Birkir 06-07 Ameríku síkliður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

jæja það er dáldið langt síðan þú varst hér en svona eitt eða tvö ráð fleirri rætur lækka ph gildið en mín reynsla er að þær lita dáldið lengi en það skaðar ekkert no 2 ég keypti mér 25l brúsa í deyglunni til að skifta um vatn tekur engan tíma að taka eins og 100l úr búrinu og aðra 100 í búrið nota slöngu til að hreinsa búrið og taka úr því þ.e hreinsa sandin svo helli ég einfaldlega úr brúsanum beinnt í búrið þegar ég fylli á það, eftir á þá laga ég sandinn til með glersköfunni, ef þú þarft að koma litnum í lag í búrinu og bakteríuflóran er í lagi þá er bara að nota kol í dæluna og allt er orðið tært og fínt eftir einn til tvo sólahringa

MEÐ KVEÐJU
Birgir HB
Lífið er ekki bara salltfiskur
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk Biggi.
Fyrr í dag fór ég í Fiskabúr.is og hitti Hlyn og fleiri eðalmenni. Kom auðvitað ekki tómhentur út þaðan. Fékk mér glás af allskyns plöntum og síðan tvo Salvini, tvo Green Terror og tvo Festaev.

Búrið er ofsalega fallegt og "eðlilegt" með tilkomu nýju platnanna og með alla þessar skapsterku síkliður, þá er óhætt að segja að þa sé nóg um að vera. Hef þó ekki séð mikið ofbeldi í gangi. Firemouth karlarnir gera sig hrikalega breiða en elta hina fiskana nánast ekkert og bíta ekkert í þá. Þeir sína bara svo ekki verður um vilst að þeir eigi svæðið.
Minnstu síkliðurnar eru auðvitað ekki að sýna sína sterkustu liti enda vilja þær ekki vekja athyggli. Fróðlegt að sjá það gerast svona fyrir framan mann.
Einn Green Terror er áberandi yngstur og minnstur og er svolítið lúginn og búið er að narta í uggana á honum. Hann á greinilega undir högg að sækja. Mikið verið að elta hann. Ef það verður ekki rólegra í kring um hann þá fer ég með hann í búrið hjá Rut þar sem hún er með fullt búr af hippum.

allt að gerast.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég ætla hægt og rólega að henda inn í þetta innlegg illa teknum myndum af búrinu og íbúum þess á þriðja degi eftir að þeir mættu á svæðið. Síðan þá hefur búrið breyst til mikilla muna.

Image
Firemouth karlinn Stærri (heitir nú Ægir) búinn að eigna sér stóra blómapottinn. Tígrisbarbar að "flögra" fyrir ofan í torfu eins og þeir gera alltaf.

Image

Image
Ægir og lítil demantasíkliða

Image
Grá Ameríkusíkliðan, a.k.a. afi.

Image
Demantasíkliður, Firemouth og Barbarnir í einhverji helvítis steik. Deilt um grasið.

Image
Menn komnir fíling í.

Image
Ef þessi póser sæi þessa mynd þá myndi hann pottþétt kvarta yfir því að vélin væri ekki að ná litunum almennilega.

Image
Önnur Firemouth kerlan

Image
Eldmunnakarlarnir tveir. Þeir ráða yfir búrinu þessa dagana.

Image
Ægir

Image
Jack Dempseyarnir eru voðalega litlir. En ekkert sérstaklega litlir í sér. Alla vega ekki annar þeirra.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Dagurinn í dag markar tímamót.
Píla, kötturinn fékk sér sundpsrett í búrinu. Það var hrikalegt , hún fór öll á kaf, skeit í sig af hræðslu fór svo beinustu leið út um gluggann og er einhverstaðar úti að jafna sig á þessu öllu saman.
Helvíti gaman af þessu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hahahahaha.. fyrst hló ég nú af afa gamla, hef ekki séð hann lengi en minnstu mátti muna að ég spítti út úr mér kaffinu þegar ég las um köttinn (ég sem er ekki vön að spíta)!!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

He he, það munaði minnstu að kaffið hjá mér færi yfir skjáinn við lestur síðustu setningar. :D

en... ég hef sagt það áður og segji enn, "ÚT MEÐ KÖTTINN"
Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ph gildið er núna 7,5
Hvað er tilvalið ph gildi fyrir amerískt búr.

Annars er mest lítið að gerast þessa dagana. Jú einn green terror og ein demantasíkliða eiga undir högg að sækja enda áberandi yngstir og minnstu fiskarnir.

Ásýnd vatnsins er flott. Birtan góð. Samt eru agnir fljótandi í búrinu út um allt búr ekki bara á yfirborðinu. Þetta eru litlar agnir. Hugsanlega er þetta eðlilegt. Ég hugsa oft að þetta sé partur af því að gera svona authentic búr se er náttúrulegt með rætur og gróður. Hvað segið þið?

