Búrin mín

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Búrin mín

Post by Gunnsa »

Ætla nú loksins að koma mér upp þræði um búrin mín með myndum og svona :)

Ég er með tvö búr, eitt 60L með 2 Gullfiskum sem eru í pössun hjá mér í 5 mánuði
Myndir af því seinna

Svo er ég með 160L búr með gotfiskum sem fá að fjölga sér að eigin löngun og lyst :D
Eins og stendur eru í búrinu 5 fullorðnir guppy fiskar, ca 8 ungguppyar og svona 25 ný seiði, platy par með 3 seiði, molly par með 1 seiði, ancrista, 2 sae og 2-3 sniglar

Image
Heildarmynd af búrinu þegar það var nýbúið að fylla af vatni, enn hellings grugg og ógeð - Engir fiskar komnir í

Image
Egyptalands dæmið í búrinu :)

Image
Unglingarnir í hópsundi, nýkomnir úr pokanum (LOKSINS ;))

Image
Hleðsla sem er úr grjóti úr sveitinni minni

Image
Image
Guppy karlar sem báðir eru fæddir í búrinu hjá mér

Image
Platy seiði

Læt þetta nægja í bili
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ertu með bleika peru eða eru þetta áhrifin frá veggnum?
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Er með bláa saltvatnsperu og rauðan vegg = fjólblátt búr :P
Peran fylgdi með búrinu þegar ég keypti það
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Heildarmyndin af búrinu er svo gruggug að það sést illa en ég myndi bæta við smá gróðri.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ég er með 4 plöntur í búrinu.. þær sjást bara ekki á neinni mynd
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Pant fá ógrugguga mynd!
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Það er smá issue:P Búrið er ennþá frekar gruggugt og þokukennt..
Þarf bara að skipta út meira vatni held ég..
En ég er að vinna í þessu :P
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Mín var í mogganum mánudaginn 29. okt :D
Amma var að taka viðtal við mig útaf gæludýrahaldi heimilisins

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... id=1172498
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Geturðu nokkið peistað greininni hérna? Maður þarf að vera áskrifandi til að sjá hana á netinu..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Úr Mbl.

Dvalarheimili aldraðra heimilisdýra
Ikarus Ungur og hress, rúmlega eins árs naggrís, lætur fara vel um sig hjá eiganda sínum.
Í Kópavogi búa í sæmilegu samlyndi tveir aldraðir kettir, naggrís, 40 gotfiskar og 2 gullfiskar ásamt heimafólki. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við heimasætuna Gunnhildi Ævarsdóttur. Hún er ári eldri en kettirnir og saknar þriggja dáinna naggrísa og nokkurra stökkmúsa.
Image
Image
Image
Tveir aldraðir kettir, einn naggrís, 40 gotfiskar og tveir gullfiskar eiga heimili við Kársnesbrautina í Kópavogi ásamt heimilisfólki. Gunnhildur Ævarsdóttir er ári eldri en kettirnir, sem eru 16 ára gamlir.
"Ég og systur mínar tvær fengum Hagbarð og Hinrik þegar þeir voru kettlingar. En ég man aldrei eftir þeim öðruvísi en fullorðnum," segir Gunnhildur, sem hugsar alfarið um fiskana og svolítið um naggrísinn.
"Naggrísinn Ikarus er ungur og hress, rösklega eins árs. Við áttum áður grísinn Edda, sem var mjög elskaður naggrís, prinsinn á heimilinu, en hann dó af því að tannræturnar uxu upp í augnbotnanna, það var svo sárt að hann hætti að borða. Í þrjár vikur handmötuðum við hann 8 sinnum á sólarhring en það gekk ekki. Hann er jarðaður uppi við sumarbústaðinn okkar ásamt tveimur öðrum naggrísum, Tý og Salómon, sem dóu fyrir skömmu, annar úr lungnabólgu en hinn úr þunglyndi og sorg, hann saknaði svo bróður síns. Það var kannski eins gott hann fékk að fara líka þar sem hann var lamaður á afturfótum og búinn að missa annað augað. Hann hætti að borða þegar bróðir hans dó. Mamma reyndi að lækna þann með lungnabólguna með lyfjum í samráði við dýralækni – en það gekk ekki og heldur ekki að halda lífinu í hinum. Kettirnir eru við furðu góða heilsu núna þótt þeir hafi verið talsvert heilsulausir undanfarin ár. Hinrik er reyndar heyrnarlaus og Hagbarður heyrnardaufur. Hinrik er með sykursýki og þurfti mamma lengi að sprauta hann með insúlíni en honum hefur skánað svo þess þarf ekki lengur, hann er líka með hæggengt krabbamein en finnur ennþá lítið fyrir því. Meðan dýrin okkar þjást ekki fá þau að lifa. Hagbarður er hrakfallabálkur, hann datt sofandi í fyrra úr sófanum niður í steinsteypta gluggakistu og kjálkabrotnaði svo það þurfti að skrúfa saman á honum kjálkann. Bróðir hans varð mjög hræddur við hann nokkra daga vegna skrúfunnar og lyktarinnar af dýralæknastofunni.

