Fjölgun á Demansoni

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Fjölgun á Demansoni

Post by biggihb »

Sæl öll sömul held að síðast þegar ég skrifaði á fiskasíðu hafi það ekki verið hér svo þetta er mín innkoma hér á þessum vef ég er með 180l búr og aðallega með Demansoni sem eru frábærir ég fékk mér um 20 stk plús rykrugur og fl ég hef þetta inni í stofu og búrið er frábær stofupríði og hef verið það síðastliðin þrjú ár með hinum og þessum fiskum, en ég byrjaði fyrir um hálfu ári með Demansoni ég hef aldrei pælt í ræktun og þó seiði hafi komið hef ég ekkert gert í því og þau sjálfkrafa orðið náttúrulegt fóður en nú er svo komið að ég byrjaði með um 20 stk Demansoni og þeir byrjuðu að fjölga sér og seiðin eru svo sjálfbjarga að það eingöngu fjölgar í búrinu svo núna í þessu frekar litla búri eru orðið milli 40 og 50 stk Demansoni get ég ekki selt þessi auka í fiskabúðir og ef svo er einhver ákjósanleg stærð sem þeir vilja núna hef ég allann skalan af stærðum ????

Svo annað mál ef einhver sem þetta les hefur vit og áhuga á Canon myndavélum og aðalega þá linsum vill hann þá endilega hafa samband við mig á gls@simnet.is eða hér gegnum skilaboðin ég þarfnast nokkurra ráðlegginga með myndavélar og linsur sem ég þarf til nota þá er ég að tala sérstaklega um Canon EOS 400D og ljósnæma linsu sem mundi passa við myndatöku í fimleika og hestaíþróttahöllum þ.e þar sem lýsing er léleg og myndefnið er á mikilli hreifingu, endilega ekki hika við að hafa samband þar sem ég er algjör auli með linsuval og vantar ráð í sambandi við kaup á linsum.

kv.
Birgir
Lífið er ekki bara salltfiskur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Demasoni eru frábærir fiskar sjálfur er ég reyndar alltaf í vandræðum með þá. Það er eins og þeir drepi hvern annan eða láti stærri fiska ganga frá sér þegar þeir komast á fullorðinsaldur. Ég var með 17 stk fyrir nokkrum vikum en nú eru bara 5-6 eftir. :cry:

Sumar verslanir taka þessa fiska í skiptum fyrir nauðsynjar en vilja þá helst hafa þá 3-5 cm. Ég gæti reyndar persónulega verið til í slatta af fiskum hjá þér og þá skiptir stærðin litlu máli.

Ég er eimmitt sjálfur með Canon Eos 400, stórskemmtileg vél, þú ættir að kíkja á ljosmyndakeppni.is en þar getur þú pottþétt fengið svör við öllum linsuspurningum, ég held að ég hafi eimitt verið að lesa einhvern þráð þar um daginn varðandi myndatökur í íþróttahúsum.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Persónulega finnst mér demansoni einmitt mjög skemmtilegir, og væri vel til í nokkra til að fjölga þeim hjá mér. Þeir eru þó soldið minni máttar í búrinu þar sem þeir eru núna.

og yfir í Canon vélar þá er ég sjálfur að nota Digital Rebel XT sem er í raun sama vél og EOS 350D, stórskemmtileg græja.
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

takk takk er búin að lesa mér til um linsur og veit núna hvernig linsu ég þarf sem er ekki sú ódýrasta he he
Lífið er ekki bara salltfiskur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvaða linsa er það sem þig vantar ?
Hvar fannstu þessa linsulesningu ?
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

jamm ljósnæmni þarf að vera 2,5f eða jafvel meiri las þetta á síðunni sem þú benntir á
Lífið er ekki bara salltfiskur
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Hér er fín síða með góðum upplýsingum um linsur fyrir vélina þína. Fljótlegast er að lesa bara "Verdict" um hverja linsu. Það er neðarlega á síðu.
http://www.photozone.de/8Reviews/index.html
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Jæja fékk mér vél en ekki það sem ég hugsaði um í upphafi endaði á videovél með hörðum disk og linsu sem er 1,2f í ljósnæmni tel að þar með hafi ég sloppið frekar billega þó pakkinn hafi kostað yfir 100þús en sjálf vélin er JVC Everio HDD 30 gíg í upptöku og 7 tímar í dvd gæðum ef ég hefði farið í Canon 400 vél ásamt linsum sem hefðu hentað hefði verðið orðið um og yfir 250þús svo vel hefði verið
Lífið er ekki bara salltfiskur
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

