Ég á 60 lítra búr og þetta er allt að fara í vaskinn. Allt hafði gengið í haginn í mánuð með fiskana mína (fékk þá í lok september) en þá ákvað ég að þrífa búrið. Svo þurfti ég að fara í burtu í 5 daga en þegar ég kom heim.....Já allt er s.s. farið til fjandans, búrið var allt í einu rosalega skítugt og hvítar doppur komnar á bláu og rauðu fiskana (þessir sjálflýsandi með silfraða rönd, veit ekki fræðiheitið)
Einn fiskur var horfinn, af 3 sprækustu (svona röndóttur langsum, gulur og brúnn, gullinn og nei ég man ekki fræðiheitið)
En hins vegar allt í lagi með hina fjóra. Plönturnar hafa hinsvegar vaxið óhugnalega mikið og hratt.
Svo gerðist það í gær að allt í einu var ryksugan horfin! (hún var sprelllifandi í fyrradag) og svo sá ég í gærkvöldi "líkið" af henni, að sjálfsögðu étið af hinum fiskunum. Svo er komin kuðungur í búrið!
Það sem ég held er að þetta tengist eitthvða því þegar ég þreif búrið, kannski ekki notað nógu of hrein áhöld?
Hvað á ég að gera ? Hjálphjálhjálp
Kv.Fiskamorðingin
Hjálp!!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Já ég held það líka,, mjög rausnarleg manneskja sá um fiskana :s.
Sko það sem ég held að ég hafi gert vitlaust er að ég strauk að innan fiskabúrið með þvottapoka (hreinum að sjálfsögðu)
Gæti hugsanlega hafa verið enn þvottaefni í honum eða hvað ? (efa það samt)
Ég þurfti síðan að nota fötu til að ausa vatni, skolaði hana eins vel og ég gat,, venjulega notuð fyrir skúringar... en hún var alveg hrein!:oops:
Ég setti síðan plöntunæringu út í hreina vatnið miðað við magn, hefði átt að sleppa því ?
Og núna þori ég ekki að róta í búrinu þar sem það er aðeins rúmlega vika síðan í skipti um vatn
mér finnst þetta alveg stórkostlega óhugnalegt
En ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist meðan ég var í burtu, hver á hitinn að vera í búrinu? þegar ég kom til baka var hann á bilinu 26'27 og ég man ekki hver hann var áður en ég fór
Sko það sem ég held að ég hafi gert vitlaust er að ég strauk að innan fiskabúrið með þvottapoka (hreinum að sjálfsögðu)
Gæti hugsanlega hafa verið enn þvottaefni í honum eða hvað ? (efa það samt)
Ég þurfti síðan að nota fötu til að ausa vatni, skolaði hana eins vel og ég gat,, venjulega notuð fyrir skúringar... en hún var alveg hrein!:oops:
Ég setti síðan plöntunæringu út í hreina vatnið miðað við magn, hefði átt að sleppa því ?
Og núna þori ég ekki að róta í búrinu þar sem það er aðeins rúmlega vika síðan í skipti um vatn
mér finnst þetta alveg stórkostlega óhugnalegt
En ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist meðan ég var í burtu, hver á hitinn að vera í búrinu? þegar ég kom til baka var hann á bilinu 26'27 og ég man ekki hver hann var áður en ég fór
Ég hef persónulega aldrei þorað að nota skúringagræjur í fiskasullið.. Ég er alltaf með sér fötu sem ég nota í fiskana. Það getur svosem verið að það sé í lagi, en það geta alltaf slæðst einhver efni með.
Ég myndi skipta um slatta af vatni (50% til dæmis), setja svona 40gr af salti í búrið og sjá hvort hvítblettaveikin fari ekki að lagast. Ef ekki, þá þarftu að splæsa í lyf.
Ég myndi skipta um slatta af vatni (50% til dæmis), setja svona 40gr af salti í búrið og sjá hvort hvítblettaveikin fari ekki að lagast. Ef ekki, þá þarftu að splæsa í lyf.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net