Á morgun ætla ég svo að taka svona 1/4 til 1/3 af vatninu úr og setja nýtt í. Hvað er mælt með að gera þetta oft?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

7-7.5 í pH ætti að vera fínt, það á örugglega eftir að lækka aðeins hjá þér þegar gróðurleifar og efni úr rótinni fara að brotna niður.

Þetta fljótandi rusl í búrinu er sennilega bara eitthvað rusl sem fylgir gróðri eða rótinni og sennilega ekkert til að hafa áhyggjur að, á sennilega eftir að enda í dælunni eða fara við vatnsskipti.

Það ætti eð vera í fínu lagi að taka 20-40% af vatninu til að ná svona drasli osf úr vatninu en svo mundi ég ekki skipta út miklu vatni í einu næstu 6-8 vikunar með flóran er að byggjast upp í búrinu en fara samt varlega svo ekki komi nitrat eða ammoníak bomba, ég mundi halda að það væri ágætt að skipta út 10-20% á 1-2 vikna fresti í næstu vikur en svo þegar jafnvægi er komið í búrið hafa þá einhver hefðbundin vatnsskipti td. 20-50% á 1-4 vikna fresti allt eftir smekk og fjölda fiska.
Að mínu mati eru regluleg vatnskipti lykillinn að góðu fiskabúri.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ætlar þú að nota tertuhjálminn við vatnsskiptin? :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

sliplips wrote:Ætlar þú að nota tertuhjálminn við vatnsskiptin? :lol:
Muhahahahahahaha ! :D
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jæja tók fyrstu 10-12% prósent af vatninu í dag og bætti í. Ég verð klárlega að fá mér slöngu yfir í vaskinn. Þetta tekur allt of langan tíma!
Anyway...

*Meiðsl í búrinu: Ofir-smái Green Terror er enn með hellaða bakugga en virðist ekki hafa versnað. Það sama má segja um minnstu demantasíkliðuna.
Nýtt í þessu er þó að minnsti Firemouth fiskurinn er orðinn ansi lúinn í sporðinu. Það er búið að narta mikið í hann og hann er orðinn býsna illa farinn.
Á ég að fara með þessa fiska í annað búr? Jafna þeir sig útlitlega? Eða á ég bara að láta þá tough it out innan um alla hina.

*Minni Firemouth karlinn er orðinn svakalegur. Litirnir í honum eru lygilegir. Ef ég gæti bara tekið almennilegar myndir af honum. Ég er alveg gáttaður á því hvernig hann lítur út þessa dagana. Svo glæsilegur. Virðist sem að ég sé með 2 hrikalega glæsilega eldmunna í mínu búri. Húrra fyrir fiskabúr.is

* Annar salvini fiskurinn er búinn að vera mikið inn í brotna leirpottinum. Vonandi gerir hann sér bústað þarna.

*Annar festae fiskurinn virðist vera að sækja í sig veðrið byrjaður að sína sterkari liti og rendurnar orðnar ansi kraftmiklar.

*Færði líka eina plöntu til að breyta dínamíkinni í búrinu, til að fá fiskana aðeins meira í vinstri hluta búrsins.

Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hafðu litlar áhyggjur af helluðum uggum, þeir vaxa hratt aftur.
Ég mundi ekki færa minnimáttar fiskana í sér búr nema þeir séu að geispa golunni, þeir verða að læra að forða sér og yfirleitt fá hinir leið á að misþyrma þeim þegar þeir eru búnir að kenna lexíuna.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Er þetta ekki bara valdabarátta um búrið hjá þér sem veldur þessum meiðslum?

Annars er þetta ferlega flott hjá þér og gaman að fylgjast með
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir, þú munt aldrei sjá eftir því að fá þér slöngu, ég lofa! Flestir vita að ég held mín loforð. :lol:

Viltu hjörtu hjá mér?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Já ég fæ mér slöngu þegar ég kem mér í það. Ég tek þessu boði með hjörtun. Þarf bara að koma sístemi á þetta. Sendi þér einkapóst beibbs.

Image
Image

takk fyrir öll tipsin og allt, öll sömul.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Heyrðu Birkir, hvernig fór með köttinn þinn?
Kom hann einhverntímann heim aftur eða var hann algjörlega svívirtur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image

... annars á maður ekki að grínast með þetta, ég var að týna einum af fuglunum mínum og það er sárt að tapa þessum dýrum sem manni þykir svona vænt um.
Kannski þau/þær hafi bara stungið af saman. :wink:
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

sérstaklega á þessum tima með öllum flugeldunum og því helvíti

vonum að hann finnist
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta skilti er bráðfyndið.

