Tvær vatnaskjaldbökur leita að framtíðar heimili.
Ekkert búr fylgir þeim þar sem þeim var dömpað á mig í pappakassa
bjuggu alltof lengi í baðkarinu mínu og nú hafa þær fengið
fiskabúrið mitt (allir fiskar fluttir í minna) til að
skapa viðunandi aðstæður fyrir þær.
Þessi kvikindi lifa lengi og þurfa stórt búr (400L lámark),
setja þarf upp land aðstöðu fyrir þær með tilheyrandi UV-lýsingu og hitaperu
Því er uppsetningin kostnaðarsöm en skjaldbökurnar sjálfar gefins
til þess sem hefur gert aðstöðu fyrir þær.
Vil benda á að vatna skjaldbökur eru ekki dýr sem maður handfjatlar
mikið, né eitthvað sem er sniðug gjöf handa ungum krökkum.
Bæði vegna hættu á salmonellu smiti hjá óvitum og vegna
andlegri líðan dýranna sjálfra.
Þeim virðist semja vel við hvora aðra, get ekki alveg
verið viss um kynin, (einhver af fyrri eigendum klippti neglurnar, svo þær lúkka báðar kvk).
Líklega er þetta kvenn- og karldýr.
Skipta þarf reglulega út vatni hjá þeim, helst vikulega.
Einnig þarf að hafa öfluga tunnudælu til að viðhalda
góðri flóru í búrinu þar sem vatnskipti eru stór og oft.
Skelin á þeirri stærri mælist 25cm (head to tail) en
kvendýrin af þessari tegund (Trachemys scripta ,,elegans") verða um 20-30cm,
hin er c.a. 10-15cm, eins og karldýrin verða.
Bæði dýrin hafa mjög opinn persónuleika og auðvelt
að tengjast þeim, þarf að hafa mig alla við til að ,,halda þeim ekki"
Eru nebbla furðu skemmtilegar, meira að segja fyrir mig sem
hef ENGANN áhuga á svona krílum
Voru með lélega skel þegar ég tók við þeim sem má rekja
til skorts á almennilegu þurrk svæði og skort á UV-lýsingu.
Skeljarnar eru allar að koma til en hugsa að ég endi með að
bursta skeljarnar og sjá hvort þær verði ekki en betri,
en þær fóru að lagast af sjálfu sér um leið og skjaldbökurnar
gátu þurrkað sig almennilega.
Hér séu myndir af krílunum
Það segir sig sjálft að þær þurfa að fara sem fyrst, fiskarnir mínir horfa
grimmdar augum á þær
Maðurinn minn líka
Svo er fiskabúrið mitt alltof lítið fyrir þær, eiginlega ekkert sundpláss
En ég er tilbúin að ,,geyma" þær þar til fólk kemur sér upp aðstöðu
Hafið samband við mig í ep eða email vicky@internet.is
Vatna skjaldbökur
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact: