Gúbbýkona að springa. Hjálp

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Gúbbýkona að springa. Hjálp

Post by superlady »

hæhæ. vantar ansi mikið aðstoð...
Er með fullt af gúbbýfiskum í búri. Ein konan er búin að verða ólétt nokkrum sinnum og til að byrja með fæddust ungarnir alltaf en nú er hún hætt að skila þeim og við síðustu óléttur þá hefur hún ekkert skilað neinum ungum og hún er bara búin að fitna og fitna. Hún er eiginlega komin með brjóst því það er komin svo mikill þrýstingur framarlega fyrir neðan hausinn. Svo er hún bara öll óstjórnlega feit og komin með sprungur um allan líkamann og líka þynningar í húðinni einhvernveginn. Var að spá hvort hún gæti ekki komið ungunum út eða hvort hún þyrði því ekki því það er svo mikið af ungum fyrir. Pabba datt í hug að skera hana upp en ég hélt ekki. Nú er hún bara í kvöl og pínu, á erfitt með að synda upp því hún er svo þung á sér og liggur eiginlega mest á botninum eins og hæna á hreiðri og andar alveg rosalega hratt enda mikill þrýstingur í líkamanum. Er svona eiginlega að bíða eftir því að hún fari að deyja... nokkuð sem ég get gert?
Hef átt Gúbbý nokkuð lengi og aldrei lent í þessu.

Endilega látið í ykkur heyra ef þið hafið eitthvað um þetta að segja.
takktakk
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

hæhæ

Post by lilja karen »

hún er kannski bara VEL stressuð þú gætir prófað seta hana bara eina og sér.
en annas ætti hún að fara að skila seiðunum fljótt
hvað er langt síðan að hún átti ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta lítur út fyrir að vera stífla í henni.
Ég held ég hafi heyrt einhver húsráð með þetta en man ekki nógu vel hver þau voru.
Bíddu eftir góðum ráðum frá einhverjum sem VEIT hvað á að gera.
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

:(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er sennilega Dropsy.
http://en.wikipedia.org/wiki/Fish_Dropsy
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

Nei það er ekki þetta; Vargur. Hún er sko augljóslega full af seiðum en ekki bara bjúgur.

Nú er smá kúla komin út við fæðingarvegin sem er örugglega það sem er að valda stíflunni. Er að vona að hún fari öll að pompa út. Er samt orðin ansi svartsýn á þetta hjá greyinu. Syndir og borðar en liggur mest og andar ört.

Búin að vera að spá í að setja hana í fæðingarbúr til að gefa henni frið en svo eru hinir ekkert að atast í henni þannig að ég hef ekkert gert það. Stressandi fyrir greyið að vera lokuð inni.

Ef einhver er með ráð eða góða kreistutækni þá látið mig vita ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Öll þessi einkenni sem þú lýsir eiga við dropsy þannig ég tel að um þann sjúkdóm sé að ræða, en hvað veit ég svo sem.
Hvernig sérðu að hún sé augljóslega full af seiðum ?
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

hef líka átt gullfiska og einhver þeirra hefur bólgnað svona út eins og þetta dropsy. Er 99% viss að þetta er ekki það, takk samt ;)
Ég sé það alltaf á rassinum á gúbbý kellunum þegar þær eru óléttar, verða dökkar og dekknar meira þangað til líður að fæðingu. Kellan mín er einmitt mjög dökk að aftan og mig grunar að óléttan inn í henni sé farin að taka meira pláss í líkamanum en bara hið venjulega leg-pláss og því líklega er farið að þrengjast um hin líffærin og koma sprungur á líkamann þar sem ég sé glitta í dökkt nær miðju líkamns.

þyrfti eiginlega að festa þetta á filmu. Ekkert smá massíft.
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

Skellti henni i fæðingarbúr og reyndi aðeins að ýta á blöðruna á rassinum á henni á meðan hún var í háfnum. Ég hef trú á að það sé bara seiði í belg sem er í yfirstærð og bara allt stífl...

var líka að prófa að taka mynd til að sýna ykkur. en kemur bara frekar mikið úr fókus, er samt búin að reyna að taka flassið af.
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

Belgurinn sem hengur smá út úr rassinum á henni er komin pinku ponu lítið meira út en í morgun og nú sé ég inn í honum seiði, blasir þetta fína face við mér. Efast samt að það seiði sé á lífi enda búið að vera í fæðingarveginum í nokkra sólarhringa. Kellingin er nánast hætt að hreyfa sig, liggur bara örmagna á botni fæðingabúrsins og borða ekkert, greyið.
Hugsanlegt að það verði gerðar einhverjar aðgerðir á eftir...

