið að gefa eitthvað af næringu, aukið ljósið og svo vonandi kolsýrumálin komin á hreint á sviðupuðum tíma.
komið. vargur hvað?Sven wrote:hehe, úbbs, kanski að vargurinn kippi þessu í liðinn, ég virðist ekki geta eytt öðrum póstinum út.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net