Byrjaði á því að raða steinunum mínum og rótunum mínum voða flott í búrið og byrjaði að fylla á búrið.
Neinei auðvitað tóku flottu ræturnar sem eru búnar að þorna í geymslunni í 3 ár uppá því að fljóta upp,
eftir smá væl og vein sökk minni rótin að sjálfdáðum en stærri rótin ætlar ekki að sökkva á næstunni.
Þannig að ég varð að endurraða öllu og festa rótina niður með grjóti.
Fór svo í dýragarðinn og fann þar eina flotta rót í viðbót sem var ekki með neitt vesen og sökk strax.
Keypti líka 4 gúbbífiska sem eiga að koma flórunni af stað.
Það hefur náttúrulega enginn gaman að svona póst nema hafa myndir með svo að við setjum nokkrar

Svona var ég búinn að raða þessu upp áður en ég setti vatnið í og var nokkuð sáttur bara nema þarna vantar nýju rótina

Svona s.s. lítur það út núna og íbúarnir eru 4 gúbbíar sem hafa ca 400L af vatni að svamla í
Blái fiskurinn er sérinnfluttur frá danmörku ef einhver getur tegundargreint hann þá er hann snillingur
Endilega kommentiði á þetta hjá mér hvað má betur fara og svona

Það verða einhverjar lifandi plöntur þarna á næstunni