Gúbbífikt

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Gúbbífikt

Post by keli »

Ég fékk mér nokkra gúbba um daginn - hef verið með fiska í ca. 8 ár en aldrei prófað gúbbý. Hef mest verið með síkliður og þykist fróður um þær.

Gúbbý hinsvegar hef ég ekki hundsvit á, er bara glaður þegar það koma seyði o.s.frv. Hef heldur litla þekkingu á því hvað er flottur gúbbi og hvað er ljótur gúbbi, mér finnst þetta alltsaman voðalega skemmtilegt ennþá. Er líka ennþá bara með algjört bland í poka, hef ekki myndað mér skoðun á því hvað mig langar að rækta - Hvaða lit eða hvernig ugga... Baby steps, ég byrja bara á því að fjölga þessu öllusaman!

En ég er s.s. með 60l búr þar sem ég er með nokkrar kerlingar og karla og svo 2x25l plastdalla sem ég keypti í BYKO um daginn og er með annan fyrir fleiri karla og kerlingar og hinn hýsir nokkurhundruð seyði, flestöll 1-7 daga gömul.

Ég er með þetta inni í þvottahúsi hjá mér og fór því í smá píparaleik - Það er svo gaman að fikta! Er s.s. búinn að smíða yfirföll á öll búrin þannig að þegar ég skipti um vatn get ég bara látið leka í búrin og yfirföllin sjá um að auka vatnið fari bara ofaní ræsi frekar en á gólfið. Gasalega sniðugt og afar fljótlegt að skipta um vatn núna - Hvern hefði grunað að maður mundi nenna að skipta um 20-50% á dag??

Svo er ég á fullu að skoða á netinu líka hvernig ég get gert þetta alveg sjálfkrafa, er búinn að finna út að ég ætla líklega að fá mér segulloka á timer og svo nokkra vatnsskammtara og fara í aðeins meiri píparaleik. Þannig get ég t.d. látið leka 2 lítra í 25 lítra búri á 4klst fresti og þannig skipt um vatn smám saman og alveg sjálfkrafa - alveg tiptop vatn í búrunum, seyðin vaxa hraðar, eru heilbrigðari og ég get haft fleiri seyði í hverju búri.

Þetta er kannski algjör geðveiki þegar maður er með svona fá búr, en ég er svosem ekki þekktur fyrir að vera ofur praktískur, mér finnst bara skemmtilegt að dunda mér við að gera þetta, og svo seinna þegar ég hef heilt herbergi undir fiskana mína, þá kann ég amk að gera svona kerfi og hef lært af mistökunum sem eiga mjög líklega eftir að koma upp :)

Nóg af nöldri, ég tók nokkrar myndir um daginn, sem voru flestar ömurlegar en maður verður víst að láta eitthvað fylgja þessu...

Mér þykir þessi karl t.d. voða fínn, en ég er viss um að það sé einhver ósammála mér hérna :)
Image

Og svo af stærra búrinu...
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeta "do it yourself" fikt er eimitt eitt af því skemmtilega í hobbyinu.
Ég hamaðist mikið við að koma á sameiginlegu kerfi sem sump undir þrjú búr í kompunni hjá mér. Tók svo sumpinn í burtu og setti búr í staðinn þegar keramik pinninn brotnaði í dælunni, þetta virkaði fínt og aldrei að vita nema þetta fari í gang aftur.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Flott að þú ´sert kominn í guppy - líklega vanmetnasti fiskurinn :)

Eitt af vandamálunum við að rækta guppy er að maður þarf að hafa svo mikið af búrum....ef vel á að heppnast...

Ég skipti um vatn á 5 daga fresti og ætla breyta því í einu sinni á viku og það dugar fínt.....eyk svo vatnaskiptafjöldann þegar ég eyk matargjöf mikið
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mig dauðlangar að hafa heilan rekka með búrum, en fæ líklega ekki leyfi alveg á næstunni fyrir því hjá konunni - Það þarf víst meira að komast í þvottahúsið en bara fiskar :)

Ég er að skipta um vatn daglega eins og er, aðallega útaf því að ég reyni að gefa sem oftast, bæði artemíu og þurrmat. Skipti um 50% í seyðadallinum á dag, það er svoddan hellingur af seyðum þarna, borgar sig að skipta sem oftast svo þetta drepist ekki.

Ég verð amk að geyma allar línuhugleiðingar þangað til að ég er kominn með fleiri búr, frekar erfitt að reyna að rækta línu þegar maður er bara með 3 búr :) Þannig að þetta er bara bland í poka amk núna til að byrja með. Læri líka á gúbbý þannig.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Flott mál....þetta á bara eftir að vinda uppá sig...en með sex búrum ættir þú að geta verið með eina línu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvernig væri annars uppskipting á einni línu í 6 búr?

Ég sé fyrir mér:
1x fyrir trio (ræktunarfiskana)
1x fyrir lítil seyði
1x fyrir stærri karlseyði
1x fyrir stærri kvenseyði

Í hvað fara hin 2?
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

1 x fyrir trio (kk og kvk 1 og kvk2)
1 x fyrir kk fullorðna fiska
1 x fyrir kvk fullorðna fiska
3 x fyrir seiði á misjöfnum aldri

þú verður að leyfa seiðunum að stækka úr hverju goti fyrir sig...ekki misjafnar stærðir í búrunun því það hægir á vexti þeirra minni.
Tvær góðar guppy kvk gjóta til samans 50-100 seiðum á mánuði þannig að þetta er fljótt að fyllast - ég losa mig við mikið magn af seiðum til þess að halda stofnunum góðum.

