Hvaða fordómar eru þetta á móti sniglum.. eitt af veigamestu dýrunum í að eiga fiskabúr.. halda búrunum hreinum og tala nú ekki um að margir hverjir eru mjög flottir þótt þeir hafi sína galla eins og að éta plöntur eins og gengur og gerist með mörg dýr.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Ef ekki gengur að drepa þá þá er bara taka alla fiskana og gróðurinn úr búrinu og setja sjóðandi heitt vatn úr krananum ofan í búrið og þá drepast öll eggin og litlu sniglarnir. Svo er bara strjúka af plöntunum undir kranavatni til að hreinsa restina.
Sniglar eru plága, ef maður vill þá ekki
Ég er búinn að gera þetta nokkrum sinnum í 54 lítra búri, vatnið um 75°C heitt. Það er enn í heilu lagi og í því er Fangasíkliður ásamt seiðum.
Gler þolir alveg svona heitt vatn, hinsvegar getur verið varasamt að snöggkæla gler.