Gúbbý hinsvegar hef ég ekki hundsvit á, er bara glaður þegar það koma seyði o.s.frv. Hef heldur litla þekkingu á því hvað er flottur gúbbi og hvað er ljótur gúbbi, mér finnst þetta alltsaman voðalega skemmtilegt ennþá. Er líka ennþá bara með algjört bland í poka, hef ekki myndað mér skoðun á því hvað mig langar að rækta - Hvaða lit eða hvernig ugga... Baby steps, ég byrja bara á því að fjölga þessu öllusaman!
En ég er s.s. með 60l búr þar sem ég er með nokkrar kerlingar og karla og svo 2x25l plastdalla sem ég keypti í BYKO um daginn og er með annan fyrir fleiri karla og kerlingar og hinn hýsir nokkurhundruð seyði, flestöll 1-7 daga gömul.
Ég er með þetta inni í þvottahúsi hjá mér og fór því í smá píparaleik - Það er svo gaman að fikta! Er s.s. búinn að smíða yfirföll á öll búrin þannig að þegar ég skipti um vatn get ég bara látið leka í búrin og yfirföllin sjá um að auka vatnið fari bara ofaní ræsi frekar en á gólfið. Gasalega sniðugt og afar fljótlegt að skipta um vatn núna - Hvern hefði grunað að maður mundi nenna að skipta um 20-50% á dag??
Svo er ég á fullu að skoða á netinu líka hvernig ég get gert þetta alveg sjálfkrafa, er búinn að finna út að ég ætla líklega að fá mér segulloka á timer og svo nokkra vatnsskammtara og fara í aðeins meiri píparaleik. Þannig get ég t.d. látið leka 2 lítra í 25 lítra búri á 4klst fresti og þannig skipt um vatn smám saman og alveg sjálfkrafa - alveg tiptop vatn í búrunum, seyðin vaxa hraðar, eru heilbrigðari og ég get haft fleiri seyði í hverju búri.
Þetta er kannski algjör geðveiki þegar maður er með svona fá búr, en ég er svosem ekki þekktur fyrir að vera ofur praktískur, mér finnst bara skemmtilegt að dunda mér við að gera þetta, og svo seinna þegar ég hef heilt herbergi undir fiskana mína, þá kann ég amk að gera svona kerfi og hef lært af mistökunum sem eiga mjög líklega eftir að koma upp

Nóg af nöldri, ég tók nokkrar myndir um daginn, sem voru flestar ömurlegar en maður verður víst að láta eitthvað fylgja þessu...
Mér þykir þessi karl t.d. voða fínn, en ég er viss um að það sé einhver ósammála mér hérna


Og svo af stærra búrinu...