Þessi sex búra uppsetning er í raun bara eitt dæmi af mörgum mögulegum
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hljómar gáfulega... Fer í þessar pælingar þegar ég er búinn að búa mér til meira pláss einhversstaðar :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Datt í hug að pósta einni mynd af gúbbíseyðabúrinu hjá mér.. Var að fikta með fishfiles.net og uploadaði þessari mynd:
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sæmilegasti slatti þarna hjá þér.
Hvað ætlar þú að gera við þetta allt saman?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hef ekki hugmynd.. Kannski bara í tjörnina við sumarbústaðinn þegar mér hefur tekist að stilla hitastigið...


Eða í einhverja búð bara - grunar að þær tækju alveg við þessu ef ég kem þessu á legg
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég skal kaupa nokkra af þér ef þú vilt selja. (púff, nú er ég að byrja á að troða í búrið hennar Birtu, ætlaði að leyfa henni alveg að ráða)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta eru voðaleg kríli eins og er... Held ég bíði með að selja þau, amk þangað til að maður sér hvort það komi eitthvað fallegt útúr þessu. Karlarnir eru bara rétt farnir að taka aaaaðeins lit.

Held að seyðin séu um 3ja vikna gömul.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

No prob.
Þú getur hóað í mig ef þú vilt grisja.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, var að leggja inn pöntum fyrir gleri í 3x 120 lítra búr sem ég hyggst nota undir gúbbíræktun aðallega. Fæ glerið á mánudaginn, verður spennandi að koma þessu upp :)

Kom líka við í vatnsvirkjanum og keypti T og hné og bulkheads og fínerí allskonar fyrir 4000kr
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

hvenar verða seiðin kynþroska?
ég er með eitt (fékk ekki fleiri :roll: )

það er kominn smá litur á það
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vinsamlegast notaðu þennan þráð í eitthvað tengt ræktinni minni. Ef þú vilt spyrja að einhverju ótengdu, gerðu nýjan þráð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

hæhæ

Post by lilja karen »

svo væri líka flott ef þið munduð lesa ''gubby saga,, og gefa mér nokkur ráð :wink: :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Dísús Kræst :roll:

En... þú ætlar greinilega að setja þetta saman sjálfur, gaman að því.
Það væri sniðugt ef þú nenntir að halda saman kostnaði svo fólk sjái cirka hvað kostar að gera svona sjálfur, það er alltaf verið að spyrja að því.

Ætlar þú að leggja undir þig þvottahúsið?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ásta wrote:Dísús Kræst :roll:

En... þú ætlar greinilega að setja þetta saman sjálfur, gaman að því.
Það væri sniðugt ef þú nenntir að halda saman kostnaði svo fólk sjái cirka hvað kostar að gera svona sjálfur, það er alltaf verið að spyrja að því.

Ætlar þú að leggja undir þig þvottahúsið?
Þetta er ekkert að taka meira pláss en ég er að nota í þvottahúsinu fyrir - bara betri nýting á því plássi. Hinsvegar á ég líklega eftir að taka yfir alla stæðuna smátt og smátt :)


Glerið kostaði 18þús - 3 120l búr og nokkrar plötur til að skipta einu búrinu upp til að búa til sump.. Kem með lokakostnað einhvertíman í næstu viku þegar ég verð búinn að versla allt í þetta :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Gaman að þessu, verður fróðlegt að sjá
hvernig þetta kemur út og svo auðvitað kostnaðinn eins og
Ásta nefnir :D Hlakka til að fylgjast með þessu :dansa:
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, komin voða fín stæða hjá mér sem rennur á einu filterkerfi og einhverju svona fíneríi... Hvað finnst ykkur?
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Geggjað.
Finnst þér plássið á milli búra ekki fullþröngt ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég kem hendinni auðveldlega ofaní búrin, þannig að þetta er bara passlegt. :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Heyrðu þú skutlar þessu svo bara til mín :lol: :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Snyrtilegar hillur.
Ætlar þú að hafa guppy í öllum búrunum?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ekki hugmynd um hvað ég hef í þessu... gúbbí fá örugglega amk 2 búr, en svo á ég örugglega eftir að freistast með hitt og þetta í hinum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú hefur ekki farið í það að bæta fjórðu röðinni við ?
Ég er eimitt með fjórar raðir, var reyndar með sump neðst en ákvað að sleppa honum og bætti bara búri við í staðinn.

Image

Neðstabúrið sést reyndar ekki á myndinni.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Sá þetta í dag,helvíti flott bara,virðist kunna að pípa líka svei mér þá,annars skil ég ekkert í þér að láta konunna fá neðstu hilluna,þú kæmir nú einhverju flottu fyrir þar :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

You just got to share honey ;)

konur fá alltaf e-h hlut af sem flestu hjá mönnunum.. :twisted:


flott aðstaða :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply