Ég hafði hugsað mér að ná seiðunum fljótlega eftir klak en kannski er hitt betra? Ég má ekki vera að því að útbúa neitt núna, er að fara til USA á morgun en skoða málið þegar ég kem heim.
Það var a.m.k ein komin með hrogn í gær þegar ég skipti um vatn svo þetta gæti hafa skeð eftir rækjuveislu. Ég hef reyndar alltaf gefið þeim rækju annað slagið.
Ég hef grun um að þetta sé í sambandi við að ég lét einn kall fara úr búrinu, þeir voru of margir og máttu ekkert vera að því að sinna kerlunum, voru bara í pissukeppni.
Það eru skiptar skoðanir um hvort sé betra að láta þær ganga með eða strippa strax. Ég aðhyllist að taka ekki seiðin fyrr en þau eru klár, það er lang einfaldast.
Vó, keli ætthvað æstur í að sjá mig strippa.. hehe..
Ég var að "léttlesa" á erlendri frontusíðu að margir strippa og nota þá græju eins og Squinchy er að benda á. Oft misferst hrygningin í fyrstu svo ég ætla að sjá til hvernig staðan verður þegar ég kem aftur heim.
Þetta er einföld leið en samt af flestum ekki talin góð fyrir mömmuna, það er best að halda henni ofan í vatninu þannig munnur og tálknin séu undir yfirborðinu svo hún gleypi síður loft.
hehe já, var að skoða stripp myndbönd klámhundurinn ég sá á flestum að það var haldið hrygnunum ofan í öllum.. fannst þessi bara vera einföldust, fljótlegust og ekkert sú besta samt fyri líðan fisksins
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Það eru allavega 2 kerlur enn með hrogn. Ég hef aðeins verið að reyna að sjá upp í þær en það hefur lítið gengið. Veit ekki með þessa þriðju en hef lítið setið við búrið í dag.
Hef lítið verið heima en það er alla vega 1 eftir með uppí sér. Ég sá hana borða aðeins áðan en mjög lítið, nældi sér í eina og eina flögu og vandaði sig mikið við að koma henni niður.