Hjálp!!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Hjálp!!

Post by Heiða »

Ég á 60 lítra búr og þetta er allt að fara í vaskinn. Allt hafði gengið í haginn í mánuð með fiskana mína (fékk þá í lok september) en þá ákvað ég að þrífa búrið. Svo þurfti ég að fara í burtu í 5 daga en þegar ég kom heim.....Já allt er s.s. farið til fjandans, búrið var allt í einu rosalega skítugt og hvítar doppur komnar á bláu og rauðu fiskana (þessir sjálflýsandi með silfraða rönd, veit ekki fræðiheitið)
Einn fiskur var horfinn, af 3 sprækustu (svona röndóttur langsum, gulur og brúnn, gullinn og nei ég man ekki fræðiheitið)
En hins vegar allt í lagi með hina fjóra. Plönturnar hafa hinsvegar vaxið óhugnalega mikið og hratt.
Svo gerðist það í gær að allt í einu var ryksugan horfin! (hún var sprelllifandi í fyrradag) og svo sá ég í gærkvöldi "líkið" af henni, að sjálfsögðu étið af hinum fiskunum. Svo er komin kuðungur í búrið!
Það sem ég held er að þetta tengist eitthvða því þegar ég þreif búrið, kannski ekki notað nógu of hrein áhöld?
Hvað á ég að gera ? Hjálphjálhjálp
Kv.Fiskamorðingin
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvernig þreifstu búrið, þe. hvað gerðir þú ?
Hver hugsaði um fiskana í þessa fimm daga ? Ég hef grun um að það hafi verið stórkostlega offóðrað meðan þú varst í burtu og það sé frekar ástæðan á þessu öllu.
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Post by Heiða »

Já ég held það líka,, mjög rausnarleg manneskja sá um fiskana :s.
Sko það sem ég held að ég hafi gert vitlaust er að ég strauk að innan fiskabúrið með þvottapoka (hreinum að sjálfsögðu)
Gæti hugsanlega hafa verið enn þvottaefni í honum eða hvað ? (efa það samt)
Ég þurfti síðan að nota fötu til að ausa vatni, skolaði hana eins vel og ég gat,, venjulega notuð fyrir skúringar... en hún var alveg hrein!:oops:
Ég setti síðan plöntunæringu út í hreina vatnið miðað við magn, hefði átt að sleppa því ? :oops: :oops: :( :(
Og núna þori ég ekki að róta í búrinu þar sem það er aðeins rúmlega vika síðan í skipti um vatn :(
mér finnst þetta alveg stórkostlega óhugnalegt
En ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist meðan ég var í burtu, hver á hitinn að vera í búrinu? þegar ég kom til baka var hann á bilinu 26'27 og ég man ekki hver hann var áður en ég fór
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Post by Heiða »

Ég hef virkilega á tilfinningunni að ég hafi gert öll mistök....
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef persónulega aldrei þorað að nota skúringagræjur í fiskasullið.. Ég er alltaf með sér fötu sem ég nota í fiskana. Það getur svosem verið að það sé í lagi, en það geta alltaf slæðst einhver efni með.

Ég myndi skipta um slatta af vatni (50% til dæmis), setja svona 40gr af salti í búrið og sjá hvort hvítblettaveikin fari ekki að lagast. Ef ekki, þá þarftu að splæsa í lyf.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Post by Heiða »

já ..... :( ég er bara ekki orðin það þróuð í þessu öllu saman,, en svo er líka eitt ,, sían er orðin alveg sjúklega skítug.... eftir bara viku. Skítugri en heldur hún var eftir mánuð, þe fyrir viku. En þola allir fiskarnir salt ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fiskarnir þola allir þetta mikið salt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Post by Heiða »

hallóhalló :) Núna er ég búin að fara eftir þessu öllu ....(meirað segja búin að fjárfesta í fötu...) óg ég get svo svarið það að þeir eru bara orðnir mun hamingjusamari :mrgreen:
Takk fyrir að svara svona fljótt og fyrir allar fínu ráðleggingar. Nú er bara að bíða og sjá :)
kv.heiða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef filterinn er orðinn svona svaka skítugur þá er þetta klassískt dæmi um offóðrun. Næst þegar þú ferð í frí þá er miklu betra að gefa fiskunum ekkert heldur en að láta svona "rausnarlega" manneskju hugsa um þá.
Post Reply