Hversu erfitt er að koma upp Gróðurbúri
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Hversu erfitt er að koma upp Gróðurbúri
Sælt veri fólkið. Ég er enginn nýgræðingur í fiskum og mikill síkliðu aðdáandi og hef aðeins verið að spá í að byrja á einhverju littlu gróðurbúri sem ég aldrei gert. Hef aldrei verið með gróður í búri áður og algjör nýgræðingur á því sviði. Þannig að öll tips myndu koma sér rosalega vel og svona allur fróðleikur sem þið búið yfir.
Það er ekkert vesen að koma upp gróður búri, getur t.d. bara nælt þér í 54L búr, smá gróður möl í botninn, síðan nokrar plöntur að egin vali , síðan er líka gott að fá sér Co2 kerfi, nokrir hérna hafa notað þetta frá nutrafin og verið virkilega sáttir við það síðan gott að fá sér einhverja góða gróður peru
ég er með eitt 54L búr
(Gömul mynd)
ég er með eitt 54L búr
(Gömul mynd)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Það fer í raun mikið eftir því hvernig plöntur þú vilt hafa. Ef þú hefur áhuga á að hafa frekar auðvelda plöntur sem þurfa ekki mikið ljós, þá er þetta ekki meira mál en að hafa bara venjuelgt búr, verður kanski að hugsa smá út í lýsinguna.
Ef þú vilt hafa erfiðari plöntur, t.d. rauðar og aðrar erfiðari, þá þarftu meiri lýsingu, þegar þú eykur lýsinguna, þá stækka plöntur hraðar og þá þarf að láta þær frá einhverja næringu. Þegar þú bætir svo við næringu, þá er meiri hætta á þörungi, þannig að þá er gott að bæta við CO2 sem eykur þá aftur vöxtinn í plöntunum, og helst það mikið að aukni vöxturinn sveltir þörungana.
Það á líka við með gróðurbúr að það er talsvert dýrara að vera með þau eftir því sem búrið er stærra. Ef þú ert með búr yfir ca. 100 lítrum og vilt hafa CO2, þá verður þú eiginlega að vera með það á kúti.
Hvað ertu annars að hugsa um að nota stórt búr? Hefurðu eitthvað skoðað hvaða plöntur þú mundir vilja hafa?
Endilega demdu bara spurningunum á mig ef þú hefur þær og ég skal reyna að svara og aðstoða þig eftir fremsta megni. Gaman að fá fleiri í plönturnar, það eru nú ekki margir í þessu að einhverju ráði hérlendis
Er sjálfur að setja upp búið mitt aftur eftir flutninga, er með smá þráð um það hér á spjallinu sem þú getur skoðað (heitir "nýtt búr). Búrið er þó 210 ltr. og svona mikill búnaður er náttúrulega alls ekki nauðsynlegur til að hafa plöntur, ég er bara soldið langt leiddur í þessu.
Ef þú vilt hafa erfiðari plöntur, t.d. rauðar og aðrar erfiðari, þá þarftu meiri lýsingu, þegar þú eykur lýsinguna, þá stækka plöntur hraðar og þá þarf að láta þær frá einhverja næringu. Þegar þú bætir svo við næringu, þá er meiri hætta á þörungi, þannig að þá er gott að bæta við CO2 sem eykur þá aftur vöxtinn í plöntunum, og helst það mikið að aukni vöxturinn sveltir þörungana.
Það á líka við með gróðurbúr að það er talsvert dýrara að vera með þau eftir því sem búrið er stærra. Ef þú ert með búr yfir ca. 100 lítrum og vilt hafa CO2, þá verður þú eiginlega að vera með það á kúti.
Hvað ertu annars að hugsa um að nota stórt búr? Hefurðu eitthvað skoðað hvaða plöntur þú mundir vilja hafa?
Endilega demdu bara spurningunum á mig ef þú hefur þær og ég skal reyna að svara og aðstoða þig eftir fremsta megni. Gaman að fá fleiri í plönturnar, það eru nú ekki margir í þessu að einhverju ráði hérlendis
Er sjálfur að setja upp búið mitt aftur eftir flutninga, er með smá þráð um það hér á spjallinu sem þú getur skoðað (heitir "nýtt búr). Búrið er þó 210 ltr. og svona mikill búnaður er náttúrulega alls ekki nauðsynlegur til að hafa plöntur, ég er bara soldið langt leiddur í þessu.
Ég var nú bara þá að pæla í frá 50L upp í 110L búr max og svo Einhverja fiska svona uppá gamanið eins og nokkra Sverðdraga. Á ágæta Fluval tunnudælu fyrir 200L búr sem myndi tengja við búrið en að öllu jöfnu er þetta svona Basic planið. Á eftir að versla mér búr en vill fá einhverjar Basic línur til að fara eftir. Veit ekki hvaða plöntur ég vildi setja í búrið en myndi vilja fá bara auðveldar plöntur fyrst þetta yrðu fyrstu plöntur sem hef þá nokkurtíman keypt og sett í búr. Eins og ég tók fram að ég er mest í Síkliðunum og kann því ekkert á þetta plöntu dæmi. Fer að ráðast í þetta í Desember og er því að spyrja um þetta.