En auðvitað á maður ekki að grínast með svona lagað.
Skil ekki að fuglinn hafi stungið af, algjört dekurdýr.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

þetta er forvitnisgrey, hún er reyndar búin að fara nokkrum sinnum út um gluggan, ægilegt sport, fær alltaf nammi þegar hún kemur inn, en núna flaug hún af stað þegar ég reyndi að opna gluggan meira svo hún kæmist inn.

Sorry fyrir off-topicið Birkir. :oops:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki kominn tími á smá up-date hérna ? Hvernig gengur brasið, allir vinir osf. ?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Off topicið var fínt Kjépps!

En jújú það gengur allt hrikalega vel. Stærsti Eldmunninn hann Ægir ræður ennþá öllu. Minni Eldmunnkarlinn er kominn með nafn, kallaður Prinsinn. Það er bara vitleysa hversu fallegur fiskur þetta er! Litirnir eru alveg gríðarlega sterkir og fallegir og bakugginn er allt öðruvísi en á Ægi... meira rautt í honum. Þesi fiskur er svona eins og flaggskipið í búrinu

Demantasíkliðurnar hafa fitnað mikið og eru pattaralegar. Ein þeirra er flutt inn í bortna potinn við hliðina á Salvini gaurnum.

Salvini, ég er að fíla þessa fiska. Þeir eru eins og Sviss í búrinu, þ.e.a.s. þeir abbast ekki upp á neinn og engin abbast í þeim. Það er einhver stóísk ró við þá tvo og er ég að vona að þetta sé par.

Green Terror fiskarnir tveir synda undir radarinn, þ.e.a.s. þeir sjájst lítið en ef þeir fara á sund þá lenda þeir yfirleitt í einhverju böggi. Ennþá eru þetta minnstu fiskarnir í búrinu. Annar þeirra fær samt meira á kjaftinn en hinn, en sá gerir sig breiðan stundum og sínir Green Terror liti.

Festae fiskarnir tveir eru allir að koma til, lenda í litlu böggi og eru farnir að setja meiri liti í rendurnar þannig að það fer ekki fram hjá manni að ef þeir eru í góðu skapi þá er þetta ekki daufir og litlausir fiskar. Get ekki beðið eftir að þeir stækki! Glaður Festae er alger augnayndi.

Það er mesta "ofbeldið" í kring um Jack Dempsey fiskana tvo. Líta mjög vel út, eru smáir en þeir hjóla í alla fiska ef þeir eru í þannig gír. Elta fiskana mun meira en Eldmunnakarlarnir sem eru meira að ógna eða merkja svæðið með nærveru sinni. En um daginn sýndist mér sporður annars þeirra vera rifinn eftir bit en það var ekki tilfellið. Það var bara eins og svarti liturinn hafi horfið úr sporðinum á nokkrum stöðum... svona doppur :?:

Tígrisbarbarbir tetrast út um allt búr eins og tetrum sæmir. Þeir eru uppáhald allra gesta minna. Enda krútt.

Brúsknefjarnir eru svo önnum kafnir við að vinna að ég náði ekkert að tala við þá þegar ég fór að gera þessa grein.

Ég er að hugsa um að taka myndir af öllum plöntunum og sjá hvort einhverjir snillingar hérna geta borið kennsl á þær.
Plantan sem lítur út eins og burkni er að fá á sig brúnan lit og ég er alls ekki að fíla það.
Hávaxna plantan (sem er mjög bein og vex beint upp í loftið) er með einhvern andskota utn á sér...eitthvað loðið element. Ekki að fíla það!

Síkliðurnar hafa ekkert grafið í kring um plönturnar eða gert holur.

Ég hef ekki orðið var við að fiskar pari sig. Kannski er ég að horfa "vitlaust" á þá??
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Birkir wrote:Ég hef ekki orðið var við að fiskar pari sig. Kannski er ég að horfa "vitlaust" á þá??
Það kemur með tímanum, þú ert nú frekar nýbyrjaður með búrið
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Plantan sem lítur út eins og burkni er að fá á sig brúnan lit og ég er alls ekki að fíla það.
Hávaxna plantan (sem er mjög bein og vex beint upp í loftið) er með einhvern andskota utn á sér...eitthvað loðið element. Ekki að fíla það!
Er ekki bara að setjast þörungur á plönturnar, það er mjög algengt í nýjum búrum.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Guðjón: þetta er rétt hjá þér. Maður horfir svo mikið á búrið að manni finnst maður búinn að vera með það í gangi í marga mánuði.

