Jæja, það hefur verið smá slappleiki í búrinu hjá okkur en allt virtist nú vera að lagast. Við hækkuðum hitastigið í um 28 gráður á meðan á þessu stóð og lækkuðum það síðan þegar allt var farið að líta vel út.
Svo í morgun sjáum við hvítan orm syndandi um í vatninu. Hélt sig við yfirborðið. næstum því 1 cm á lengd. (frekar ógeðslegur )
Við veiddum hann upp úr og nú virðist sem einn fiskurinn sé að verða slappur aftur. Er þetta ekki eitthvað sníkjudýr?
Gæti hár hitinn hafið haldið því í skefjum en þegar við lækkuðum í um 26 gráður að þetta hafi blossað upp aftur?
Virka lyf við svona? Við fengum nefnilega lyf áður og þeir sem voru slappir brögguðust vel við það. En það var smá slikja á þeim sem fór aldrei..
Spurning hvort það sé eitthvað annað lyf til sérstaklega fyrir svona sníkjudýr? Hitt var svona fyrir hvítblettaveiki og slikju á hreistri.
Öll ráð vel þegin
kv. Kristel
Sníkjudýr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þessar ormar eru eðlilegir og meinlausir, þetta kemur sérstaklega í nýlegum búrum og búrum með skeljasandi en þó einnig í eldri búrum, þetta gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum vegna þess að fiskarnir éta ormana með bestu lyst.
Ef þetta er í miklu magni þá er oft gott að bæta botnfiskum í búrið td. bótíum eða corydoras, þeir síðarnefndu eiga þó ekki vel með sikliðum.
Ef þetta er í miklu magni þá er oft gott að bæta botnfiskum í búrið td. bótíum eða corydoras, þeir síðarnefndu eiga þó ekki vel með sikliðum.