já og svo smá uppdate af búrinu: fór og seldi 10 stk af Demansoni um daginn til Vargs og gerði um leið smá breytingar á búrinu tók mikið af steinum út til að þrífa, svo eins og tíu dögum seinna raðaði ég þeim aftur upp en komst að því að það vantar meginhlutan á sporðinn á einn karl Demansoni en ég held að það hafi verið vegna þess að það vantaði felustaði og þá upphófust slagsmál um þá fáu staði sem hægt var að verja vona að það róist í búrinu núna.
Annað mál er að í byrjun fékk ég mér fjögur stk Brúsknefja en hef í seinni tíð ekki séð nema tvo, einn af hvoru kyni mig langar til að sjá hvort ég geti fengið seyði frá þeim en núna er enga Brúsknefja að sjá í búrinu og um mánuður síðan ég sá þá seinast núna er smá pæling í gangi um að fá mér eins og fjóra til sex Brúsknefja í búrið og sjá hvað gerist :-)

Kv.Biggi
Lífið er ekki bara salltfiskur
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

svona smá hugleiðing nú er ég aðalega með demansoni og búraðstæður eru miðaðar við þá fiska en ég er einnig með í búrinu nokkra brúsknefja þ.e tvo fullorðna og fimm stk. yngri ég hef verið að huga að því hvernig ég geti fjölgað þeim í búrinu en það er er eingöngu skeljasandur og grjót í búrinu spurninginn er þarf ég að gera eitthvað til að brúsknefurinn fjölgi sér nú hef ég séð á spjallinu að hann hrygni í kókósmjókurskel gerir það mér eitthvað gagn það mundi breyta ph hlutfalli í búrinu sem ég get að sjálfsögðu breytt með ph stilli en hvað ráðleggið þig mér hvernig fæ ég brúsknef til að fjölga sér í svona búri ?????

kv. Birgir
Lífið er ekki bara salltfiskur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Brúskarnir ery dyntóttir, persónulega hef ég aldrei orðið var við hrygningu hjá þeim í Malawi búrum hjá mér þó það geti vel hafa gerst.
Ég hef aldrei ræktað brúska og vonandi getur einhver annar gefið þér einhver trix til að koma hrygningu af stað en ég hef áhyggjur af því að brúskaræktun gangi ekki í Malawi búri því sennilega verða demasoni fljótir að týna upp eða drepa seyðin þegar þau fara á stjá.
Nær væri að útbúa eitthvað búr fyrir parið svo þú hafir betri yfirsýn á málunum.

Hvernig væri svo að taka fram myndavélina góðu og sýna okkur búr og fiska ? :wink:
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Jæja og nú er löngu seinna he he. Búrið hjá mér er ósköp sjálfstætt hef aldrei gert neitt til að fölga í því en nú er svo komið að demansoni eru um 40.stk Trofusarnir hafa líka fjölgað sér og svo nú sá ég um daginn 1.stk brúsknefja seiði svo ekki er hægt að segja annað en að hægt sé að fjölga þessum fiskum án þess að andsk,,,, við að vera alltaf að færa þetta milli búra ég hafði hugsað mér að fara að fækka eitthvað Demansoni þar sem búrið er ekki nema 180L en ætla að bíða með það í nokkrar vikur þar sem ég vill ekki hrófla við neinu ef vera skyldu fl brúsknefjaseiði en það verður vissulega gaman þegar ég fer að grisja þá tek ég alla steinanna uppúr búrinu og þá ættu allir íbúarnir að koma í ljós
Lífið er ekki bara salltfiskur
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér sýnist þú eiga ágæta myndavél svo hvernig væri að skella einni mynd af búrinu hér :-)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Ég er úti á sjó eins og er en ætla að smella af nokkrum myndum þegar ég kem heim.

Kv.Birgir
Lífið er ekki bara salltfiskur
Post Reply