Vargur: what to do?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bara þrauka, bíða eftir að betra jafnvægi komi á búrið.
Fóðra ekki of mikið, fara rólega í ljósið og jafnvel bæta einhverjum hraðvaxandi gróðri í búrið, hann stelur næringaefnunum frá þörungnum.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

*bíðureftirjafnvægi*

KENNSL BORIN Á PLÖNTUR
Ég hef ekki hundsviti á plöntunum sem eru í búrinu en geri ráð fyrir að einhver ykkar séu betur að ykkur í þeim fræðum. Því ætla ég að pósta myndum af þeim og ykkur er í sjálfsvald sett hvort þið segið mér nafn þeirra o.s.fr. því ég veit t.d. ekki nafnið á neinni þeirra.

Planta #1
Image
Fékk þessar (2 stk.) í fiskabúr.is

Planta #2
Image
Fékk þessar (2 stk.) í fiskabúr.is Blöðin á henni eru ljósgræn

Planta # 3
Image
Fékk þessar (3 stk.) í fiskabúr.is Það hefur greinilega sest brúnleitur þörungur á þessar. Skjóta ekki sterkum rótum, eru mjög lausar í mölinni, kom að tveimur þeirra fljótandi í búrinu en hef aldrei seð fiskana róta í kring um þær. Einnig er töluvert um að blöðin slitni af þeim.

Planta #4
Image
Fékk þessar (3 stk.) í Trítlu. Sagt að hún geti skotið rótum nánast allstaðar og geti jafnvel verið jarðvegslaus, lifað á trjábútum, grjóti o.s.fr.

Planta #5
Image
Fékk þessa í fiskabúr.is Virðist afar heilbrigð og engin teljanlegur þörungur á henni þá að það sé þörungur á öllum öðrum plöntum í búrinu.

Planta #6
Image
Fékk þessa í fiskabúr.is, man ekki hversu margar þær eru en ég setti alla afleggjarana á einn stað til að gera þær þéttari. Sígilt planta, hef verið með hana áður. Hún er þakin þörungi.

Planta #7
Image
Fékk þessa í fiskabúr.is Virðist plumma sig nokkuð vel og mér finnst hún falleg.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Fóðrun: Ég gef 2svar til 3svar á dag. Ég gef þeim TetraCichlid Granules sem eru kúlulaga korn sem fljóta í augnablik og sökkva síðan ofan í búrið. Ég gef þannig að nánast engin kúla falli á botnin. Llítið í einu. Aftur og aftur þangað til einhverjir fiskanna eru hættir að sýna þessu áhuga og nokkrar kúlur eru farnar að falla á botninn - þá hætti ég að gefa. Gef þeim svona 1-2svar á dag.
Einu sinni á dag fá þeir rækjur. Það hef ég bara gert í viku núna.
Væri gaman að fá kostir/gallar athugasemdir eða hvaða athugasemdir sem eru varðandi fóðrunina (Ásta, ég kíki á þig í vikunni, fjandinn hafi það).
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>
Vatnið: Það hefur dökknað aðeins en ekki mikið. Ég kann að meta litinn á því því ég vil hafa þetta eins "ekta" og ég get álpast til að hafa. Myndi t.d. ekki fíla að vera með ljóst vatn nánast eins og úr krana eða saltbúri og svo amerískar síkliður ofaní.
Það er mun minna "ryk" fljúgandi um búrið núna og á ég von á að það minnki enn meira þegar ég skipti næst um vatn (um helgina).
Hins vegar er komin svolítil loftbólufroða ofaná vatnið. Ekki mikið, en aðeins með hliðunum. Hvað veldur? Er þetta slæmt?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já blessaður farðu að kíkja, ég má aldrei vera úti eftir kl. 8 á kvöldin svo þú finnur mig alltaf heima.

Þetta með froðuna, held ég fari með rétt mál að þetta er fita úr fóðrinu :?:
Ekki trúa mér samt alveg fyrr en einhver annar segir það sama :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér sýnist #1 vera Valisnera, #4 Anubias og #6 hávaxin valisnera. Hitt þekki ég ekki en skal líta í plöntubókina mína ef enginn kemur með það.
Petrún
Posts: 71
Joined: 14 Dec 2006, 10:58
Location: Mosó
Contact:

Post by Petrún »

Þörungur á plönturnar er algengur í búr sem plöntur eru nýjar í, þannig að það er allt í fína.
En.. mínar ágiskanir á plönturnar:

Planta #1
Hygrophila corymbosa “angustifolia”

Planta #2
Hygrophila polysperma

Planta #3
Hottonia palustris

Planta #4
Gæti verið Echinodorus schlueteri

Planta #5
Ekki viss.

Planta #6
Óskýr mynd, en ég giska á Cyperus helferi

Planta #7
Echinodorus osiris
Post Reply