Við áttum fyrir ekki löngu stökkmýs sem urðu líka háaldraðar – biðu nokkuð lengi eftir að komast til himna. En fiskarnir eru allir ungir og sprækir. Ég keypti þá í ýmsum dýrabúðum í bænum, nú eru þeir orðnir um 40. Það þarf að passa seiðin, ef fullorðnu fiskarnir ná í þau þá éta þeir þau. Gullfiskana erum við með í pössun. Frænka mína á þá. Annar þeirra er nokkuð gamall en mér fannst honum leiðast svo ég keypti handa honum annan fisk sem félagsskap. Þeir sýnast mjög hressir saman."

– Er ekki erfitt að vera með svona gömul og heilsulaus heimilisdýr?

"Það getur verið svolítið erfitt ef maður hefur grun um að þau eigi ekki langt eftir. Það var mjög sárt þegar naggrísarnir dóu. Verst var þegar Eddi fór því ég átti hann, en auðvitað var líka mjög leiðinlegt þegar bræðurnir dóu. Það varð tómlegt í stofunni, þeir voru fluttir upp á borðstofuborð í stórt búr sem var fullt af heyi. Við höfum fengið hey frá bæ þar sem mamma var í sveit sem barn. Naggrísir þurfa hey bæði til að borða og liggja í og búa sér til hálfgerð hreiður úr. Það þarf að skipta reglulega á heyi svo ekki komi lykt."


Köttum og naggrísum semur illa
– Hvernig líkar köttunum við naggrísi?

"Mjög illa, þeim finnst greinilega vond lykt af þeim og svo taka þeir athyglina frá þeim. Þetta eru innikettir og fá í mesta lagi að fara út á svalir. Þeir eru orðnir dálítið geðvondir, þola illa hávaða og rask á heimilinu og er alls ekki vel við margmenni og heimsóknir. Þeir fara rosalega úr hárum og þess vegna þarf að ryksuga mikið."

– Er 16 ára köttur ekki orðinn talsvert gamall?

"Jú, innikettir verða ekki mikið meira en 15 ára en þó veit ég um 20 ára læðu. Hún býr reyndar í íbúðinni fyrir neðan okkur og fer út en þá bara rétt fyrir utan húsið, hún er með exem og er sjóndöpur."

– Hvað borða svona aldraðir kettir?

"Þeir eru á sérfæði fyrir sykursjúka ketti. Hagbarður er orðinn hálftannlaus en getur samt borðað þetta fæði."

– Hefur ykkur aldrei dottið í hug að fá ykkur hund?

"Jú, pabbi hefur gælt aðeins við þá hugmynd að fá sér veiðihund en ég held að mamma og pabbi vilji ekki standa í meira dýrabrasi fyrr en eftir talsverðan tíma. Nokkuð lengi hefur heimilið okkar verið einskonar "dvalarheimili aldraðra heimilisdýra". Ég vona þó að kettirnir verði 20 ára og naggrísinn getur orðið 6 ára, sem er toppaldur slíkra dýra. Ég er 17 ára og vonandi lifa þessi dýr meðan ég bý heima. Þess ber að geta að kærastinn minn á fiskana með mér og hann á hund heima hjá sér sem er líka mjög gamall."

