3 dóu úr losti við vatnaskipti :(
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
3 dóu úr losti við vatnaskipti :(
Ég var að skipta um vatn í gær svona einsog oft áður. Nema hvað þegar ég var að hella nýja vatninu í fengu balahákarlarnir mínir sjokk og voru með allkyns skrítnar kúnstir, reyndu að stökkva uppúr búrinu og grafa sig ofan í sandinn, sem sagt vægast sagt alveg klikkaðir (og voru þeir nú stressaðir fyrir svona að eðlisfari) svo lögðust þeir bara á bakið og dóu allir 3
Þetta gerðist á umþb 2 mínútum. En allir hinir íbúar búrsins eru við hestaheilsu ... eða fiska og þeir eru 4 skalar, 1 ryksuga, 5 pínu litlir álar og 2 fiðrildafiskar.
Hér er mynd af þeim sem féllu, blessuð sé minnig þeirra
http://www.fishfiles.net/up/0711/cynmbi ... karlar.jpg
Mín ágiskun er sú að þeir hafi dáið vegna þess hvað vatnið kólnaði skyndilega. Ég hef aldrei gert neinar ráðstafanir til þess að hita hreina vatnið neitt áður en ég set það útí en það er kannski ástæða til þess ef þetta getur gerst. Hvað með ykkur ? Lumar einhver á góðri vatnaskiptatækni ?
Þetta gerðist á umþb 2 mínútum. En allir hinir íbúar búrsins eru við hestaheilsu ... eða fiska og þeir eru 4 skalar, 1 ryksuga, 5 pínu litlir álar og 2 fiðrildafiskar.
Hér er mynd af þeim sem féllu, blessuð sé minnig þeirra
http://www.fishfiles.net/up/0711/cynmbi ... karlar.jpg
Mín ágiskun er sú að þeir hafi dáið vegna þess hvað vatnið kólnaði skyndilega. Ég hef aldrei gert neinar ráðstafanir til þess að hita hreina vatnið neitt áður en ég set það útí en það er kannski ástæða til þess ef þetta getur gerst. Hvað með ykkur ? Lumar einhver á góðri vatnaskiptatækni ?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Já ég hef alltaf bara sett kalda vatnið beint úr krananum og aldrei verið neitt vesen, það var einhver búinn að segja mér að það mætti alls ekki fara hitaveitu vatn í búrið heldur þyrfti að hita upp kalt vatn og það er eitthvað sem ég hef aldrei nennt að standa í, en alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Ég skipti um 50% ca í gær.
Já nú líður mér einsog algerum kjána
Ég tek vatnið úr búrinu með slöngu, en þegar ég set hreina vatnið í þá helli ég því í gegnum gróft sigti til þess að minnka "lætin" við það. Svona hef ég gert þetta alla tíð og ég er búin að vera með búrið síðan í apríl og ég hef ekki orðið vör við það að fiskarnir séu að stressast mikið við þetta.
Balahákarlarnir hafa reyndar alltaf verið stressboltar og hafa kannski ekki mátt við miklu.
Þar ég að setja vatnið í aftur með slöngu og hvernig er það þá gert ??
Ég tek vatnið úr búrinu með slöngu, en þegar ég set hreina vatnið í þá helli ég því í gegnum gróft sigti til þess að minnka "lætin" við það. Svona hef ég gert þetta alla tíð og ég er búin að vera með búrið síðan í apríl og ég hef ekki orðið vör við það að fiskarnir séu að stressast mikið við þetta.
Balahákarlarnir hafa reyndar alltaf verið stressboltar og hafa kannski ekki mátt við miklu.
Þar ég að setja vatnið í aftur með slöngu og hvernig er það þá gert ??
Það að skipta um 50% af vatni og setja kalt vatn í staðinn er bara bull. Þú hefur líklega lækkað hitastigið í búrinu niður í 15 gráður eða svo. Ert bara heppinn að hinir fiskarnir hafi ekki drepist líka. Svo setur þetta líka bakteríuflórinu í búrinu á hliðina og ágætis líkur á því að einhverjir sjúkdómar komi upp í kjölfar svona vatnsskipta.
Þetta væri í lagi ef þetta væru bara 5% eða eitthvað smotterí, en 50% er bara rugl.
Þetta væri í lagi ef þetta væru bara 5% eða eitthvað smotterí, en 50% er bara rugl.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Hérna er það sem ég nota. Ég stilli hitastigið eftir tilfinningu minni fyrst, svo set ég þetta upp á blöndunartækið. Skrúfa frá og læt vatn fyrst renna í búrið til að fylla slönguna, skrúfa fyrir og tek kúplinguna frá.
Hengi U-beygjuna á salernisbrúnina og þá rennur vatn úr búrinu. Þegar nóg vatn er farið úr, þá lyfti ég U-beygjunni það hátt upp að það hætti að leka og fer með hana á blöndunartækin og skrúfa frá til að fylla búrið!
U-beygjuna keypti ég í Byko. Hún er af affallslöngu fyrir þvottavélar.
Beina rörið er úr Ámunni og var upphaflega notað til þess að ná rauðvíni upp úr bruggkút. Þar sem slangan kemur upp á það var einstefnuloki, þannig að maður stakk endanum ofan í kútinn og rauðvínið sat eftir í rörinu. Þetta var gert til þess að mæla sykurmagnið/alkóhólið í kútnum, svo maður færi ekki yfir 2,25.
Slanga með kúplingu á öðrum endanum sem fer upp á blöndunartæki
og beint rör á hinum endanum, sem fer í búrið og hægt er að "ryksuga" með.
Sturtuslangan skrúfast af blöndunartækjunum og tengið sett þar.
Tengi sem skrúfast upp á blöndunartæki.
Slangan með U-beygjunni komin á blöndunartækin.
U-beygjan farin af blöndunartækjunum og komin á salernisskálina.
Þarna sjáið þið ástæðuna fyrir því að ég nota U-beygju.
Hengi U-beygjuna á salernisbrúnina og þá rennur vatn úr búrinu. Þegar nóg vatn er farið úr, þá lyfti ég U-beygjunni það hátt upp að það hætti að leka og fer með hana á blöndunartækin og skrúfa frá til að fylla búrið!
U-beygjuna keypti ég í Byko. Hún er af affallslöngu fyrir þvottavélar.
Beina rörið er úr Ámunni og var upphaflega notað til þess að ná rauðvíni upp úr bruggkút. Þar sem slangan kemur upp á það var einstefnuloki, þannig að maður stakk endanum ofan í kútinn og rauðvínið sat eftir í rörinu. Þetta var gert til þess að mæla sykurmagnið/alkóhólið í kútnum, svo maður færi ekki yfir 2,25.
Slanga með kúplingu á öðrum endanum sem fer upp á blöndunartæki
og beint rör á hinum endanum, sem fer í búrið og hægt er að "ryksuga" með.
Sturtuslangan skrúfast af blöndunartækjunum og tengið sett þar.
Tengi sem skrúfast upp á blöndunartæki.
Slangan með U-beygjunni komin á blöndunartækin.
U-beygjan farin af blöndunartækjunum og komin á salernisskálina.
Þarna sjáið þið ástæðuna fyrir því að ég nota U-beygju.