Þetta er nú meira fiska-vesenið... mér grunaði ekki að ég mundi þurfa að standa í svona löguðu. Spurning með að setja æðalegg í hana og gefa henni hríðarörvandi og útvíkkandi lyf! %&#$#"$%& :p
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

haha, það er auðvitað allt reynandi við svona aðstæður.
Hefur einhver heyrt um að setja svona stíflaðar kerlur í volgt vatn?
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Farga henni og hætta láta hana kveljast....greinilega eitthvað mikið að.
Ég er sammála Varginum - held að þetta sé DROPSY - og þá á hún ekki séns...
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Lítur hún eitthvað svona út?

Image

Allavegana fann ég umræðu (http://allfishforums.com/ar/t2904.htm) þar sem þessari mynd er póstað og kellan drapst eftir nokkra daga svona. Svo fór önnur sömu leið.
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

VÁ! Þessi er alveg eins! með sprungur á maganum og eikkað út úr rassinum eins! ótrúlegt! Nema mín er(var) reyndar mun stærri og miklu feitari.

Pabbi fór í uppskurð í gær með greyið, aflífaði hana auðvitað fyrst.

Inní henni var mest loft, ekki mikill vottur um seiði eða egg. Smá einkennilegt grænt slím inn í sem ég veit ekki hvort er eðlilegt þar sem við höfum aldrei staðið í svona stóraðgerðum áður!

Ef einhver veit hvað er að valda þessu þá megiði láta mig vita, hvort það sé eikkað í búrinu eða bara sjúkdómur. Er samt soldið sannfærð að hún hafi verið undir álagi og því beðið með að gjóta og það hafi bara myglað inn í henni og orðið grænt og farið að mynda loft...
Hvað segiði um þá tilgátu?
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Ja, miðað við það sem þú ert að lýsa og það sem ég hef lesið mér til um droopsy, og ef ég heimfæri það yfir á menn (vinn við þetta) þá hljómar þetta eins og droopsy, eða bakteríusýking í kviðarholi með acites sem er að valda þessu.
Veit hvernig þetta er meðhöndlað í fólki, en ekki fiskum... :?
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Dropsy = dauður fiskur í flestum tilfellum.

Ég myndi tæma búrið - sótthreinsa það og setja aftur af stað.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

superlady wrote:VÁ! Þessi er alveg eins! með sprungur á maganum og eikkað út úr rassinum eins! ótrúlegt! Nema mín er(var) reyndar mun stærri og miklu feitari.

Pabbi fór í uppskurð í gær með greyið, aflífaði hana auðvitað fyrst.

Inní henni var mest loft, ekki mikill vottur um seiði eða egg. Smá einkennilegt grænt slím inn í sem ég veit ekki hvort er eðlilegt þar sem við höfum aldrei staðið í svona stóraðgerðum áður!

Ef einhver veit hvað er að valda þessu þá megiði láta mig vita, hvort það sé eikkað í búrinu eða bara sjúkdómur. Er samt soldið sannfærð að hún hafi verið undir álagi og því beðið með að gjóta og það hafi bara myglað inn í henni og orðið grænt og farið að mynda loft...
Hvað segiði um þá tilgátu?

Mér heyrist þú bara vilja endilega að þetta sé ekki dropsy og takir ekki öðru svari gildu...
Ég er sammála öllum hinum, þetta er/var líklega dropsy
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

Já einmitt.. þið eruð eiginlega búin að sannfæra mig enda töluverðir snillingar.
Las aftur yfir Dropsy á wikipediu og sannfærðist eiginlega :p
var bara svo viss um að hún væri ungafull.

En já ég skipti um meiri hluta af vatninu í gær og vona að þetta endurtaki sig ekki.

Takk fyri hjálpina.
Post Reply