Pleggi Gold

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Pleggi Gold

Post by jeg »

Jæja nú er þannig mál með vexti að Plegga gullið sem ég keypti fyrir um mánuði síðan hefur fengið skelfilega meðferð
og verið lagður í einelti með ofbeldi á háu stigi.
Endirinn varð sá að hann er augnalaus, sér ekki baun hvað þá sporð.
Sé ekki fram á að geta náð honum úr búrinu þar sem hann heldur sig við skjólin.
Held að ég sé búin að ná aðal böggaranum úr búrinu því all hefur róast til muna.

Spurningin er: Getur hann lifað svona fatlaður (sjónlaus)???
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hann getur sennilega lifað augnalaus enda sjá flestir botfiskar hálfilla og nota oft þefskynið í fæðuleit, þó getur verið að hann verði fyrir aðkasti vegna þess að hann eigi erfitt með að finna sér felustað.
Ef hann horast ekki óeðlilega mikið næstu vikur þá er hann sennilega í lagi.
Leyðu okkur að fylgjast með þessu.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hann var frekar horaður þegar ég fékk hann.
En eftir viku var hann orðinn vel bústinn.
Hann hefur góðann felustað og heldur sig að mestu í hellaveröldinni.
Vona það besta.
Post Reply