Ég var að fatta þessa spjallsíðu og var að skrá mig hérna inn..
Mig langaði bara að kynna mig..
(mér finnst vanta í umræðuhópana svona Kynningarþráð..)
Ég er 27 ára móðir tveggja barna, eigandi nokkrar misstórra gullfiska í 400L Juwel búri.. einnig á ég 30cm Gibba og einn lítinn humar.
Var að fá humarinn og kann ekkert á svoleiðis dýr..
Öll ráð vel þegin með hann.
ég hef verið alllengi á svona spjallþráðum og er frekar þekkt undir nafninu Stubbarnir..
Veit að Vigdís kannast frekar við það
Já velkomin, bendi á kynningaþráðinn í off-topic eins og Inga.
Flottar myndirnar þínar á flickr.com, þú verður sennilega ekki í vandræðum með að snara fram nokkrum fiskamyndum hér.