gudrung@mbl.is
Last edited by Rodor on 03 Jan 2008, 23:32, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er greinilega ekki slæmt að vera gæludýr á ykkar heimili, vel hugsað um kvekindin :-)
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

gamann að minnast á það, köttur sem ég átti dó núna fyrr á árinu og var hann orðinn 18 ára!.. aalgjör hlunkur, hálfgert tígrisdýr!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

KREATOR!!!!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég á Extreme aggression plötuna áritaða. 8)
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ingó á hana bara á venjulegum cd og vinyl, óáritað, þannig að hann er farinn í fílu..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nú fer hann að grenja, ég á hana líka á myndaplötu.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Yup, rétt hjá þér.. hann fór að gráta..
Bíddu bara þangað til hann fer að monta sig að Iron Maiden safninu sínu (trúlega stærsta safn landsins, eða allavega með þeim stærstu þá)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Pfuffh Iron maiden, ekki minn tebolli. Ég dreg bara fram Slayer safnið mitt. :-)

Image
Þessi þráður er kominn aðeins út af sporinu.
Birkir !
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ein ógruggug heildarmynd handa Ástu :)

Image
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Vatnaskipti í gangi með tilheyrandi flóðum og veseni :P En það gengur ágætlega núna

Bættum við í búrið í dag :D
Fékk ca 10 neon tetrur (held ég) á frábærum afslætti í Dýragarðinum og 4 guppy kerlingar, sú fullorðna sem ég var með drapst í morgun.. Fékk 1 bláa, 2 rauðar, snakeskin og venjuleg og svo eina svarta :)

Svo er ég að spá í að bæta við einhverju fleiru, veit bara ekki hverju.. Hugmyndir? :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, já, þetta er allt annað að sjá. Flott búr.

Ef þú ætlar að bæta í búrið myndi ég finna einhverja aðeins stærri fiska til að hafa í bland, t.d. gúrama eða congo tetrur.
Annars er svona fiskaval mikið smekksatriði.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Jæja, við skelltum okkur í fiskabúr.is til Vargsins, kom heim með stóran og stæðilegan brúsknef í poka. Hann var nú bara settur í búrið þar sem kellan mín er. En nú spyr ég, er það alveg bókað mál að þau pari sig og hrygni? Ef þau þurfa einhver sérstök skilyrði, hvernig er það þá?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

skella barry white á fóninn og sjá hvað gerist bara
-Andri
695-4495

Image
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Hann gæti verið samkynhneigður eða sjáfkynhneigður,já eða bara kellan svo forljót að hann vill ekki sjá hana,Þannig að þú sér að ekkert er bókað :-)
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Jæja. Update 30. 1. 2008 :)

Fór í Dýragarðinn með nánast alla gotfiskana (allir nema fötluð guppy kerla og gamall og lúinn molly karl) og skipti þeim út fyrir par af dvergsíkliðum sem ég man ekki hvað heita :D
Set inn mynd rétt bráðum..

Í öðrum fréttum þá tapaði ég ÖLLUM gögnum úr tölvunni minni. Hálft ár af myndum, glósur og allt bara. Fékk vírus sem skemmdi uppsetninguna á tölvunni minni :evil:
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Image
Image

Hérna eru myndir af parinu, getur einhver vitur sagt mér hvað þau heita og hvaða hitastig þau þurfa :)

Er líka að spá hvernig er best að fóðra þá? Er með mat núna sem heitir TetraMenu
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér sýnist þetta vera einhver týpa af Pelvicachromis en ég þekki þá ekki nógu vel til að geta sagt eitthvað nánara.
Fínir í hitastigi í kringum 25° og éta flestallt fóður, eru samt hrifnastir af smáum kúlum sem sökkva.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ég er semsagt alveg örugg með flögufóður í bili?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já já, þeir eru ekkert að fara að drepast af því.
Þetta er svo td. fóðrið sem væri gott þegar fram líða stundir.
Image
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

okay

Núna er ég nýbúin að sleppa þeim í búrið og enn sem komið er liggja þau bara á botninu (anda alveg og allt það). Það er alveg normal fyrir nýbúa, er það ekki?
Post Reply